Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið/Kristinn Rithöfundur Guðmundur Andri Thorsson. Í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur og Gerðubergssafn mun Guðmundur Andri fjalla um nýjustu skáldsögu sína Valeyrarvalsinn sem kom út 2011. Þar er sagt frá lífinu í einu af þessum þorpum þar sem allt virðist fara fram fyrir opnum tjöldum en ýmislegt er samt sem áður dulið, jafnvel þaggað niður og bælt eða ein- faldlega grafið djúpt í fortíðinni. Frá- sagnirnar af fólkinu í þorpinu eru eins fjölbreytilegar og fólkið sjálft. Guðmundur Andri Thorsson fædd- ist í Reykjavík 31. desember 1957. Hann lauk BA-prófi í íslensku og bók- menntafræði frá Háskóla Íslands 1983 og nam til cand. mag.-prófs í ís- lenskum bókmenntum við sama skóla 1983-1985. Bókakaffi Guðmundar Andra verð- ur nú á miðvikudag 22. febrúar kl. 20. Í bókakaffinu er spjallað um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veitinga í notalegu andrúmslofti. Markmiðið er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku. Endilega … … verið með á bókakaffi Bókarkápa Valeyrarvalsinn. La dolce vita Lífið er yndislegt þegar hægt er að njóta drykksins Spritz í Limone við Gardavatnið og borða góðan mat eins og þau gerðu öll. eftir gönguna hjá Gardavatninu dvöldum við viku í viðbót á Ítalíu, í annað skiptið í Toscana en í hitt skiptið í Sorrento. Þetta eru stelpu- ferðirnar okkar og við njótum þess að vera saman. Ég dvaldi í Nice í sumar í sex vikur og Rósa kom þangað til mín. Þar gengum við meðal annars fram á ævagamla matsölu í heima- húsi og húsmóðirin eldaði ofan í okk- ur dásamlegan mat. Við eltumst við slíkt, en förum helst ekki inn á túr- istastaði.“ Tasmaníukona fyrirmynd Þær systur segja skipta miklu að geta talað tungumál heimafólks þeg- ar þær dvelja á Ítalíu eða í Frakk- landi. „Það hjálpar til dæmis mikið að geta spurt hvort pastað sé heimagert og fleira í þeim dúr á veitingastöðum, því við „gúrme“-kerlingarnar viljum ekki fá eitthvað að borða og drekka sem er ekki „alvöru“,“ segir Rósa sem fór á sitt fyrsta ítölskunám- skeiðið hjá Mími árið 1997. „Þá varð ekkert aftur snúið með tungumála- áhugann og tveimur árum síðar fór ég fyrst í málaskóla til Ítalíu og hef farið nokkrum sinnum í skóla út síð- an. Hér heima get ég ekkert bætt við mig nema með því að fara í ítölsku í Háskóla Íslands. Til þess þarf stúd- entspróf, sem ég er ekki með, svo ég er núna í MH til að verða mér úti um slíkt próf. Þá get ég skellt mér í há- skólann. Ég var fertug þegar ég fór fyrst til Ítalíu í málaskóla og þar kynntist ég 55 ára konu frá Tasmaníu sem var með mér í skólanum en hún hafði selt bílinn sinn og hætt í vinnunni til að komast í ævintýri lífs síns. Hún dvaldi fjóra mánuði á Ítalíu og kunni ekki einu sinni að segja já á ítölsku þegar hún mætti á svæðið. Þessi kona varð mín fyrirmynd og sannarlega hvatning, og ég setti mér tíu ára markmið: Þegar ég yrði fimm- tug ætlaði ég að dvelja í hálft ár á Ítalíu. Reyndar setti hrunið strik í reikninginn en ég var samt í þrjá mánuði í draumalandinu árið sem ég fagnaði afmælinu,“ segir Rósa. Ilmurinn og hljómurinn Linda segist hafa fallið alveg óvart fyrir Frakklandi. „Ég fór í fyrsta skipti til Frakklands árið 2000 og var í tíu daga. Mér gekk illa að panta mér hvítvín og þurfti að biðja aðra ferðamenn að hjálpa mér og það fannst mér ekki nógu gott. Ég varð strax rosalega hrifin af landinu og vildi koma þangað aftur og var ákveð- in í að læra málið til að geta notið þess betur að vera þarna. Ég fór á mitt fyrsta frönskunámskeið hér heima tveimur árum síðar og kenn- arinn fór með okkur nemendurna til Provence. Þá kom Rósa með mér og það var fyrsta ferðin okkar saman. Ég varð mjög heilluð af þessu svæði og fór strax í ágúst sama ár í mála- skóla þangað. Um leið og ég kem út úr lestinni í Suður-Frakklandi er til- finningin mjög sérstök; ilmurinn, hljómurinn í tungumálinu, hljóðin í dýrunum, allt heillar mig,“ segir Linda. Hún fór líka á matreiðslunám- skeið í Suður-Frakklandi og segir það hafa verið á topp tíu-listanum yfir það sem hún hefur gert í lífinu. „Það var mikil upplifun. Við vorum á dásamlegum stað úti í sveit. Ég hef verið mest í sex vikur í einu í Frakk- landi, en ég væri alveg til í að vera þar lengur í einu. Hver veit nema ég geri það í framtíðinni.“ Myndabækur þeirra eru á www.blurb.com (leita undir nöfnum þeirra systra). Spritzarar Gönguhópurinn káti og brosmildi á góðri stundu á Vindeyjum sem eru hluti af Sikiley. Þau kunna vel við að ganga í veðurblíðu. Ljósmynd/Linda Hansen Á toppnum Hér eru þær systur Linda og Rósa alsælar á toppi eyjunnar Vulcano sem er ein af Vindeyjunum en þær gengu um þær í fyrrasumar. Ljósmynd/Linda Hansen Göngugarpar Hér sést á eftir hluta hópsins sem tilheyrir Spritzurum þegar þau voru í gönguferð um nágrenni Gardavatns á Ítalíu árið 2010. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.