Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 ✝ Íris Jónsdóttirfæddist í Reykjavík 6. apríl 1962. Hún lést á Landspítala Foss- vogi 11. febrúar 2012. Íris er dóttir hjónanna Jóns Sverris Níelssonar, f. 16. nóvember 1916, d. 29. apríl 2007, og Nönnu Re- nate Möller, 23. júlí 1936, d. 21. júlí 2007. Íris ólst upp á Helga- felli í Mosfellsbæ. Systkini Írisar eru: Erna Jónsdóttir, f. 6. júlí 1965, eig- inmaður hennar er Sigurgeir Guðjónsson. Börn Ernu eru Guðjón Viðar Sigurgeirsson og Sandra Dögg Sigurgeirsdóttir. Barnabarn Guðmundur Ragnar Guðjónsson. Auður Jónsdóttir, f. 27. júní 1967, barn Auðar er Jón Sverrir Jónsson. Íris ólst upp með börnum Jóns frá fyrra hjónabandi, Ríkharði og Unni. Íris giftist 31. mars 1990 Kristjáni Þór Valdimarssyni, f. 11. apríl 1955. Börn: Hrafnhildur Gísladóttir, f, 28. ágúst 1977. Börn hennar eru Ísak Máni Viðarsson, Rúrik Þór Esteves og Lísa Renate Möller. Ósk Krist- jánsdóttir, f. 3. febrúar 1986. Fyrir átti Kristján Þór Lúðvík Aron Kristjánsson, f. 2. september 1979. Sambýliskona Lúðvíks Arons er Lis Ruth Klörudóttir. Börn þeirra eru Karen Lind Lúðvíks- dóttir og Aron Logi Lúðvíksson. Fram eftir aldri stundaði Íris ýmis störf en síðustu ár helgaði hún líf sitt fjölskyldu sinni ásamt því sem hún lagði stund á hannyrðir og listmunagerð. Útför Írisar fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 20. febr- úar 2012, kl. 13. Elsku hjartans systir mín hún Íris er farin okkur frá. Hvað getur maður sagt? Ég er bara ekki búin að meðtaka þetta ennþá. Ég stend eftir, svo ótrú- lega sorgmædd og sár yfir því að þú skyldir vera tekin frá okkur svona langt fyrir aldur fram. Það er svo margt sem ég vildi hafa sagt og gert, en einhvern veginn gerði ég það ekki því ég taldi okk- ur hafa nægan tíma. Þær eru margar fallegar, skemmtilegar og fyndnar minn- ingarnar sem ég á og mun varð- veita. Minningar sem eiga eftir að kalla fram hlátur og grát. Þú varst svo listræn og mikil hand- verkskona, en um það bera verk- in þín vitni. Bútasaumsteppin sem þú lagðir svo mikla vinnu og ástúð í og gafst mér munu ávallt eiga sérstakan sess í hjarta mínu. Elsku Íris, ég kveð þig með sorg í hjarta. Þín er og verður ávallt saknað. Þín systir, Erna. Það er sárt að horfa á eftir elskulegri vinkonu, vinkonu til 30 ára. Eiginkonu, móður, stjúp- móður, ömmu, systur, frænku, traustri konu sem er fallin frá langt um aldur fram. Rétt tæpir tveir mánuðir í fimmtugsafmælið sem ég, partíljónið, var farin að gæla við að samfagna. Við Íris áttum báðar okkar uppvaxtarár í Mosfellssveit en vegna mikils aldursmunar á okk- ur, heilla þriggja ára, eru mínar fyrstu minningar um hana ekki fyrr en komið var á unglingsald- ur. Eru þær minningar tengdar skólasundmóti í Varmárlaug sem við tókum báðar þátt í. Íris, sem var smástelpa í mínum augum, var hörkusundkona og átti ég fullt í fangi með að hafa hana í keppni. Oftar en ekki hafði hún mig og var svolítið súrt að sætta sig við að litla stelpan hafði betur. Það var mörgum árum síðar sem leiðir okkar lágu saman aftur en þá leigði ég hjá Höskuldi vini hennar og var hún tíður gestur. Báðar vorum við einstæðar mæð- ur, hún með Hrafnhildi fjögurra ára og ég með Höllu á fyrsta ári. Með okkur tókst vinskapur sem hefur staðið síðan. Á þessum tíma var eitt af áhugamálunum að glugga í framtíðina í gegnum spil og var endalaust verið að leggja spil og slá upp stjörnu, oftar en ekki rættust spádómarnir, enda passað upp á að spádómurinn væri eitthvað sem hægt væri að henda reiður á. Merkilegast og mest spennandi þótti okkur þeg- ar dökkhærður karlmaður kom fram í spilunum umvafinn hjört- um. Þarna var hann Kristján „minn“ kominn og spilin sögðu að hann yrði hennar. Það