Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Á háskóladeginum Það er engu líkara en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sé að messa yfir rektorum stærstu háskóla landsins sem hafa raðað sér fremst meðal áhorfenda. Golli Í nýafstaðinni undankeppni Eurovision var sigurvegarinn, Greta Salóme Stefánsdóttir, í afar fallegum kjól sem er greinilega hannaður undir áhrifum íslenska upphlutarins. Kjóllinn vakti mig til umhugsunar um hvort ekki væri kominn tími til að okkar flinku hönnuðir myndu hanna nýjan ís- lenskan kvenbúning sem yrði í takt við nútímann en jafnframt með til- vísun í fortíðina. Búningurinn yrði þannig viðbót við þjóðbúningana sem fyrir eru; upphlutinn, peysu- fötin, kyrtilinn og skautbúninginn sem konur klæddust fyrr á tímum. Örlítið sögubrot Upphlutur, peysuföt og skaut- búningur eiga sér rætur í bún- ingum íslenskra kvenna allt aftur til 16. aldar og hafa þróast í gegn- um tíðina en kyrtillinn er frá 1870. Upphlutur sem búningur fór ekki að ryðja sér til rúms fyrr en um aldamótin 1900 og var orðinn al- gengur á þriðja áratug 20. aldar. Um miðja 19. öld var upphlutur ermalaus bolur sem var notaður sem nokkurs konar lífstykki undir peysunni. Þegar konur voru léttklæddar við vinnu voru þær í upphlutarbolnum einum að ofanverðu eins og Greta Salóme var í undankeppninni. Sjaldan til brúks Þegar íslenska lýðveldið varð 50 ára var efnt til samkeppni um þjóðhátíðarbúning karla. Þá var lagt upp með að fá stíl- hreinan og þægilegan alklæðnað sem gæti í senn verið viðhafn- arbúningur, sambærilegur þjóðbúningi íslenskra kvenna. Bún- ingurinn varð strax mjög vinsæll og karlar klæðast honum við ýmis tækifæri – öfugt við þjóðbúning kvenna sem er í fárra eigu og sjaldan dreginn upp til brúks. Ástæðan fyrir vinsæld- um hátíðarbúnings karla er eflaust sú að hann klæðir flesta karla vel. Þjóðbúningi kvenna er hins vegar öfugt farið og glæsilegustu konum finnst þær verða þunglyndislegar og bústnar í honum. Skotthúfan hæfir svo betur löngum fléttum aldamótakynslóðar 20. aldar en þeirrar 21. Áskorun Íslensku þjóðbúningarnir hafa verið settir á stall sem ósnertanlegur þjóðararfur. Skemmst er að minnast þess þegar fyrrverandi menntamálaráðherra klæddist afbrigði af þjóð- búningnum við opnun Þjóðminjasafns Íslands um árið og hlaut bágt fyrir. Það virðist hafa gleymst að búningarnir hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars og vel mætti bæta í hóp- inn nýjum búningi sem ungar konur teldu klæðilegan. Ég skora á Þjóðbúningaráð, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Kven- félagasamband Íslands og Þjóðminjasafnið að hafa forgöngu um að efna til samkeppni meðal hönnuða um nýjan búning. Eftir Eyrúnu Ingadóttur » Búningarnir hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars og vel mætti bæta í hópinn nýjum búningi sem ungar konur teldu klæðileg- an. Eyrún Ingadóttir Höfundur er sagnfræðingur. Um nýjan þjóð- búning kvenna Fjölmörg dæmi má finna í mannkynssögunni um harðvítugar deilur um skuldamál. Slíkar deilur hafa oft reynt mjög á og valdið togstreitu og ólgu. Fyrir um 2.500 árum setti Sólon lög í Aþenu sem léttu oki af skuldurum og frels- aði þá sem hnepptir höfðu verið í þrældóm vegna þess að þeir gátu ekki