Morgunblaðið - 20.02.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.02.2012, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Brown stormaði út úr kirkjunni 2. Kærastan hafði sagt honum upp 3. Gjörbreytt eftir fótósjoppið 4. Lagið komst ekki í Eurovision »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á sama tíma og Hallfríður J. Ragn- heiðardóttir var að ljúka meistara- námi í íslenskum bókmenntum byrj- uðu draumarnir að flæða yfir hana og hún gerðist meðlimur í draumahópi úti í New York. »26 Morgunblaðið/Kristinn „Leit mín að skáldinu hefur verið löng“  Píanóleikarinn Chick Corea og víbrafónleikarinn Gary Burton, báð- ir margfaldir Grammy- verðlaunahafar, halda tónleika í Hörpu hinn 24. apríl nk. Örn Þór- isson fer í gegnum tónlistarferil mannanna sem báðir vöktu snemma athygli, hafa gefið út fjölmargar plöt- ur og notið mikillar velgengni. »29 Risar í djasstónlist síðustu áratuga  Á miðvikudag flytur Úlfar Bragason erindið Reykjarfjarðarbók Sturlungu: AM 122 b fol. í tilefni þess að hand- ritasafnið er nú á varðveisluskrá UNESCO. Um er að ræða leifar af 180 síðna skinnbók frá 14. öld. Árna Magnússyni tókst að safna saman leifum hennar árin 1701-24. Fyrirlesturinn fer fram í bókasal Þjóð- menningarhúss- ins kl. 12.15. Hádegisfyrirlestur um góssið hans Árna Á þriðjudag SA 3-10 m/s. Dálítil slydda sunnan- og vestanlands, snjókoma á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig, vægt frost fyrir norðan. Á miðvikudag NA 3-10 m/s, snjókoma með köflum. Hiti 1 til 5 stig. VEÐUR FH-ingar skákuðu ÍR- ingum og urðu bikarmeist- arar innanhúss í frjáls- íþróttum á laugardaginn. „Aðstaðan hefur mótað okkur og á sinn þátt í hug- arfarinu hjá liðinu í dag,“ sagði Ragnhildur Ólafs- dóttir, yfirþjálfari FH-inga, sem æfa bara tvisvar í viku innanhúss í Laugar- dalshöllinni en annars í snjónum í Kaplakrika og nágrenni. »8 Aðstaðan mótar hugarfar FH-inga Helga Margrét Þorsteinsdóttir var aðeins sex stigum frá Íslandsmeti sínu þegar hún sigraði í fimmtar- þraut á hollenska meistaramótinu í frjálsíþróttum í gær. „Ég var auðvitað grátlega nærri metinu en að sumu leyti gekk þetta betur en síðast,“ sagði Helga og er ánægð með stöð- ugleikann hjá sér en nú tekur utan- hússtímabilið við hjá henni og hún fer til Ástralíu til æfinga og keppni í næsta mánuði. »1 Helga var grátlega nærri Íslandsmetinu Keflvíkingar unnu sinn fyrsta bik- arsigur í körfubolta karla frá árinu 2004 þegar þeir lögðu Tindastól í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þrátt fyrir að þeir hafi misst fimm sterka leikmenn fyrir þetta tímabil er titill kominn í hús. Sauðkrækinga vantaði meiri grimmd í frumraun sinni í bikarúrslitum en brotnuðu ekki þrátt fyrir mótlæti. »4-5 Bikarinn kominn til Keflavíkur á ný ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Einn dagur nægir Íslendingum ekki til bolluáts, en flest bakarí landsins hefja sölu á rjómabollum fjórum til fimm dögum fyrir daginn sjálfan. Í Mosfellsbakaríi er boðið upp á bollur með jarðarberja-, púns- og „Irish Coffee“-rjóma. Að sögn Áslaugar, verslunar- stjóra í Mosfellsbakaríi, eru vinsælustu