var dásamlegt að fylgjast með hrifn- ingu Írisar. Enda Kristján ein- stakur maður. Hefur hann reynst Hrafnhildi vel og verið börnum hennar besti afi. Það leið ekki langur tími þar til Ósk fæddist, gullfalleg stúlka, dökk yfirlitum eins og pabbi hennar. Sannkölluð ósk foreldra sinna. Fyrstu sambúðarárin bjuggu þau í Kópavogi en síðar í Arn- artanganum. Íris og Kristján voru mjög samrýnd og samhuga um það sem sneri að fjölskyld- unni og heimilinu. Öllu sinnt af einstakri alúð og snyrtimennsku. Í nokkuð mörg ár hefur Íris átt við heilsuleysi að stríða sem hef- ur haft áhrif á daglegt líf en sjaldan hefur hún setið aðgerð- arlaus. Allt sem sneri að hann- yrðum lék í höndunum á henni og eru ótalmörg verkin sem hún skilur eftir sig. Þau verða þung sporin í dag þegar við kveðjum elsku Írisi okkar og biðjum við Siggi algóð- an Guð að vernda og styrkja elsku fjölskylduna. Við varðveit- um ljúfar samverustundir. Guðbjörg Magnúsdóttir. Við kynntumst Írisi í gegnum sameiginlegt áhugamál, handa- vinnu. Fyrir tæpum 20 árum skrifuðum við okkur, nokkrar konur með áhuga á bútasaum, á lista í Virku og upp úr því varð litli saumaklúbburinn okkar til. Við vorum ólíkar og á ólíkum aldri en brennandi áhugi á saumaskap batt okkur saman. Saumaklúbburinn okkar er hald- inn fyrsta þriðjudag hvers mán- aðar og alltaf hittumst við, sama hvað á dynur, þessi kvöldstund er okkur alveg heilög. Við í saumaklúbbnum höfum farið í margar skemmtilegar ferðir saman bæði í sumarbústað og sótt saumahelgar víða um land. Þá tókum við saumavélarn- ar og prjónana með okkur, nut- um félagsskapar hver annarar og kepptumst við að skapa falleg munstur úr litríkum bútunum og garni. Þar var oft mikið fjör, mik- ið saumað, hlegið og talað. Klúbburinn okkar fór líka saman til Bretlands fyrir nokkrum ár- um, á stóra textílsýningu. Kvöld- in, þegar komið var á hótelher- bergið, eru ógleymanleg og oft rifjuð upp í klúbbnum. Þá kom- um við saman í einu herberginu og hvolfdum úr pokunum til að sýna góssið sem við höfðum keypt um daginn á sölubásunum á sýningunni. Litríkur tvinni, glitrandi garnbútar, tölur, búta- saumsstikur, handavinnubækur, efnisbútar, snið; þetta var fjár- sjóðurinn okkar og við glödd- umst hver með annarri yfir fengnum og skiptumst á upplýs- ingum ef einhver okkar missti af einhverju spennandi á sýning- unni. Íris var lífsglöð, kát og skap- andi kona. Nál og prjónar léku í höndunum á henni og eftir hana liggur mikið af fallegum hlutum. Hún hafði óvenju gott auga fyrir litum og samsetningum og það var gott að leita til hennar og fá ráðleggingar. Íris hafði líka mikla gleði af því að miðla af eig- in þekkingu og var alltaf svo spennt að kenna okkur eitthvað nýtt sem hún hafði lært. Síðustu árin hefur okkur orðið tíðrætt um það í klúbbnum hvað okkur líður vel saman og hvað við erum lánsamar að eiga hver aðra og okkar skemmtilega og gefandi áhugamál. Við saumaklúbbsvinkonurnar erum mjög þakklátar fyrir að hafa kynnst Írisi og kveðjum yndislega vinkonu, sem kvaddi allt of snemma. Með sárum sökn- uði og þakklæti fyrir frábærar samverustundir kveðjum við þig, elsku Íris. Þú átt eftir að lifa með okkur áfram í hug og hjarta. Við sendum Kristjáni, Ósk, Hrafn- hildi og barnabörnunum hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Dagný, Erla, Hrönn, Katrín og Sigríður Björk. Íris Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku besta frænka mín þú sem ert svo rosa fín upp á himnum situr þú og með englunum ertu nú elsku besta frænka mín ég mun sakna þín. Þín frænka, Sandra Dögg. fjölskyldu sem þú og amma kom- uð á legg, fjölskylda sem heldur enn áfram að stækka. Yndislegar minningar af síðasta ættarmóti eigum við þegar þú sast