Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012
Sudoku
Frumstig
4 5 7 9
5 7 2 4
3 9 6
1
6 7
2 3 1 6
4 5 3
9 6 4 2
2 9
3 7 5
1 4 2
8 5 7 9
7 4 3
2 7 8 5
4 8
5 4
9 2
8 9
8 4 7 5
6 3
7 2 5 1 8 9
9
5 7 2
1 3 6
5
4 7
4 9 6 5 3 7 2 1 8
5 7 3 1 2 8 9 6 4
8 1 2 9 6 4 7 3 5
6 3 5 8 1 2 4 7 9
7 4 1 6 5 9 8 2 3
2 8 9 4 7 3 6 5 1
1 5 4 2 8 6 3 9 7
9 6 7 3 4 5 1 8 2
3 2 8 7 9 1 5 4 6
9 2 8 3 7 1 5 6 4
4 3 6 5 2 9 8 7 1
7 1 5 8 4 6 3 2 9
2 4 3 9 6 8 1 5 7
8 6 9 7 1 5 2 4 3
1 5 7 2 3 4 9 8 6
6 9 2 1 8 7 4 3 5
5 8 4 6 9 3 7 1 2
3 7 1 4 5 2 6 9 8
3 1 7 8 9 2 6 5 4
4 8 2 6 3 5 9 1 7
6 9 5 7 4 1 2 3 8
8 4 3 2 7 9 1 6 5
2 6 1 5 8 4 7 9 3
5 7 9 1 6 3 8 4 2
1 5 4 9 2 7 3 8 6
9 2 6 3 5 8 4 7 1
7 3 8 4 1 6 5 2 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 20. febrúar,
51. dagur ársins 2012
Orð dagsins: Þú hefur elskað réttlæti
og hatað ranglæti. Því hefur Guð,
þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu
fram yfir þína jafningja. (Hebr. 1, 9.)
Víkverja var öllum lokið nú á dög-unum þegar hann sá að enn og
aftur ætti frostið að fara að hellast
yfir okkur af fítonskrafti. Bláar
tveggja stafa tölur í Reykjavík og það
í miðjum febrúar. Hver ber eiginlega
ábyrgð á þessu? er ekki viðtekin
venja að fimmtánda febrúar séu
nagladekkin tekin undan, slökkt á
hitanum í bílastæðinu og á ofnunum,
grillið rifið út og að lokum er borið á
pallinn?
x x x
Víkverji er líka alltaf jafn hissa áviðbrögðum kaupmanna við
nokkrum þeim breytingum sem gera
á á heilögu kúnni Laugavegi. Hingað
til hef ég ekki merkt að göngugötu-
væðing, framkvæmdalokanir né önn-
ur uppbrot á hinu þrásætna „normi“
hafi orðið til að ganga frá Laugaveg-
inum, heldur má merkja að þessir
hlutir hafi jafnvel orðið til að auka
meðvitund fólks um hvaða verslanir
eru þar. Nokkuð víst er að hækkun
stöðumælagjalda mun ekki verða
þess valdandi að verslunareigendur
sjái sig nauðbeygða að loka versl-
ununum og flytja sig í Kringluna.
Þeir ættu kannski að prófa að búa við
stöðumælalausa götu í 101 og fá aldr-
ei stæði heima hjá sér af því að kaup-
menn og starfsfólk þeirra hreinlega
verður að koma á bílnum í bæinn.
x x x
Annað sem vekja mætti athygli áþegar kemur að bílastæðavand-
anum er að þeir íbúar miðbæjarins
sem búa við þann „lúxus“ að vera með
gjaldfrjáls stæði fyrir utan fá ekki frí-
an aðgang að þeim gjaldskyldu stæð-
um sem eru í nágrenninu, þannig að
þegar gestir miðbæjarins þurfa endi-
lega að koma keyrandi á svæði þar
sem vitað er að ríkir gjaldskylda en
tíma ekki að borga fyrir stæðið eru
íbúarnir settir í talsverðan vanda.
Hvernig ætli íbúum Frostafoldar eða
Reyrengis þætti að þurfa iðulega að
labba 300 metra til og frá bílnum, því
einhver lagði fyrir utan dyrnar hjá
þeim til að spara sér einhverja hundr-
aðkalla á meðan hann er í vinnunni
sem er í fjögurra gatna fjarlægð?
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 kaupstaður, 8 rán-
dýrs, 9 skreyta, 10 keyra, 11
skyldur, 13 horaðan, 15
stjakaði við, 18 sjá eftir, 21
rödd, 22 hristist, 23 tré, 24
reipið.