bollurnar hefðbundnar vatnsdeigsbollur með sultu, rjóma og súkkulaði ofan á, en þar á eftir koma bollur með Bail- ey’s og svo með vanillu. Hún segir flesta koma á sunnudeginum til að kaupa bollur fyrir fjölskyldu- veislur. Ekki vantar úrvalið hjá Bakarameistaranum en samkvæmt Óttari B. Sveinssyni, framleiðslustjóra fyr- irtækisins, verður boðið upp á fjölmargar tegundir í ár. „Við útbúum ellefu tegundir af fylltum bollum og fimm tegundir af tómum bollum, þar á meðal eru bollur með romm- og „Irish Coffee“-rjóma, auk þess sem við höfum á boðstólum nýjung, sem eru lúxus- bollur með ávaxtafylltu loki.“ Að sögn Óttars selja verslanir Bakarameistarans í kringum 50.000 bollur ár hvert. Einnig selja þær bolluvendi, enda gaman að halda þeim gamla sið á lofti að „bolla“ fólk. Sérstök konudagsbolla Hjá Jóa Fel. er að venju boðið upp á bæði ger- og vatnsdeigsbollur, en að sögn Lindu Rósar, versl- unarstjóra í Holtagarðaverslun Jóa Fel., eru vatns- deigsbollurnar langtum vinsælli. Þau bytjuðu að selja bollurnar á fimmtudaginn síðasta og selja fram á mánudagskvöld. „Það er brjálað að gera og mikil eft- irspurn eftir þessu.“ Þau bjóða upp á sérgerða bollu í ár: „Við erum með sérstaka konudagsbollu með kara- mellu og krókanti,“ segir hún en konudagurinn var í gær. Að sögn Alexöndru Pálu, starfsmanns hjá Jóa Fel. í Holtagörðum, er boðið upp á bollur með púns-, súkku- laði- og hindberjarjóma auk hins hreina hefðbundna. gudrunsoley@mbl.is Morgunblaðið/Golli Sætabrauð Sigrún Sól og Karítas Líf brosmildar með bollur hjá Bakarameistaranum í Suðurveri. Vatnsdeigið vinsælast  Mikið að gera í bollusölu  Tugir þúsunda bolla seldir á hverju ári  Forskot var tekið á sæluna á sunnudegi Fjöruverðlaunin, bókmenntaverð- laun kvenna, voru afhent við athöfn í Iðnó í gær. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum, þ.e. fagur- bókmenntum, fræðibókum og barna- og unglingabókum. Í flokki fagurbókmennta hlaut skáldsagan Jarðnæði eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur Fjöruverðlaunin en auk hennar voru Jójó eftir Stein- unni Sigurðardóttur og Kanill: æv- intýri og örfá ljóð um kynlíf eftir Sigríði Jónsdóttur tilnefndar. Af fræðibókum varð bók Birnu Lárusdóttur, Mannvist, hlutskörp- ust en auk hennar voru Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur og Rík- isfang ekkert: flóttinn frá Írak á Akranes eftir Sigríði Víðis Jóns- dóttur tilnefndar. Verðlaunin í flokki barna- og ung- lingabóka hlaut Margrét Örnólfs- dóttir fyrir skáldsöguna Með heim- inn í vasanum og voru bækurnar Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og Gegn- um glervegginn eftir Ragnheiði Gestsdóttur tilnefndar í sama flokki. Grínistinn, gamanleikarinn, útvarps- og sjónvarpskonan og barnabóka- höfundurinn Sandi Toksvig afhenti verðlaunin. Morgunblaðiði/hag Verðlaun Þrír verðlaunahöfundar með bókmenntaverðlaun sín. Fjöru- verðlaunin afhent  Þrjár hlutu við- urkenningarnar SPÁ KL. 12.00 Í DAG N 5-13 m/s með snjókomu norðanlands en bjartviðri sunnanlands og kólnar í veðri. Hægviðri og úrkomulítið á landinu síðdegis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.