Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
JÓN...
ER EKKI ÖNNUR SKÁLMIN
Á BUXUNUM ÞÍNUM ÖRLÍTIÐ
STYTTRI EN HIN?
HUH?
GRETTIR!
MIG
VANTAÐI
BARA
HÁRBAND
ÉG ER HÉRNA
FYRIR HÖND
SKÓLA-
BLAÐSINS
EKKI
VÆRIRÐU TIL Í
AÐ SEGJA OKKUR
HVAÐ ÞÚ ÆTLAR
AÐ GERA EF ÞÚ
VERÐUR VARA-
FORMAÐUR?
ÉG
ÆTLA AÐ
SJÁ TIL
ÞESS AÐ...
ÉG SKRIFA BARA AÐ
ÞÚ MUNIR REYNA AÐ
GERA ÞITT BESTA
HÚN HEFUR ALLT ÞAÐ SEM
ÞARF TIL AÐ VERA GÓÐUR
PÓLITÍSKUR BLAÐAMAÐUR
HELGA,
HVAÐ ER
AÐ?
ÞÚ
VIRÐIST SVO
SORGMÆT
ÉG ER BARA
AÐ HUGSA UM
ALLA BROSTNU
DRAUMANA MÍNA
EKKI
HAFA
ÁHYGGJUR!
FRÆNDI
MINN ER
SMIÐUR...
...HANN SEGIST
GETA LAGAÐ ALLA
BRESTI
GRÍMUR, ÞÚ VERÐUR AÐ
HJÁLPA MÉR! UMFERÐAR-
SKILTIN ERU AÐ ELTA
MIG Á RÖNDUM!
RUNÓLFUR, ÉG HELD AÐ ÞÚ
ÆTTIR AÐ FARA Í HEITT BAÐ
OG REYNA AÐ RÓA ÞIG NIÐUR
JÚ, ÆTLI ÞÚ
HAFIR EKKI RÉTT
FYRIR ÞÉR
EF ÉG HEFÐI
EKKI NÁÐ AÐ
LOSA MIG...
ÞÁ HEFÐI VERIÐ ÚT
UM MIG
EKKI
LANGT
FRÁ..
ÞETTA ER EKKI SANNGJARNT,
BRÚÐAN MÍN MISSTI KRAFTINN
AÐEINS OF SNEMMA
VIÐ ERUM BÚIN AÐ FARA Í ALLAR
ANTÍKBÚÐIRNAR Í BÆNUM EN ERUM
EKKI BÚIN AÐ FINNA GÓÐAN SKÁP
ÉG
HELD AÐ VIÐ
ÆTTUM AÐ
KOMA OKKUR
HEIM
VIÐ
FUNDUM
KANNSKI EKKI ÞAÐ
SEM VIÐ VORUM
AÐ LEITA AÐ...
...EN VIÐ FUNDUM FULLT
AF ÖÐRU FLOTTU DÓTI
NÁKVÆMLEGA!
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, vatns-
leikfimi kl. 10.50, útskurður/myndlist kl.
13. Fyrirlestur um ástir í Njálu kl. 13.30.
Árskógar 4 | Smíði og útskurður kl. 9,
handavinna kl. 13, félagsvist kl. 13.30,
myndlist kl. 16.
Boðinn | Tiffanys glerkennsla kl. 9, tálg-
að kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur og leik-
fimi kl. 12.45, sögustund, handavinna.
Dalbraut 18-20 | Leikfimi kl. 10.
Myndlist og postulín kl. 9, brids kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, kaffi og spjall kl. 13.30, dans-
kennsla / námskeið kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Leiðb. í
handavinnu til hádegis, botsía kl. 9.15,
gler- og postulín kl. 9.30, lomber kl. 13,
kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.30 og
skapandi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línsmálun kl. 9, tréskurður kl. 9.30,
ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13,
félagsvist kl. 20.
Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 |
Leikfimi kl. 9.10, félagsvist kl. 13.30.
Félags- og íþróttastarf eldri borgara
Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og
11, námskeið um Eglu kl. 10.15, vatns-
leikfimi kl. 12.15, málun kl. 14.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Leir og gler kl. 9, kaffispjall í
króknum kl. 10.30, íþróttahús/ganga kl.
11.20, handavinna Skólabraut kl. 13, te
og tónlist í Bókasafni Seltjarnarness kl.
17.30, vatnsleikfimi kl. 18.30.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Breið-
holtslaug kl. 9.50, frá hád. er spilasalur
opinn, kóræfing kl. 12.30. Föstud. 10.
febr. leikhúsferð á Fanny og Alexander,
skráning á staðnum og í s. 575-7720.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, leik-
fimi kl. 9.15, bænastund kl. 10.15, mynd-
list kl. 13.
Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl.
10, kór kl. 11, glerbræðsla kl. 13, botsía
og félagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og
9.30, vinnustofa kl. 9, brids og tölvu-
kennsla kl. 13.
Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl.
8.50, fundur í Æðsta ráði kl. 10, samvera
um prjónalist kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Skráning í ferð að Gardavatni og Tíról er
að ljúka. Uppl. í síma 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 13.30 í
Smáranum.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi
alla þriðjudaga og föstudaga kl. 9.30.