Lóðrétt | 2 óhæfa, 3 sleifin,
4 naddar, 5 þolir, 6 kjáni, 7
hljóp, 12 veiðarfæri, 14
vinnuvél, 15 klár, 16 dýrin,
17 spjald, 18 syllu, 19 yf-
irhöfnin, 20 forar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skart, 4 knött, 7 yndis, 8 lævís, 9 afl, 11 töng, 13 gróa,
14 ennin, 15 bugt, 17 ýsan, 20 far, 22 rolla, 23 ormur, 24 Seifs,
25 kenni.
Lóðrétt: 1 skylt, 2 aldan, 3 tása, 4 koll, 5 örvar, 6 tíska, 10 funda,
12 get, 13 gný, 15 barms, 16 galti, 18 Símon, 19 nærri, 20 fans,
21 rokk.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Fúlasta alvara.
Norður
♠83
♥963
♦ÁKDG9
♣D63
Vestur Austur
♠KG9652 ♠ÁD104
♥-- ♥Á74
♦87542 ♦1063
♣108 ♣KG7
Suður
♠7
♥KDG10852
♦--
♣Á9542
Suður spilar 5♥.
Ungverjinn Géza Ottlik (1912-90)
var ævintýralegur spilasmiður. Vestur
kemur út með ♠2 gegn 5♥, sagnhafi
setur þristinn úr borði og austur lætur
fjarkann! Er þetta grín?
Nei. Eina vörnin sem bítur er að
gefa suðri fyrsta slaginn á ♠7. Austur á
nógu gott tromp til að halda blindum
úti í kuldanum og á endanum fær vörn-
in þrjá slagi – einn á ♥Á og tvo á lauf.
En af hverju má ekki taka slag á spaða
í byrjun? Skoðum það. Segjum að aust-
ur taki á ♠Á í fyrsta slag og spili meiri
spaða. Suður trompar með tíu, spilar
♥8 og yfirtekur með níu. Austur drep-
ur tilneyddur, en kemst nú ekki hjá því
að hleypa sagnhafa inn í borð.
Tilgangurinn með því að gefa fyrsta
slaginn er að geyma útgönguleiðina á
spaða til betri tíma.
20. febrúar 1882
Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta
íslenska kaupfélagið, var
stofnað að Þverá í Laxárdal að
frumkvæði Jakobs Hálfdan-
arsonar.
20. febrúar 1902
Sambandskaupfélag Þing-
eyinga var stofnað. Nafni þess
var breytt í Samband ís-
lenskra samvinnufélaga, SÍS,
árið 1910. Starfseminni lauk
að mestu leyti árið 1992.
20. febrúar 1911
Fiskifélag Íslands var stofnað
til að „styðja og efla allt það er
verða má til framfara og um-
bóta í fiskveiðum Íslendinga“.
20. febrúar 1941
Óperettan Nitouche var frum-
sýnd hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur, í samvinnu við Tónlistar-
félagið. Lárus Pálsson og
Sigrún Magnúsdóttir fóru með
aðalhlutverkin. „Þótti sýn-
ingin ein hin glæsilegasta sem
hér hefur sést,“ sagði Morg-
unblaðið. Þetta varð vinsæl-
asta óperettusýning Leik-
félagsins.
20. febrúar 1943
Skömmtun hófst á bensíni.
Eigendur smábifreiða fengu
1,5 lítra á dag. Jafnframt var
hámarkshraði lækkaður í 45
km á klst. til að spara slit á
hjólbörðum.
20. febrúar 1991
Þyrla frá Landhelgisgæslunni
bjargaði átta manna áhöfn
Steindórs sem strandaði við
Krýsuvíkurberg.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Ætli ég fari ekki í vinnuna, eins og ég er vanur,“
segir Eyvindur Magnús Jónasson, bóndi á Kjóa-
stöðun I í Biskupstungum, um áform fyrir afmæl-
isdaginn en hann verður sextugur í dag. Hann tekur
fram að haldið hafi verið veglega upp á fimmtugs-
afmælið og það verði að duga enn um sinn.
Magnús vinnur hjá smíðafyrirtæki í Reykholti
enda hætti hann að mestu búskap fyrir allmörgum
árum, fyrst með kýrnar og síðan þurfti að skera féð
vegna riðu. Aftur eru þó komnar kindur í Kjóastaði
og heldur Magnús því starfstitlinum og skráir sig sem bónda í síma-
skránni en hvorki smið né leikara þótt hann hafi tekið þátt í eft-
irminnilegum leiksýningum í sveitinni.
