Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eggert Ragnarsson viðmótshönnuður hefur verið búsettur í Boston síðasta árið og unnið þar að nýstárlegu verkefni. „Um er að ræða matreiðsluskóla á netinu á vegum America‘s Test Kitchen, en það rótgróna fyrirtæki hefur öðlast sess í hugum Banda- ríkjamanna sem einhver besta heimildin um elda- mennsku, eldhúsáhöld og matvæli,“ segir Eggert. „Auk þess að hafa um ára- bil framleitt mjög vinsæla matreiðsluþætti gefur Am- erica‘s Test Kitchen út fjölda matreiðslubóka og tvö tímarit, en starfsemin einkennist af mjög metn- aðarfullri tilraunastarfsemi og prófunum. Þannig má reikna með að hver uppskrift sem birtist í bókum þessa mat- reiðsluveldis hafi verið prófuð ekki sjaldnar en 50 sinnum og markmiðið alltaf að finna hina „fullkomnu uppskrift“ að hverjum rétti.“ Matreiðsluskólinn sem Eggert hefur hann- að útlitið á er nú aðgengilegur á slóðinni www.testkitchenschool.com og þrátt fyrir að hafa aðeins verið opinn um stutt skeið hafa viðtökur verið framar vonum. „Þó hefur vef- urinn ekki verið kynntur nema í gegnum kynningarpósta American Test Kitchen, en til að gefa hugmynd um stærð fyrirtækisins eru um milljón manns á þeim lista.“ Eldamennska frá A til Ö Kennslan fer þannig fram að nemendur kaupa áskrift að vefnum fyrir 20 dali á mán- uði, en 40 ef þeir vilja hafa aðgang að kennara sem svarar hvers kyns spurningum og veitir persónusniðna leiðsögn eins og þarf. Með áskriftinni hafa nemendur svo til afnota sí- stækkandi úrval kennslumyndbanda og ann- ars kennsluefnis í gegnum síðuna, og geta hvort heldur sem er tekið eitt námskeið í mánuði eða farið í gegnum allt safnið ef svo ber undir. „Þarna eru námskeið þar sem bæði eru kennd undirstöðuatriði í matargerð, farið í grunnþættina í ákveðnum gerðum elda- mennsku, og svo loks námskeið sem leiða nemandann skref fyrir skref í gegnum til- teknar uppskriftir.“ Netið segir Eggert að sé, þegar að er gáð, mjög góður staður til að læra að elda. „Á flestum heimilum er nú til ferðatölva eða spjaldtölva sem hægt er að hafa við höndina í eldhúsinu meðan lært er. Nemandinn getur svo farið í gegnum efnið þegar honum hentar, og á þeim hraða sem honum hentar. Hann getur hraðspólað yfir það sem hann telur sig ekki þurfa að sjá, og horft svo aftur á atriðin sem kunna að vefjast fyrir honum,“ útskýrir Eggert. „Frágangur kennslustundanna er svo með besta móti, framleiðslan mjög vönduð og skýr, í höndum fólks með áralanga reynslu úr sjónvarpsþáttum America‘s Test Kitchen. Nemendur geta meira að segja valið hvort þeir fylgjast með kennslustundinni á mynd- bandi eða með ljósmyndum sem sýna hvert einasta skref í matseldinni.“ Um stórt og dýrt verkefni er að ræða, jafn- vel fyrir jafnumsvifamikið fyrirtæki og Am- erica‘s Test Kitchen. Eggert segir aðstand- endur verkefnisins telja peningunum vel varið enda hafi þeir ekki aðeins trú á því að netið sé góður staður til að kenna eldamennsku, held- ur sé þetta nauðsynlegt skref til að laða að nýja viðskiptavini, áskrifendur og áhorfendur. „America‘s Test Kitchen hefur haft hvað sterkasta stöðu í aldurshópnum um og yfir fimmtugu. Kynslóðirnar sem nú eru að vaxa úr grasi nota aðra miðla, og hætta er á að tengslin rofni ef America‘s Test Kitchen læt- ur ekki að sér kveða á netinu,“ bendir Eggert á. „Ekki bara það, heldur er ekki ósennilegt að yngri aldurshópar, sem stundum eru upp- nefndir „pizzu-kynslóðin“, muni hafa mikla þörf fyrir að læra að elda. Þessi kynslóð er nú byrjuð að búa og rekur sig á að kunna ekki handtökin í eldhúsinu, hefur jafnvel ekki fengið heimilisfræðimenntun í skóla og hefur ekki hugmynd um hvernig á að gera réttina sem mamma og pabbi snöruðu fram hvers- dags eða á hátíðisdögum. America‘s Test Kitchen leggur einmitt sérstaka áherslu á þennan kunnuglega og heimilislega mat sem allir eiga að þekkja, og er staðurinn sem unga fólkið getur komið til að læra.“ Gæðin skapa sérstöðuna Matur er þó víða á netinu, og ekki vandi að finna myndskeið, t.d. á YouTube, sett saman af áhugamönnum um alls kyns matargerð. Uppskriftavefir eru á hverju strái og hægt að fá flestum spurningum svarað með fljótlegri leit á Google. Af hverju þá að borga fyrir nám- skeið hjá America‘s Test Kitchen? „Testkitc- henschool.com er mér vitandi eini matreiðslu- skólinn sinnar tegundar, þar sem allt er fyrsta flokks og gæðin eru með besta móti. Ekki að- eins er kennslan aðgengileg og skýr, heldur byggist allt sem fram fer í kennslustundum á gríðarstórum grunni rannsókna og reynslu. Fyrir vikið veita kennslustundirnar, kennslu- efnin og prófin sem nemendur geta tekið mun dýpri þekkingu á viðfangsefninu.