Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla mánudaga Marta María ræðir við einstaklinga sem glímt hafa við offitu og haft betur í baráttunni. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mörg þúsund manns tóku þátt í mót- mælum í Aþenu í gær gegn aðhalds- aðgerðum stjórnvalda en þær eru meðal skilyrða þess að evrulöndin veiti Grikkjum fyrirhugaða aðstoð upp á 130 milljarða evra. Í breska blaðinu Telegraph segir að fjármála- ráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, þrýsti á um að Grikkir lýsi sig gjaldþrota. Fjármálaráðherrar Evrópusam- bandsins munu hittast á fundi í dag til að ræða stöðu viðræðnanna um skuldaniðurfellingu en gert er ráð fyrir að erlendir bankar afskrifi um 70% af lánum til Grikkja. Fjöldi Grikkja hefur þegar tekið út inni- stæður sínar í innlendum bönkum. Bretar standa utan við evrusamstarf- ið og Ed Balls, sem fer með fjármál í skuggastjórn Verkamannaflokksins, segir útilokað að Bretar muni taka upp evru næstu árin. Hann gagnrýnir Þjóðverja fyrir að axla ekki þá ábyrgð sem fylgi gjaldmiðilssamstarfinu. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist í viðtali við BBC í gær skilja rök þeirra Grikkja sem vildu einfaldlega skera á tengslin við evruna, vildu að þjóðin tæki málin í sínar eigin hendur. En erfitt gæti reynst fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið jafnvel þótt þeir vildu. Þeir ættu ekki tilbún- ar birgðir af gömlum drökmum sem þeir gætu dreift í stað evruseðla. Ekki væri fyrir hendi nein lagastoð fyrir því að ríki hætti nota evruna en fengi áfram að vera í ESB. „Það voru ekki hafðar útgöngudyr á evrunni svo að það er ekki auðvelt að losna,“ sagði Hague. Þrýst á Grikki um að fara í gjaldþrot?  Hague segir erfitt fyrir ríki að segja skilið við evruna „Það voru ekki hafðar útgöngudyr á evrunni svo að það er ekki auðvelt að losna.“ William Hague. Kjötkveðjuhátíð í Bólivíu Reuters Trú og skemmtun Dansari í hópnum Fraternidad La Diablada tekur þátt í kjötkveðjuhátið í borginni Oruro, um 200 km sunnan við höfuðborgina La Paz í Bólivíu, um helgina. Þar búa um 200 þúsund manns og stunda margir borgarbúar námugröft og ýmiss konar viðskipti. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Benedikt páfi 16. tilnefndi í gær 22 nýja kardínála við hátíðlega athöfn í Péturskirkjunni í Róm. Verða því alls 125 menn í kardínálahópnum sem kýs næsta páfa. Skilyrðið er að þeir séu undir áttræðu og 18 af nýju kard- ínálunum fullnægja því. „Nýju kardínálunum er treyst fyrir því að þjóna kærleikanum, gagnvart Guði, gagnvart kirkju hans, algjörum og skilyrðislausum kær- leika gagnvart bræðrum sínum og systrum, þeir eiga jafnvel að fórna lífi sínu ef nauðsyn krefur,“ sagði páfi í ræðu sinni. Um 1300 milljónir manna til- heyra kaþólsku kirkjunni sem vex hratt í þróunarlöndunum. Tveir nýju kardínálanna eru frá Bandaríkjunum og einn frá Kanada. Timothy Michael Dolan frá New York andmælti þegar einn af gömlu kardínálunum sagði New York vera „höfuðstað verald- arhyggju“. Því færi fjarri, íbúar hennar væru afar trúræknir. Dolan predikaði á föstudag og ræddi þá um þörfina á nýju trúboði meðal þeirra sem hneigðust til ver- aldarhyggju. En þegar útvarp Páfa- garðs spurði matgæðinginn Dolan hverju heimsóknin til Rómar myndi bæta við líf hans svaraði hann glettn- islega: „Svona tíu pundum!