greitt skuldir sínar. Ekkert er nýtt undir sólinni og þau átök sem nú eru í okkar samfélagi á milli þeirra sem eiga peninga og þeirra sem skulda fara harðn- andi. Reyndar flækir það málin að það fyrirkomulag sem við höfum á lífeyr- iskerfi okkar gerir það að verkum að þeir sem skulda eru um leið fjármagnseig- endur. Lækkun skulda kostar peninga Vandi þeirra sem hafa séð eignir sínar rýrna eftir hrun bankakerfisins er tilfinn- anlegur. Staða þeirra sem tóku verð- tryggð lán í íslenskum krónum hefur eðli máls samkvæmt versnað vegna mikillar verðbólgu. Þessi hópur er stór en staða einstaklinga innan hans er mjög misjöfn. Sumir eru velmegandi, sumir hafa það ágætt, aðrir eru verulega illa stæðir. Sumir eiga auðvelt með að standa í skil- um með lánin, öðrum er það orðið lífsins ómögulegt. Það er við því að búast að það æri alla og særi að horfa á að þeir fái helst leiðréttingar sem tóku hin ólöglegu gengistryggðu lán. Sú óánægja mun eðli- lega vaxa eftir nýjan dóm Hæstaréttar. Engum þarf að koma á óvart að þessi hópur láti í sér heyra og krefjist úrbóta. Vandinn er því miður sá að ekki liggur nema takmarkaður hluti af verð- tryggðum lánum til íbúðakaupa hjá bönk- unum. Meginstabbinn liggur hjá Íbúða- lánasjóði og lífeyrissjóðunum. Sú staðreynd hefur það í för með sér að ef ákveðið verður að færa með almennum hætti niður lán sem þessir aðilar hafa veitt mun þurfa að greiða fyrir það með hærri sköttum og/eða með því að skerða lífeyrisgreiðslur. Ósanngjarnar lausnir leysa ekki vanda Slík almenn niðurfærsla yrði í besta falli mjög umdeilanleg. Hún myndi meðal annars leiða til þeirrar ósanngjörnu nið- urstöðu að skuldir jafnt vel stæðra sem illa stæðra yrðu lækkaðar og reyndar eru líkur á því að þeir fyrrnefndu fái mest niðurfellt, þar sem þeir skulda gjarnan meira en hinir síðarnefndu. Fjármögnun á niðurfærslunni myndi síðan enn auka á þetta óréttlæti, þar sem allir skattgreiðendur og ellilíf- eyrisþegar þyrftu að bera kostnaðinn. Nærtækara er að skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru í vaxtabóta- og skattkerfinu almennt, ef færa á til fjármuni til að bæta stöðu illa staddra lán- takenda. Slíkar aðgerðir verða að rúmast innan þeirra hefða og viðmiða sem víðtæk samfélagssátt er um. Hver er vandinn? Ég hef hér á síðum Morg- unblaðsins bent á að það skortir betri gögn um raunverulega skuldastöðu heimilanna. Um þá stöðu hefur verið deilt og er slíkt ófært. Á undanförnum misserum hefur verið gripið til ýmissa úrræða og nýgenginn hæstaréttardómur mun bæta stöðu þúsunda heimila. Þess vegna er nauðsynlegt að t.d. Seðlabank- anum verði falið að stýra rannsókn á þessu og hann ætti að hafa um hana víð- tækt samráð við stjórnmálaflokka, hags- munasamtök og aðra þá sem láta málið sig varða. Þannig myndi bankinn fá at- hugasemdir úr mörgum áttum um hvað það er sem þarf að rannsaka og því lík- legra að sátt náist um þær niðurstöður sem hann kæmist að. Þetta er mikilvægt að gert verði hið snarasta, því næstu skref í þessum málum verða að byggjast á traustum grunni. Hópur í verulegum vanda Áhyggjur mínar lúta einkum að þeim hópi sem þrátt fyrir niðurfærslu í 110% af verðmæti fasteignar getur ekki staðið í skilum, eða rétt skrimtir við óþolandi þröngan kost. Í