í góðu yf- irlæti og horfðir yfir þessa stór- fjölskyldu og talaðir um hvað þetta væri nú ótrúlega mikið af fólki sem væri saman komið, allt afkomendur þínir og stoltið leyndi sér nú ekki í orðunum. Sögurnar sem þú sagðir okkur voru alltaf skemmtilegar og þú sagðir svo skemmtilega frá enda frá svo mörgu að segja eftir langa og góða ævi. Sagan um síðasta kúasmalann í Reykjavík gleymist seint og eru langafabörnin að segja hana áfram því það er ekki amalegt að eiga langafa sem var síðasti kúasmalinn í Reykjavík og fékk hafragraut að launum. Þetta þykir þeim ákaflega merkilegt og ekki að undra því það þótti okkur afabörnunum þínum líka. Takk fyrir þann tíma sem við fengum að eiga með þér, elsku afi okkar. Við minnumst þín með gleði og hlýju í hjarta okkar því þú ert okkur fyrirmynd um hvernig á að njóta lífsins og við vonum að ef við fáum að verða gömul þá verðum við alveg eins og þú. Kveðja, Karitas, Rakel Anna og Hrannar Jónasarbörn. Elsku Haukur afi, einu sinni vorum við saman í París og þá sá ég mann sem kunni að njóta stundarinnar. Hæglátur og kannski pínu feiminn birtist þú mörgum en þú varst ekki í vand- ræðum með að tjá þig við Frakk- ana þó að þú kynnir enga frönsku. Hvað átti að gera þegar búið var að kaupa dýrindis franskt rauðvín og við höfðum engan tappatogara? Þú varst ekki lengi að redda því með lát- bragðsleik og Frakkarnir heill- uðust af hispursleysi þínu, voila, flaskan var opnuð. Þrátt fyrir að vera hæglátur maður varstu samt svolítið grobbinn. Þú varst alla tíð lipur og léttur á þér og vissir af því. Nú nýlega þegar þú varst í hvíldarinnlögn á Hrafn- istu skildir þú ekkert í því af hverju allt þetta fólk væri með göngugrind, þú þyrftir ekki svona hjálpartæki, gætir auð- veldlega farið handahlaup. Fórst reglulega að synda í Sundhöllinni og í göngutúra. Iðulega á góð- virðisdögum spókaðir þú þig í miðbæ Reykjavíkur og kom fyrir að við rákumst á þig á einhverj- um af kaffihúsum bæjarins. Vild- ir alls ekki þiggja far heim þar sem þú ættir eftir að fara í Kola- portið og hefðir sko gott af því að ganga og taka strætó heim. Þú varst mikið Reykjavíkurbarn og sagðir oft frá því hvað borgin hefði mikið breyst frá því þú varst lítill drengur að reka kýr í Norðurmýrinni. Elsku afi, nú breytist margt með fráfalli þínu en ég er stolt af því að tillheyra þínum stóra hópi og ég veit að þú varst stoltur af hópnum þínum sem lifir áfram með minningar um þig og ömmu Guðríði. Vigdís Jóhannsdóttir. „Það er allt lífið framundan,“ var höfðinginn vanur að segja og nú veit hann það einn þar sem hann er í eilífðinni en lífið heldur áfram hjá okkur, heldur tóm- legra en áður. Það þyrlast upp minningar og minningabrot. Ég þakka fyrir að hafa fengið að hafa afa í lífi mínu í 41 ár, því hann var ekki bara skilningsríkur vinur minn án þess að segja of mikið, heldur leiðbeinandi, ferðafélagi, í matar- klúbbnum og konunglegur smið- ur minn. Það er af svo mörgu að taka í grósku minninganna að ég ætla aðeins að segja eina sögu sem lýsir svo vel þeirri nautn sem afi hafði af því að lifa. Þannig var að þegar ég var 35 ára og afi 86 ára ákváðum við ásamt Róberti, eig- inmanni mínum og Guðgeiri bróður mínum, að skella okkur til Lundúna til þess að halda upp á afmælið mitt. Við fórum strax á stjá þegar til heimkynna Betu Bretadrottn- ingar var komið og höfðum ekki gengið lengi þegar afi kom auga á enska krá sem seiddi okkur inn. Afa fannst bjórinn góður en þó ekki betri en sá íslenski en hann hafði gaman af því að upp- lifa hina bresku kráarstemningu. Áfram héldum við för og oft leiddi afi leiðangurinn. Við fórum með rauðum, tveggja hæða út- sýnisvagni og skoðuðum London en slíkur vagn þótti afa bresk snilld, rétt