Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er rosalega föst í Big Spring með Helga Jóns- syni – það er hin fullkomna plata. Ég er líka búin að vera að hlusta á Old Ideas, nýjustu afurð Leonard Cohen og hann kemur mér sífellt á óvart. Snillingur! Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Þetta má ekki! Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna! Head on the Door með The Cure er epísk, Murder Ballads með Nick Cave and the Bad Seeds er magnað tónlistarverk, Fulfillingness’ First Finale með Stevie Wonder er stórkostleg og Vs. með Pearl Jam er miklu betri en Ten. Já, ég sagði miklu betri! Verð ég þá ekki að láta Big Spring á listann líka þar sem ég var að segja að væri hin fullkomna plata? Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Það var plata sem var á tilboðinu 2 fyrir 2.000 í plötubúðinni í Mjódd þegar ég var ellefu ára – Stevie Wonder Greatest Hits. Ein af mörgum Greatest Hits-plötum sem hafa verið gefnar út í hans nafni. Þetta var ást við fyrstu hlustun og síðan þá hef ég sankað að mér flestu sem þessi mikli meistari hefur gefið út. Ég man ekkert hver hin platan var enda féll hún fljótt í skugga meistarans. Fyrsta platan sem ég eignaðist, minnir að ég hafi fengið hana í afmæl- isgjöf, var hins vegar Stjórnin með samnefndri hljómsveit. Hún er gjörónýt í dag eftir geysimikla spilun. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Croucie D’ou La með Emil- íönu Torrini á alltaf sérstakan stað í hjarta mínu sem og Ríó Tríó-kassettan sem ég fékk þeg- ar ég var fimm ára og man ekki hvað heitir. Það var gert mikið grín að mér um daginn þegar ég afhjúpaði það leyndarmál að ég var einu sinni bálskotin í Helga Pé. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Nick Cave. Hann er kóng- urinn! Hvað syngur þú í sturtunni? Kærasta mínum til mikils ama hef ég verið að raula Evr- óvisjónslagarann „Stattu upp“ með Bláum ópal í tíma og ótíma síðustu daga. Annars stendur „Crazy Love“ með Van Morrison alltaf fyrir sínu. Og „Með þér“ með Bubba. Já, það leynist rómantíker þarna einhvers staðar. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Bonnie Tyler, þá sérstaklega „Total Eclipse of the Heart“. Ef ég öskra nógu hátt get ég sannfært mig um að ég sé frá- bær kraftballöðu- drottning þegar ég í raun er bara með- al-raulprinsessa. Beyonce á líka alltaf vissan sess í mínu partíhjarta. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Van Morrison, Fleet Foxes, Bright Eyes – þá nær eingöngu First Day of My Life, eitt fallegasta lag sem til er og The Cardigans. Kanadíski krúnarinn Micheal Buble nær svo alltaf að bræða hjarta mitt. Í mínum eyrum Lilja Katrín Gunnarsdóttir Nick Cave er kóngurinn! Morgunblaðið/Kristinn Nick Cave Tónlistarsmekkur Lilja Katrín Gunnars- dóttir raular Evróvisjón lög í sturtunni. » Útför WhitneyHouston var gerð frá New Hope Bapt- ist Church í New Jersey á laugardag- inn en þar hóf Hou- ston sinn söngferil sem barn. Athöfnin tók tæpar fjórar klukkustundir því nokkuð var um ræð- ur og tónlistaratriði. Houston var svo jarðsett í gær. Whitney Houston lögð til hinstu hvílu Söngkonan Alicia Keys söng lagið Send Me an Angel í jarðarförinni. Söngvarinn góðkunni Stevie Wonder hélt stutta ræðu í athöfninni. Að athöfn lokinni var kistan flutt í kirkjugarðinn. Hún var jarðsett í gær að viðstöddum nánustu ættingjum. Aðdáendur Houston söfnuðust saman skammt frá kirkjunni og sungu þekktustu lög hennar. AP Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina í ár en rósin er viðurkenning fyrir afburða menningarverkefni á lands- byggðinni. Eyrarrósin var afhent við athöfn á Bessastöðum en það var Dorrit Moussaieff forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti hana. Fjölmennt var við athöfnina en auk afhending- arinnar kynnti Hrefna Haralds- dóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Eyrarrósina og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Eyrarrósinni fylgir 1,5 milljóna styrkur og verð- launagripur eftir Steinunni Þór- arinsdóttur. Verðlaun Verðlaunahafar Eyrarrósarinnar ásamt Dorrit Moussaieff. Eyrarrósin afhent á Bessastöðum Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Fim 8/3 kl. 19:30 18.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 síð.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Mið 14/3 kl. 15:00 AUKAS. Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fim 1/3 kl. 19:30 Forsýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 2/3 kl. 19:30 Forsýn Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 3/3 kl. 19:30 Frums Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Frumsýnt 3. mars Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 24/2 kl. 19:30 Frums. Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn Mið 29/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt 24.febrúar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 26/2 kl. 13:30 Sun 26/2 kl. 17:00 AUKAS. Sun 4/3 kl. 15:00 Sun 26/2 kl. 15:00 Sun 4/3 kl. 13:30 Hjartnæm og fjörmikil sýning Sjöundá (Kúlan) Lau 25/2 kl. 19:30 Fim 8/3 kl. 19:30 Fim 15/3 kl. 19:30 Sun 4/3 kl. 19:30 Mið 14/3 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá Eldhaf – „Afar sterk sýning“ – KHH, Ftími Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Lau 17/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 31/3 kl. 20:00 lokas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið og Menningarhúsinu Hofi) Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Fös 16/3 kl. 22:00 Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Í Borgarleikhúsinu í febrúar og Hofi í mars Eldhaf (Nýja sviðið) Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Sun 11/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Fim 15/3 kl. 20:00 Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Sun 18/3 kl. 20:00 Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 8/3 kl. 20:00 Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Fös 9/3 kl. 20:00 Ath! Snarpur sýningartími. Sýningum lýkur í mars Axlar - Björn (Litla sviðið) Lau 25/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Sun 26/2 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fim 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Sun 11/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2 Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 25/2 kl. 13:00 5.k Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 18/3 kl. 13:00 Lau 25/2 kl. 14:30 aukas Sun 4/3 kl. 14:30 Sun 25/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 14:30 Sun 11/3 kl. 14:30 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Mið 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Sun 26/2 kl. 20:00 4.k Lau 10/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.