Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 29
Margrét Helga Jóhannesdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki. Theodór Júlíusson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki. Þóra Arnórsd. og Svavar Halldórss. Addi Fannar og Yesmine Olsson. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Örn Þórisson ornthor@mbl.is Von er á tveimur jöfrum djass- tónlistar til Íslands til tónleikahalds. Píanóleikarinn Chick Corea og víbra- fónleikarinn Gary Burton, báðir margfaldir Grammy-verðlaunahafar, halda tónleika í Hörpu 24. apríl. Þetta eru sannarlega risar í djasstónlist síðustu áratuga, menn sem jafnan eru í mestu hávegum hafðir fyrir túlkun og spilamennsku á hljóðfæri sín. Bæði Burton og Corea slógu í gegn snemma á ferlinum og nutu e.t.v. mestrar listrænnar velgengni á átt- unda áratug síðustu aldar þegar þýska útgáfufyrirtækið ECM gaf út fjölmargar plötur þeirra með alls konar hljómsveitum og einstakl- ingum. Gary Burton sló í gegn ungur að árum þegar hann var valinn djass- ari ársins hjá Down Beat-tímaritinu árið 1968, aðeins 25 ára gamall. Sjálf- lærður víbrafónleikur Burtons er ótrúlega tæknilegur; engu líkara en fleiri en einn séu að leika á víbrafón- inn í sumum lögunum. Tilfinn- inganæmi Burtons er mikið og sjálfur segist hann vera undir mestum áhrif- um frá píanóleikaranum Bill Evans. Á löngum tónlistarferli hefur Gary Burton gefið út yfir 60 plötur undir eigin nafni, þar af fjölmargar kvart- ettplötur, þar sem með Burton léku oftast bassasnillingurinn Steve Swallow og ýmsir gítar- og trommu- leikarar. Komið víða við Píanóleikarinn Chick Corea státar einnig af löngum og fjölbreyttum ferli sem hljóðfæraleikari, lagahöf- undur og hljómsveitarstjóri. Hann byrjaði snemma að leika á píanó en vakti fyrst athygli þegar hann settist í stól Herbies Hancocks í kvintett Mi- les Davis árið 1968. Miles var þá að þreifa mikið fyrir sér í raftónlist og fönktónlist. Þar gegndi rafmagns- píanóleikur Chicks Corea stóru hlut- verki og er hann áberandi á tíma- mótaplötum Miles Davis; In Silent Way og Bitches Brew. Eftir örlagaríka veru í sveit Miles Davis hóf Corea sinn eiginlega sóló- feril, sem meðlimur framúrstefnu- djasssveitarinnar Circle, ásamt Ant- hony Braxton og Dave Holland. Á áttunda áratugnum leiddi hann hljómsveitina Return to Forever, fyrst í latínuskotnum djassi með hjónunum Airto Moreira og söngkon- unni Floru Purim. Eftir tvær frábær- ar plötur sneri Corea aftur með raf- magnsútgáfu af RTF sem var ein af vinsælustu og áhrifamestu fusion- hljómsveitum samtímans ásamt Weather Report og Mahavishnu Orc- hestra. Bassaleikarinn Stanley Clarke, sem hafði leikið með Chick í fyrri útgáfum, tók upp rafbassann, en við bættust Lenny White á trommur og Al Di Meola á gítar. Corea sjálfur lék á rafmagnspíanó og synthesizera. Að lokinni nokkurra ára fusion- spilamennsku sneri Chick baki við rafmagninu og hóf aftur að spila á órafmagnað píanó við mikla gleði margra aðdáenda eldri platna hans. Hefur hann komið víða við á síð- ustu árum, haldið úti sveitum með rafmagnaðri og órafmagnaðri tónlist, spilað eftirtektarverða dúetta með Herbie Hancock, Bela Fleck og Gary Burton og daðrað við klassíska tón- list. Chick Corea á ættir að rekja til Spánar og