eins og svörtu leigu- bílarnir. Eftir að hafa fengið okkur síðbúna kvöldverði sett- umst við oft og tíðum á hótelbar- inn og ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Afi var nú alltaf tregur til að gefa upp stjórn- málaskoðanir sínar en viður- kenndi þó að vera gamaldags krati. Við fórum m.a. með göngu- garpinn og skoðuðum Sherlock Holmes-safnið og héldum sama kvöld upp á afmælið mitt með miklum veisluhöldum langt fram á nótt. Þar fór afi á kostum og laumaði inn hnyttnum athuga- semdum svo dátt var hlegið. Þegar vel var liðið á nóttina voru allir voru orðnir svolítið þreyttir og slæptir, nema afi. Við bjugg- umst því við að gamli maðurinn myndi sofa til svona tíu daginn eftir en klukkan níu er bankað á dyrnar: „Eigum við ekki að drífa okkur út.“ Okkur féllust hrein- lega hendur. Á hvaða orkutöflum var karlinn? Við höfðum hrein- lega ekki við honum. En það var því ekkert annað en að drífa sig út og við fórum geispandi, öll nema afi og skoðuðum Lundúna- kastalann. Eftir þá skoðunarferð reynd- um við að sannfæra gamla mann- inn um gildi þess að fá sér eft- irmiðdagslúr sem hann að lokum samþykkti, treglega þó. Við brenndum þá upp á hótel, allir komnir upp í rúm og sáu fram á langþráða hvíld í einn til tvo klukkutíma. En eftir tíu mínútna kríu var bankað á dyrnar: „Ég er ekki kominn til Lundúna til að leggja mig. Ég ætla að sjá Betu í Buckingham-höll.“ Það var skot- ið á skyndifundi og við litum öll bænaraugum á hvert annað þar til Róbert tók af skarið og ákvað að fara með afa í göngutúr til hennar Betu þar sem þeir lentu í miðri riddaraskrúðgöngu og alle sammen að sögn afa og fannst við lúrararnir hafa misst af miklu. En dásamlegri ferð lauk með því að við misstum næstum því af flugvélinni. Það fannst afa ekki fyndið en það skal samt engan undra að hann leiddi hlaupahóp- inn að vélinni. Þegar hún svo lenti á brautinni í Keflavík vor- um við svo stolt af því að eiga ótrúlegasta afa og tengdaafa í heimi. Elsku afi minn, hjartans þakk- ir fyrir allt og allt. Þú fylltir líf mitt bæði gleði og gæfu. Unnur Hrefna Jóhannsdóttir. Elsku langafi minn. Rosalega eru minningarnar um þig og ömmu Gauju mér kær- ar. Þá man ég aðallega eftir að hafa verið í pössun hjá ykkur, þú með risastór krúttleg gleraugu og hún í vínrauða flauelsgallan- um – að ógleymdum sleikipinn- unum sem þú laumaðir að mér úr stóra „sleikjópokanum“. Lífsglaðari mann en þig var ekki hægt að finna og allur af- komenda-skarinn þinn ávallt vel- kominn. Þú stundaðir sund af kappi eins og ólympíuleikmaður enda Valsari í húð og hár og þessa kosti þína, jákvæðni og drifkraft, mun ég taka mér til fyrirmyndar allt mitt líf. Hvíl í friði, elsku afi, með ömmu Gauju nú þér við hlið. Þín Petra. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR SCH. THORSTEINSSON, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést sunnudaginn 12. febrúar. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðju- daginn 21. febrúar kl. 15.00. Sigmundur Guðmundsson, Bergþóra Sigmundsdóttir, Gunnar V. Johnsen, Egill Þ. Sigmundsson, Petra Lind Einarsdóttir, Björg Sigmundsdóttir, Már Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar ✝ Elskuleg eiginkona mín, MARÍA JÓNSDÓTTIR, Furulundi 3a, Akureyri, andaðist á öldrunarheimilinu Hlíð 17. febrúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Aðalsteinsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR HELGI FRIÐJÓNSSON, Háabarði 5, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Karitas. Katla Þorkelsdóttir, María Ólafsdóttir, Þorkatla Ólafsdóttir, Kári Vigfússon, Hulda Ólafsdóttir, Jóhannes Þór Sigurðsson, Sólrún Ólafsdóttir, Olgeir Gestsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.