Vesturgata 7 | Setustofa, kaffi, botsía
og handavinna kl. 9, leikfimi kl. 10.30,
kóræfing kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Vesturgata 7 | Þorrablót 17. feb kl. 17.
Veislustjóri Árni Johnsen, Sigurgeir v/
flygil, þorrahlaðborð, karlakórinn Kátir
karlar syngur og Helga Braga Jónsdóttir
skemmtir. Guðmundur Haukur Jónsson
leikur og syngur. Skrán. í s. 535-2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band og postulínsmálun kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, upplestur
kl. 12.30, handavinnustofa, spil/
stóladans kl. 13.
Þorvaldur Þorvaldsson trésmiðurvarð fyrir því óhappi á dög-
unum, að saga smávegis í annan þum-
alinn á sér með vélsög. Það var sem
betur fer ekki alvarlegt slys. Hann
fór svo á fund hjá Kvæðamannafélag-
inu Iðunni á föstudag, þar sem þetta
varð honum að yrkisefni:
Einn ég þekki ágætan
eðalsmið, sem mjög er slyngur.
Til sanninda þá hefur hann
hóflega marga þumalfingur.
Sá mæti hagyrðingur Jón Ingvar
Jónsson átti afmæli á dögunum.
Hann er stríðnari flestum og mátti
því eiga von á glettnum kveðjum á af-
mælisdaginn. Sigrún Haraldsdóttir
orti:
Hann er eins og ótal menn
orðinn pínu roskinn,
stöðugt fjölgar árum en
ekki kemur þroskinn.
Þá Hallmundur Kristinsson:
Þankagangur þessa manns
þykir nálægt göflum;
snöfurleg er snilli hans
en snautleg þó á köflum!
Loks Ágúst Marinósson:
Fjölgar stöðugt árum enn
eflist vit og þroskinn.
Gæfan eltir gáfumenn
gott er að verða roskinn.
Í Vísnahorninu á laugardag var
rifjuð upp vísa eftir Káin. Eins og
margan Vestur-Íslendinginn henti
leitaði hugur hans heim í átthagana:
Kæra foldin kennd við snjó
hvað ég feginn yrði
mætti holdið hvíla í ró
heima í Eyjafirði.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af afmæli og þroska
Viðurlög
í stað bannlaga
Laugardaginn 28. jan-
úar 2012 birtist í Morg-
unblaðinu bréf frá mér
í Umræðunni. Þar fór
ég óvart með rangt
mál, þ.e. að ég vísaði í
reglugerð, þar sem
skýr skilaboð komu
fram í lögum (svo að
þingmenn, sem kynntu
sér, voru ekki óvit-
andi). Embættismenn
hafa samt, samkvæmt
þessum lögum, heimild
til að mismuna þegn-
um þessa lands. Marg-
ir löggjafar hafa látið afbrotamenn
ráða því, hvað löghlýðnum borgurum
leyfist, án þess að taka tillit til þess, að
afbrotamenn fara ekki að lögum.
Bannlög eru því lausn, sem í sumum
tilvikum skilar engu nema takmörkun
á saklausu tómstundagamni löghlýð-
inna borgara. Það sem okkur vantar
eru viðurlög við hvers konar misnotk-
un efna, tækja og tóla, sem notuð eru
til að ganga á mannréttindi þegna
þessa lands. Sá, sem sveiflar hafna-
boltakylfunni, getur verið tólið, sem
einhver leigði. Auðvitað er hann ekki
saklaus, en sá sem leigði á ekki að
sleppa. Ég minntist á bensín í grein
minni sem hættulegt efni. Ég vona
samt að hún hafi ekki verið kveikjan
að bensínsprengjunni, sem fylgdi í
kjölfarið. Það hefur lítið upp á sig að
banna löghlýðnu fólki
að eiga það, sem glæpa-
menn verða sér úti um,
burtséð frá öllum lög-
um og reglugerðum.
Reglur um vörslu,
sanngjarna ábyrgð o.fl.
í þeim dúr, þykja mér
ekki ósanngjarnar. Lát-
um ekki alvöru af-
brotamenn stjórna lífi
okkar, við þurfum ekki
að hafa áhyggjur af
þykjustu afbrotamönn-
um, sem framleiddir
eru af löggjafanum.
Þórhallur
Hróðmarsson.
Hækkanir póstsins
Ég sendi stundum bréf til Japans sem
er ekki í frásögur færandi. Í desember
kostaði sendingin, B-póstur, 1.065
krónur. Ég fór svo á pósthúsið eftir
áramótin og hafði þá sendingin hækk-
að í 1.570 krónur. Mér finnst þetta
ansi hressileg hækkun þótt ekki sé
meira sagt. Eru engin takmörk á því
hvað hægt er að hækka svona þjón-
ustu?
Er pósturinn ekki einokunarfyrir-
tæki? Er hægt að snúa sér eitthvað
annað með svona bréf?
Guðjón.
Velvakandi
Ást er…
… að segja ekkert
þó að hann æfi sig á
trommurnar.