Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 1 2
Stofnað 1913 42. tölublað 100. árgangur
Í MIÐJU MORGUNBLAÐSINS Í DAG »
SYSTUR FÉLLU
FYRIR ÍTALÍU
OG FRAKKLANDI
SÖGULEGUR SIGUR
NJARÐVÍKINGA
ELDFJALL
SÓPAÐI AÐ SÉR
VERÐLAUNUM
KÖRFUBOLTI KVENNA ÍÞRÓTTIR EDDUVERÐLAUNIN 28HIN HEIMALÖNDIN ÞEIRRA 10
Morgunblaðið/Eggert
Uppsögn Andmælafrestur Gunnars Þ.
Andersen, forstjóra FME, rennur út í dag.
„Þetta ferli er ekki búið og öfugt
við það sem haldið hefur verið fram
þá hefur Gunnar ekki verið rekinn,
þannig að hann mætir til vinnu eins
og vanalega,“ segir Aðalsteinn
Leifsson, stjórnarformaður Fjár-
málaeftirlitsins. Aðspurður á hvaða
lagastoð uppsögn Gunnars Þ. And-
ersen, forstjóra FME, byggist seg-
ist Aðalsteinn ekki geta tjáð sig um
það nú.
Í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins segir Gunnar að hann
telji að umfjöllun Kastljóss RÚV um
hans mál hafi verið pöntuð af
ákveðnum, ónafngreindum aðilum.
skulih@mbl.is »4
Gunnar Þ. Andersen
mætir til vinnu í dag
þrátt fyrir uppsögn
Þingnefnd ræðir dóminn
» Efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis mun í dag fjalla
á fundi sínum um nýfallinn
dóm Hæstaréttar um geng-
istryggð lán.
» Rétturinn ákvað að ekki
mætti breyta afturvirkt ákvæð-
um um vaxtaviðmið.
» Nefndin mun fá til sín gesti.
Kristján Jónsson
Vilhjálmur Andri Kjartansson
„Það liggur ekki enn fyrir hversu
víðtækt fordæmisgildi hæstaréttar-
dómsins er og það er það sem er
verið að setja í farveg, reyna að
greina,“ segir Steingrímur J. Sig-
fússon, efnahags- og viðskiptaráð-
herra. „Strax eftir helgina verður
hægt að upplýsa meira um það.“
Fagnaðarefni væri ef lífeyrissjóð-
irnir væru tilbúnir að skoða nið-
urfærslu lána. „Það hefur verið svo-
lítið snúið að fá þá til þátttöku í
þeim aðgerðum sem í gangi eru,
samanber lánsveðin og það sem við
höfum verið að skoða í þeim efn-
um.“
Fram hefur komið hjá ýmsum
stjórnmálaleiðtogum eftir dóm
Hæstaréttar vegna gengistryggðu
lánanna að nokkur samstaða sé um
að koma þurfi með einhverjum
hætti til móts við þá sem tóku hefð-
bundin verðtryggð húsnæðislán.
Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóð-
irnir eru með meira en helming
verðtryggðu lánanna á sinni könnu.
En hvað segja ráðamenn bankanna?
Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, sagði að enn hefðu
ekki komið fram neinar beinharðar
tillögur í þessum efnum. „Menn eru
bara leitandi. Ég hef sagt að við
eigum fyrst og fremst að reyna að
hjálpa þeim sem standa verst og
það er verið að gera alla daga.“
Erfitt sé fyrir stjórnmálamenn,
vegna stjórnarskrárákvæða um
eignarrétt, að setja lög um að lækka
andvirði eigna manna. Bankarnir
séu þegar búnir að gera töluvert af
því að bæta kjörin, m.a. lækka
vexti.
„Menn eru bara leitandi“
Bankastjóri Landsbankans segir mikilvægast að hjálpa þeim sem verst standi
Steingrímur álítur að fordæmisgildi vaxtadómsins muni skýrast betur í vikunni
Leðurblökumaður Christian Bale í
íslensku landslagi í Batman Begins.
Ísland nýtur aukinna vinsælda með-
al erlendra kvikmyndagerðar-
manna en mesta aðdráttaraflið er
20% endurgreiðsla framleiðslu-
kostnaðar sem stjórnvöld bjóða er-
lendum og innlendum framleið-
endum. „Hún er hluti af þeirra
fjármögnun og skiptir öllu máli að
hafa upp á slíkt að bjóða,“ segir
Einar Tómasson frá fyrirtækinu
Film in Iceland en endurgreiðslan
gerir Ísland samkeppnishæft á al-
þjóðavísu.
Annað sem gegnir stóru hlut-
verki í að laða að kvikmynda-
framleiðendur er stórbrotin og fjöl-
breytileg náttúra landsins.
Einar Sveinn Þórðarson hjá
Pegasus segir að þessi framleiðsla
styrki íslenskan efnahag og mikil
margföldunaráhrif séu í verkefnum
af þessu tagi.
Eftirvinnsla kvikmynda fer líka
fram hérlendis en fimmtán manns
starfa hjá tæknibrellufyrirtækinu
Framestore í Reykjavík. »6-7
Auknar vinsældir Íslands
Endurgreiðslan og náttúra laða að
erlenda kvikmyndaframleiðendur
Karlakórinn Þrestir fagnaði hundrað ára afmæli
sínu á konudaginn með veglegum tónleikum fyr-
ir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu. Fengu Þrestir
góða gesti til liðs við sig, m.a. söngfélaga úr
fimm karlakórum. Á fyrstu tónleikum Þrasta
voru söngmenn ellefu talsins en í gærkvöldi var
að finna yfir 300 manna karlakór á sviðinu, þar á
meðal sex kórfélaga sem héldu upp á fimmtíu
ára afmæli kórsins í Bæjarbíói árið 1962.
Karlakór fagnar aldarafmæli á konudegi
Morgunblaðið/Golli
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra er ekki sáttur við fullyrð-
ingar formanns fyrirtækja í heil-
brigðisþjónustu í Morgunblaðinu sl.
laugardag um að aldraðir ein-
staklingar á dýrum lyfjum eigi
minni möguleika en aðrir á að kom-
ast á hjúkrunarheimili.
„En það er náttúrulega algjört
siðleysi ef forstöðumenn mjög
stórra stofnana eru farnir að flokka
fólk eftir þessu. Þá eru þeir ekki
hæfir til að stjórna stofnunum. Ef
þú ert með tíu manna stofnun þá
skil ég kannski að fólk hugsi um
þetta en ef þú ert kominn með 400-
500 manns eins og hjá þessum
stærstu þá er þetta forkastanlegt,“
segir hann m.a. í viðtali. »2
„Náttúrulega
algjört siðleysi“