“ Myndver Frá tökum á kennsluefni America’s Test Kitchen. Fyrirtækið er þekkt fyrir að vera mjög góð heimild um allt sem við kemur eldamennsku. Að kenna matseld yfir netið hefur ýmsa kosti. Bandaríkjamönnum kennt að elda  Íslendingur í lykilhlutverki í stóru verkefni á vegum matreiðsluveldisins America’s Test Kitchen  Hafa þróað fyrsta flokks matreiðsluskóla á netinu og vonast m.a. til að laða að „pizzu-kynslóðina“ Boston hefur verið heimili Eggerts í 14 mán- uði. Hann þurfti ekki að kvarta yfir verk- efnastöðunni á Íslandi, en hafði engu að síð- ur hugsað sér til hreyfings um alllangt skeið. Áhugavert er að heyra hjá honum hvað lífið er á margan hátt gott vestanhafs. „Ég er giftur bandarískri konu og fyrir vik- ið auðsótt að fá græna kortið. Jafnvel án hjúskaparins hefði atvinnuleyfi sennilega verið auðfengið. Allt ferlið gekk greiðlega og þetta var mun minna amstur en þegar kona mín vildi flytja til Íslands á sínum tíma. Eitt viðtal í bandaríska sendiráðinu og allt var klárt, en fyrir konuna að búa á Íslandi þýddi langa afgreiðslu, mikla óvissu, stöðugar endurnýjanir á leyfum og tíð kaup á dýrri aðstoð lögfræðinga.“ Tekjur, skattar og kaupmáttur segir Egg- ert að séu líka með betra móti. „Við búum hér í hverfi sem þykir nokkuð fínt og leigan í hærra lagi. Engu að síður eru tekjurnar nógu góðar til að ég geti séð fyrir heimilinu á meðan konan sinnir nýfæddum syni okkar heima fyrir. Það er kannski ekki mikið eftir, en fer engu að síður vel um okkur.“ Eggert segir líka gott að búa í Boston. „Ég hafði augastað á borginni og þekkti til henn- ar fyrir. Myndi sjálfsagt ekki vilja búa á hvaða stað sem er í Bandaríkjunum. Þetta er frjálslynt samfélag hér í Boston, ýmislegt leyft sem ekki er leyft annars staðar, og mikið af hjólandi fólki og Príusum í umferð- inni. Ólíkt því sem margir halda um Banda- ríkjamenn almennt eru flestir hér í Boston í fínu formi og ég þyki sennilega með þeim feitari.“ Gott að vera í Bandaríkjunum GÓÐ LAUN, LÁGIR SKATTAR OG LJÚFT LÍF MEÐAL ÞVENGMJÓRRA BOSTONBÚA Kennsla Skjáskot af viðmóti matreiðsluskól- ans. Nákvæmar leiðbeiningar eru veittar fyrir hvert einasta skref í matreiðslunni. Eggert Ragnarsson Bensínverð í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra á þessum árs- tíma, að því er AP greinir frá. Kost- ar gallonið nú 3,53 dali og hefur hækkað um 25 sent frá ársbyrjun. Segir AP að sérfræðingar spái því að bensínverðið vestanhafs geti far- ið upp í allt að 4,25 dali undir lok apríl en árstíðasveiflur í eftirspurn og framleiðslu rífa þá alla jafna upp verðið við dæluna. Fyrra met fyrir apríl var 4,11 dal- ir árið 2008. Árið 2007 kostaði bens- ínið í febrúar að jafnaði 2,25 dali gal- lonið. Verðhækkunin er einkum rakin til hækkaðs heimsmarkaðsverðs á olíu. Kuldakast í Evrópu og óvissu- ástand í samskiptum Írans við um- heiminn hafa sitt að segja um bæði framboð og eftirspurn, og eins eykst stöðugt eldsneytisþörf þróunarríkja. Hækkað eldsneytisverð getur haft í för með sér verulegar breytingar á neytendahegðun og segir AP að af- leiðingarnar geti m.a. orðið að hægi á efnahagsbata vestanhafs. Þannig hefur verið reiknað út að vari 25 senta hækkun á bensíni í eitt ár kosti það bandaríska hagkerfið um 35 milljarða dala, sem jafngildir því að hagkerfið veikist um 0,2%. Með hærra eldsneytisverði eykst m.a. framleiðslukostnaður í fjölda atvinnugreina og eins má reikna með að dragi úr ferðalögum. Að jafnaði verja bandarísk heimili um 8,4% af tekjum sinum í eldsneyt- iskaup. Metverð á bensíni í Bandaríkjunum  Hærra eldsneytisverð hefur áhrif um allt hagkerfið Stjórnvöld í Brasilíu munu láta banka í eigu ríkisins lækka vexti á útlánum til að örva neyslu og fjár- festingar, að því er Wall Street Journal greinir frá. Bankarnir Banco do Brasil SA og Caixa Economica Federal munu lækka hjá sér vextina og eru vonir bundnar við að einkareknir bankar fylgi á eftir. Stjörnvöld telja að auknar lán- tökur muni efla efnahagsvöxt, en þótt lántökur hafi aukist töluvert í landinu undanfarin ár er umfang þeirra enn mun minna en í mörg- um samanburðarlöndum. Seðlabanki Brasilíu hefur lækk- að viðmiðunarvexti sína en stjórn- völdum hefur ekki þótt viðskipta- bankarnir láta lækkanirnar skila sér nógu greitt til lántakenda sinna. Tregðan til að lækka vexti á m.a. að vera komin til vegna auk- inna vanskila, sér í lagi á lánum til almennings. ai@mbl.is Brasilískir ríkisbankar lækka vexti á útlánum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.