“ Tilnefnir nýja kardínála  Aðeins þeir sem eru undir áttræðu mega kjósa næsta páfa AP Nýr Einn af kardínálunum 22, Tim- othy Michael Dolan frá New York. Upplýsingaleki » Páfagarður hefur að und- anförnu strítt við upplýs- ingaleka. Ítölsk sjónvarpsstöð birti í janúar bréf frá erkibisk- up til páfa þar sem ýjað var að fjármálaspillingu í Páfagarði. » Dolan kardínáli sagði að þörf væri á meiri upplýs- ingagjöf og að menn tækju ábyrgð á gjörðum sínum. Meiri leynd væri ekki lausnin. Bandaríkjamenn nota mikið af olíu og flytja megnið af henni inn frá öðrum ríkjum. Vill Barack Obama forseti leggja ofur- áherslu á að nýta innlendar orku- lindir. Geysilegt magn af jarðgasi er til í landinu. Sadí-Arabar ráða yfir mestum ol- íulindum í heiminum en Obama sagði í ræðu í janúar að Bandaríkin væru „Sádi-Arabía jarðgassins, við eigum heilmikið af því“. Hvetja ætti skipafélög og aðra stórnotendur á olíu til að nota fremur gas til að gera þjóðina minna háða innfluttri olíu. Umrætt jarðgas er oftast blandað möl og nýtt með aðferð sem nefnist á ensku „fracking“. Þá er dælt miklu vatni, blönduðu ýmsum efnum, niður í gaslögin undir miklum þrýstingi og afleiðing er mikið af menguðu vatni sem sumir óttast að geti spillt um- hverfinu. Að sögn L. A. Times eru lindirnar víða undir skógum, ökrum og borgum. Eru oft harðar deilur milli íbúa á svæðunum um gasvinnsl- una. Sumir vilja taka áhættuna en aðrir vilja fara varlega. kjon@mbl.is Deilt um jarðgas- vinnslu  Bandaríkjamenn eiga geysimiklar birgðir Barack Obama Liðsmenn rann- sóknarstofnunar í öldrun í Balti- more í Bandaríkj- unum álíta að reglubundnar föstur geti átt þátt í að verja heilann fyrir hrörnunar- sjúkdómum eins og Alzheimer og Parkinsonsveiki, að sögn Guardian. Mark Mattson prófessor sagði að allt benti til þess að það hefði jákvæð áhrif að minnka neysluna í 500 hita- einingar tvo daga í viku. Síðan ætti fólk að borða vel hina fimm dagana. Fram kemur að vísindamenn hafi um hríð vitað að hægt sé að lengja lífið með því að fækka hitaeiningum í fæðinu. Það hafi tilraunir á rottum og músum sýnt. kjon@mbl.is Tíðar föstur góðar gegn Alzheimer Vatn - og kannski dálítið brauð. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Arababandalagið eykur stöðugt þrýstinginn á Bashar al-Assad Sýr- landsforseta um að fara frá völdum og í gær ákváðu Egyptar að kalla heim sendiherra sinn í Sýrlandi í mótmælaskyni við hrottaskap stjórnar Assads. Viðskiptalegar refsiaðgerðir Vesturveldanna valda einnig Sýrlendingum miklum vanda og einn af þekktustu kaupsýslu- mönnum landsins, Faisal al-Qudsi, segir í viðtali við breska ríkisútvarp- ið, BBC, að efnahagurinn sé að lam- ast. „Stjórnkerfið er smám saman að liðast í sundur og er horfið í borgum eins og Homs, Idlib og Deraa,“ sagði Qudsi. Dómstólar störfuðu ekki lengur og lögreglan léti glæpamenn óáreitta. Eftir að uppreisnin hófst hefði ferðaþjónusta í landinu hrunið og olíuframleiðsla dregist mjög sam- an, þreytu væri farið að gæta hjá hernum. Mótmæli nálægt forsetahöllinni í Damaskus Nokkur hundruð manns efndu í gær til mótmæla í höfuðborginni Da- maskus gegn ríkisstjórn Assads enda þótt leyniskyttur stjórnvalda hiki ekki við að skjóta á slíka hópa. Mótmælendurnir í gær voru flestir úr miðstéttarhverfinu Mazzeh sem er skammt frá forsetahöllinni. Einn féll á laugardag þegar skotið var á líkfylgd í Mazzeh og 20 að auki munu hafa fallið annars staðar í landinu. „Ég vona að Assad forseti opni gluggann á skrifstofu sinni og sjái hvernig Damaskus-búar hrópa slag- orð gegn honum og stjórn hans,“ sagði 22 ára gamall háskólanemi. Ör- yggislögreglan var með mikinn við- búnað í hverfinu í gær en ríkissjón- varp landsins sýndi viðtöl við íbúa sem sögðu að allt væri með eðlileg- um hætti. Nýjasta ráð stjórnvalda í barátt- unni við andófsmenn er að sögn sænska blaðsins Dagens Nyheter að láta flugumenn undir fölsku flaggi hefja netsamskipti við andófsmenn og skiptast á gögnum. En í gögnum sem þeir senda eru tölvuveirur sem ráðast á tölvuskeyti og Fésbókar- færslur viðtakandans. Efnahagur Sýrlands að lamast Umdeildir alavítar » Assad og valdaklíka hans er úr trúflokki alavíta sem flestir múslímar segja villu- trúarmenn. Alavítar eru um 12% íbúa Sýrlands. » Alavítar trúa á end- urholdgun, fara ekki í mosku, fasta ekki á ramadan og halda jól hátíðleg, leyfa áfengi og konur þeirra bera ekki blæjur. » Þeim var fram á síðustu áratugi bannað að búa í borg- um Sýrlands og voru valda- lausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.