þessum hópi er til dæmis ungt fólk, gjarnan barnafólk sem keypti sína fyrstu eign þegar bólan var sem mest. Framfærsla þessa fólks er þung, tekjur hafa oft dregist saman og það get- ur trauðla selt eignina sína vegna þess að hún er yfirveðsett. Ég tel að þessum hópi verði að hjálpa með einhverjum ráðum. Reynsla annarra þjóða af efnahagshruni er meðal annars sú að mikil félagsleg vandamál koma síðar í ljós vegna þess að börn þeirra sem verst fóru út úr hruninu nutu ekki sömu möguleika og önnur börn. Það má ljóst vera að ef hver einasta króna sem eftir stendur þegar búið er að borga matar- og fatareikninga fer í að greiða af húsnæði, þá er ekkert eftir til að standa undir kostnaði við tónlistarnám eða íþróttaiðkun fyrir börnin svo dæmi séu tekin. Niðurstaðan getur orðið fé- lagsleg einangrun og langtímaafleiðing- arnar geta orðið mjög slæmar og kostn- aðarsamar fyrir samfélagið. Þetta varð raunin í Finnlandi í byrjun tíunda ára- tugar síðustu aldar. Lyklafrumvarpið Við verðum því að vita nákvæmlega hversu stór þessi hópur er, þ.e. þeir sem ekki geta staðið undir greiðslum af 110% veðsetningunni. Þessi hópur getur ekki beðið eftir því að launin batni og hús- næðið hækki í verði en sú þróun mun bæta hag þeirra sem eiga fasteignir og skulda verðtryggð lán í þeim. Eitt af því sem ég tel að við getum gert er að leiða í lög hugmyndir okkar sjálfstæðismanna um svokallað lyklafrumvarp. Með því fengi skuldari þann rétt að geta skilað húsnæði sínu og fengið þar með allar þær skuldir sem á henni hvíla felldar niður. Fyrir þá sem eiga ekkert í húsnæði sínu og geta ekki staðið í skilum myndu slík lög breyta samningsstöðunni við fjár- málastofnanir. Ef ekki er hægt að semja um viðunandi greiðslubyrði getur skuld- arinn gripið til sinna ráða – rétt bank- anum lykilinn. Það jafnar samningsstöðu skuldara og fjármálastofnunar. Þetta úr- ræði myndi með öðrum orðum neyða fjármálastofnanir til að horfast í augu við þann vanda sem nánast gjaldþrota fólk er í og annaðhvort semja eða fella niður skuldir umfram verðmæti eignarinnar. Engar einfaldar lausnir Það eru engar einfaldar lausnir til á skuldavanda heimilanna. Í gegnum tíðina hafa miklar eignir færst með ógagn- sæjum hætti á milli fjármagnseigenda og skuldara hér á landi og sama hefur gerst milli kynslóða. Hin mikla skuldsetning sem nú hvílir á íslenskum heimilum gerir vandann erfiðari en áður. Lausnin á hon- um má ekki skapa önnur vandamál stærri og verri og ekki má gleyma því meginsjónarmiði að hver maður er ábyrgur fyrir sínum fjármálum. Aldrei verður hægt að leysa þessi vandamál þannig að allir verði ánægðir og eina varanlega lausnin felst í því að tekjur hækki, atvinnuleysið minnki og fasteignamarkaðurinn taki við sér. En við þurfum að horfast í augu við vanda þeirra sem nú eru verst staddir og finna skynsamleg og raunhæf úrræði fyrir þann hóp. Ef við gerum það ekki mun það koma í bakið á okkur. Eftir Illuga Gunnarsson » Áhyggjur mínar lúta einkum að þeim hópi sem þrátt fyrir niðurfærslu í 110% af verðmæti fast- eignar getur ekki staðið í skilum, eða rétt skrimtir við óþolandi þröngan kost. Illugi Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Gömul saga og ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.