Magnús á Kjóastöðum hefur farið á fjall fyrir Tungnamenn frá tólf ára
aldri, öll árin nema þrjú, eða alls í 45 skipti í fyrsta safn. „Þetta er bakt-
ería sem erfitt er að losna við. Það er svolítið strembið að vera á hestbaki
í viku, í öllum veðrum, en ekki eru vandræði að fá mannskap því þetta er
eftirsótt starf.“
Magnús er fæddur og alinn upp á Kjóastöðum, í sextán systkina hópi.
Sjálfur er hann kvæntur Kristínu Ólafsdóttur og á fimm uppkomin börn.
helgi@mbl.is
Eyvindur Magnús Jónasson sextugur í dag
Úr sextán systkina hópi
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Flóðogfjara
20. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.34 3,9 11.50 0,5 17.53 3,6 9.08 18.16
Ísafjörður 1.22 0,3 7.31 2,1 13.57 0,2 19.50 1,8 9.22 18.12
Siglufjörður 3.29 0,3 9.43 1,3 16.03 0,1 22.27 1,1 9.05 17.55
Djúpivogur 2.48 1,9 8.55 0,4 14.54 1,7 21.04 0,2 8.40 17.43
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Eitthvað sem þú vildir gera fyrir fimm
árum en gast ekki er aftur upp á teningnum.
Láttu það ekkert á þig fá.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þér kann að finnast þú varnarlaus í hin-
um stóra heimi og þarft þá að leita skjóls hjá
einhverjum. Líf þitt mun örugglega breytast
til batnaðar á einhvern hátt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir
hendur í dag mun færa þér ómælda hamingju
og ánægju. Leiddu öðrum það fyrir sjónir að
það er óhollt að taka sjálfan sig of alvarlega.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú átt mjög auðvelt með að leysa af
hendi þau verkefni sem þér eru falin. Aðrir
ættu að fara að fordæmi þínu því þú ert bæði
hagsýnn og útsjónarsamur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Áhyggjur af frama eru eins og félagi
sem er alltaf að tuða um það sama. Vertu
bara við öllu búinn, en láttu vera að hengja
haus þótt ekkert gerist.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er ekki við þig að sakast þótt hlut-
irnir séu þannig vaxnir að þú þurfir hjálp. Þú
sýnir hugsanlega á þér hlið sem kemur öðr-
um á óvart.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ef þú hefur þín takmörk á hreinu mæt-
irðu skilningi annarra á leið þinni. Vertu þó
viss um að hafa réttu hlustendurna áður en
þú gerir það.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Einhver reynir að fá þig ofan af
því að verja peningunum eins og þér finnst
best að gera. Láttu það ekkert á þig fá þótt
aðrir kvarti.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Verkefni dagsins ganga eins og
vel æft dansatriði á sviði. Það gæti líka verið
að þú kæmir með góða hugmynd.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Taktu frá tíma fyrir vini þína sem
þú hefur ekki haft aðstæður til að sinna um
hríð. Njóttu þess sem er.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Nú er tækifærið til að ná til þeirra
sem hafa ekki viljað hlusta á skoðanir þínar.
Einhverjar breytingar gætu orðið til góðs.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Komi til árekstra milli þín og vinar eða
samstarfsmanns skaltu varast að láta reiðina
ná tökum á þér. Mundu að erfiðleikarnir eru
til þess að sigrast á þeim.
Stjörnuspá
1. e4 c6 2. Re2 d5 3. e5 Bf5 4. Rg3 Bg6
5. h4 h5 6. Be2 Dc7 7. d4 e6 8. Bxh5
Bxh5 9. Rxh5 c5 10. O-O cxd4 11. He1
Rc6 12. c3 g6 13. Rf4 O-O-O 14. cxd4
Hxh4 15. Rc3 a6 16. b4 Bxb4 17. Db3
Rge7 18. g3 Hh7 19. Be3 Hdh8 20. Kg2
Rf5 21. Hed1 Rxe3+ 22. fxe3 Bxc3 23.
Dxc3 Hh2+ 24. Kf1 Ra5 25. Hac1 Rc4
26. Rg2 De7 27. e4 Kb8 28. Df3 dxe4
29. Db3
Staðan kom upp á Skákþingi
Reykjavíkur, Kornax-mótinu, sem lauk
fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur. Emil Sigurðarson (1736)
hafði svart gegn Stefáni Bergssyni
(2175). 29… Rd2+! 30. Hxd2 Hh1+ 31.
Kf2 Hxc1 32. Db6 Da3 og hvítur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.