Sikileyjar og er tónlist hans oft og iðulega undir miklum áhrifum frá suðrænni tónlist. Lang- frægasta lagasmíð hans heitir einmitt Spain og er vinsælt lag á verkefna- skrá djassleikara víða um heim. Samstarf Corea og Burtons hófst með útgáfu dúettplötunnar Crystal Silence árið 1972, sem ECM-útgáfan framleiddi á sínum bernskuárum. ECM gaf líka út Duets árið 1978 og tónleikaplötu tekna upp í Zürich 1979. Þessar þrjár plötur eru allar frábærar og kennileiti í næmu sam- spili píanós og víbrafóns. Árið 2008 tóku þeir félagar upp þráðinn og gáfu út tveggja geisladiska pakkann The New Crystal Silence, en auk dúetta þeirra lék sinfóníuhljómsveit Sydn- eyborgar með þeim. Þessi nýja út- gáfa gefur gömlu plötunum ekkert eftir í listrænum gæðum og sýnir vel metnað beggja. Djasstónlist Garys Burtons og Chicks Corea er tímalaus, áheyrileg og krefjandi í senn, geysi- lega tæknileg en þó tilfinningarík þegar best lætur. Gary Burton heim- sótti Ísland með kvartett sínum árið 1983 en Chick Corea kemur hingað til lands í fyrsta sinn í tilefni tónleik- anna, sem telja verður til stærstu djasstónlistarviðburða á árinu. Stórstjörnur djassins koma til landsins Tónleikar Chick Corea og Gary Burton saman á sviði en þeir munu spila fyrir aðdáendur sína í Hörpunni 24. apríl.  Chick Corea og Gary Burton spila í Hörpu í apríl Píanóleikur Chich Corea er þekkur fyrir túlkun sína á tónlistinni. Michael Davis, bassaleikari hljómsveitarinnar MC5, dó á föstudaginn eftir mánaða baráttu og meðferð við lifr- arsjúkdómi að sögn konu hans Angelu Davis. Michael Davis leysti af hólmi upprunalegan bassaleikara MC5, Pat Burrows, eftir að Rop Tyner, söngvari bandsins, uppgötvaði Michael og féll fyrir einstökum stíl hans sem tónlistarmanns. MC5, sem stendur fyrir „Motor City Five“ til heiðurs bílaborginni og heimabæ hljóm- sveitarinnar Detroit, var stofnuð árið 1964 en skaust upp á stjörnuhimininn með plötunni Kick Out the Jams sem kom út árið 1969. Sveitin hætti að spila árið 1972 en kom aftur saman árið 2004 og tók þá Handsome Dick Manitoba við sem söngvari hljómsveitarinnar en Rop Tyner dó árið 1991. Árið 2006 lenti Michael Davis í mótorhjólaslysi og slasaðist illa á baki. Eftir slysið ákváðu hann og konan hans, Angela Davis, að stofna góðgerðarsamtök sem styðja við tónlistarkennslu í op- inberum skólum í Bandaríkjunum. Hann skilur eftir sig eiginkonu sína, þrjá syni og eina dóttur Bassaleikari MC5 dó á föstu- daginn eftir mikil veikindi Tónleikar Michael Davis mundar bassann á sviði með hljómsveitinni MC5. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 THIS MEANS WAR LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10 SAFE HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.30 L CHRONICLE KL. 6 - 8 - 10 12 CONTRABAND KL. 8 - 10.30 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THIS MEANS WAR KL. 8 - 10 14 SAFE HOUSE KL. 10 16 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.40 10 SÁ SEM KALLAR KL. 6 L FRÁBÆR GRÍNHASARMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EP1 3D ÓTEXTUÐ KL. 6 - 9 10 SAFE HOUSE KL. 8 - 10.30 16 THE DESCENDANTS KL. 5.30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L TOTAL FILMBOXOFFICE MAGAZINE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.