Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 37. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fannst látinn í líkamsrækt 2. Of feit fyrir fyrirsætusamning 3. Kennara boðið starf sem strippari 4. Mögnuð endurkoma Man. Utd »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tríó saxófón- leikarans Óskars Guðjónssonar kemur fram á þriðju tónleikum djasstónleikarað- arinnar á Kex hosteli við Skúla- götu. Í tríóinu eru einnig Valdimar K. Sigurjónsson, sem leikur á kontra- bassa, og trommarinn Scott Mc- Lemore. Tónleikarnir verða annað kvöld og hefjast klukkan 20:30. Tríó Óskars Guðjóns- sonar á Kex hosteli  Björn Ingvarsson hefur opnað sam- sýningu á eigin ljósmyndum og mynd- um eftir Björn Björnsson, löngu látinn langafa sinn, í salnum í bókasafni Sel- tjarnarness við Eiðistorg. Alls eru sýndar um 100 fuglamyndir eftir nafnana, annars vegar myndir frá 1948- 1965 og hins vegar myndir frá því í fyrrasumar. Samsýning Björns og Björns á Nesinu Á þriðjudag Suðlæg átt, víða 10-15 m/s og rigning eða slydda, einkum á S-verðu landinu. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á NA- og A-landi. Á miðvikudag Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, víða 13-20 m/s, hvassast V-lands. Úrkomulítið á NA-verðu landinu, annars rigning eða súld. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan. Lægir talsvert í kvöld. VEÐUR Tindastóll er í fyrsta skipti á leið í Laugardalshöllina í körfuknattleik karla eftir sigur á KR í undanúrslitum bikarkeppninnar á Sauð- árkróki í gær. Úrslitin réðust ekki fyrr en á dramatískum lokasekúndum leiksins. Tindastóll mætir þar Keflavík sem vann KFÍ nokk- uð örugglega á heimavelli. Keflavík hefur unnið bik- arinn fimm sinnum, síðast 2004. »8 Tindastóll í fyrsta skipti í höllina „Ég verð hjá Swansea fram til sumars og einbeiti mér að því að spila vel hér. Svo sjáum við til hvað ger- ist. Þeir spila frábæran bolta og ég finn mig mjög vel í þessu liði,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Morg- unblaðið en hann fór á kostum með Swansea um helgina. »7 Gylfi finnur sig vel í frábæru liði Swansea Helga Margrét Þorsteinsdóttir bætti Íslandsmetið í fimmtarþraut innan- húss á alþjóðlegu móti í Tallinn í Eist- landi um helgina. Helga safnaði sam- an 4.298 stigum í þrautinni og bætti eigið met sem hún setti árið 2010 um 93 stig. „Ég reiknaði ekki með neinu sérstöku því ég vildi fyrst og fremst komast í gegnum þrautina,“ sagði Helga við Morgunblaðið. »1 Helga vildi fyrst og fremst klára þrautina ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Mikil gróska er í tví- og þríþraut um þessar mundir,“ segir Trausti Valdimarsson, félagi í þríþraut- arfélaginu Ægi. Að hans sögn helst þetta í hendur við aukna vakningu í þjóðfélaginu um gagn og gaman hreyfingar. Trausti segir að fjölbreytnin í þrautunum geri að verkum að ekki þurfi að vera í framúrskarandi góðu formi til að vera með. „Hvað álag varðar hentar vel að gera sitt lítið af hverju. Margir sem hafa glímt við hlaupatengd meiðsli hafa leiðst út í þríþrautina með góðum árangri. Sundið viðheldur þolinu án alls álags á liði og hjólreiðarnar reyna þar að auki á aðra hluta líkamans.“ Trausti, sem hefur stundað langhlaup til margra ára, segist finna það á sjálf- um sér hvernig hægt er að ná betri árangri í hlaupum með því að dreifa álaginu á líkamann. „Sundið eykur styrk í miðju líkamans sem hjálpar manni að endast lengur í hlaup- unum. Bakverkir sem ég fann áður fyrir hurfu eftir að ég fór að stunda sundið.“ Ekki hugsa eða tala, bara gera Gísli Ásgeirsson, formaður þrí- þrautarnefndar ÍSÍ, segir átta þrí- þrautarfélög starfrækt um land allt. Að hans sögn ruddi Bryndís Bald- ursdóttir brautina þegar hún tók þátt í heilum járnkarli árið 2006. Í kjölfarið bættust fleiri í hópinn og síðan þá hefðu hópar farið reglulega frá Íslandi til að keppa í þríþraut á erlendri grund. „Við erum nokkrir mið- aldra jálkar sem tökum þátt í þrautunum og það sýnir fólki að þær eru á allra færi. Aðal- málið er að hugsa ekki enda- laust um hlutina eða tala um þá, heldur gera þá bara.“ Gísli heldur úti síðunni triat- Bakverkir hurfu í sundinu  Mikil aukning í tví- og þríþraut á Íslandi Fjölbreytni „Bakverkir sem ég fann áður fyrir hurfu eftir að ég fór að stunda sundið,“ segir Trausti Valdimarsson. „Ég verð var við heilmikla aukningu í tví- og þrí- þraut,“ segir Torfi Helgi Leifsson, umsjónarmaður hlaup.is. „Þróunin er oft á þann veg að fólk byrj- ar í skemmtiskokki, eykur svo smám saman vegalengdirnar og er fyrr en varir komið upp í 10 km, hálft maraþon og jafnvel heilt, og er þannig sífellt að leita að nýjum áskorunum og fjölbreytni.“ Að sögn Torfa er algengt að fólk sem á að baki hálf og heil maraþon og jafnvel Laugavegshlaup leiti í þrautirnar. ,,Þær eru nýr og spennandi möguleiki sem freistar margra að spreyta sig á.“ Að hans sögn tengist fjölgun í tví- og þríþraut lík- lega auknum áhuga á hjólreiðum. „Fólk áttar sig í aukn- um mæli á möguleikanum á hjólreiðaástundun hér á landi. Aðstæður eru ágætar og búnaðurinn sífellt að verða betri.“ Aðspurður segir Torfi stóran hluta þátt- takenda í þrautunum koma úr hlaupum. „Hlauparar átta sig á því að það er mögulegt að bæta árangurinn með því að bæta hjóla- og sundæfingum í æfinga- rútínuna. Með því móti minnkar álagið af hlaupunum, líkur á meiðslum minnka og þeir ná betri alhliðaþjálf- un.“ Á hlaup.is má sjá dagskrá ársins í tví- og þríþraut auk allra götuhlaupa á landinu. Leit að nýjum áskorunum HLAUPADAGSKRÁ ÁRSINS EINKENNIST AF FJÖLGUN Í TVÍ- OG ÞRÍÞRAUT Torfi H. Leifsson  Ákveðið hefur verið að hafa auka- sýningu á Litlu flugunni vegna mik- illar eftirspurnar. Stefán Hilmarsson, Hera Björk, Egill Ólafsson og Björn Thoroddsen flytja perlur Sigfúsar Halldórssonar í Salnum í Kópavogi föstudaginn 10. febrúar undir stjórn Björns. Tónleikarnir hefjast kl. 20 en nánari upplýsingar eru á vef Salarins (www.salurinn.is). Aukasýning á Litlu flugunni í Salnum Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.