Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
,,Það er margt í pípunum. Við höfum
í skoðun verkefni frá bæði Evrópu
og Ameríku,“ segir Einar Tómasson
hjá fyrirtækinu Film in Iceland sem
sinnir upplýsingaþjónustu við aðila
sem koma hingað til lands til að
kvikmynda auglýsingar, sjónvarps-
þætti og kvikmyndir. Hlutverk fyr-
irtækisins er að sögn Einars að veita
upplýsingar og beina viðkomandi að-
ilum í réttar áttir, en þessi iðnaður
er í nokkrum vexti hér á landi. Á síð-
ustu árum hefur fjöldi kvikmynda
verið tekinn upp að hluta til eða í
heild hér á landi. Talsvert hefur ver-
ið um að þekktir leikstjórar og leik-
arar hafi komið hingað til lands í
þessum erindagjörðum. „Stærsta
aðdráttaraflið er að mínu mati 20%
endurgreiðsla framleiðslukostnaðar
sem stjórnvöld bjóða innlendum og
erlendum framleiðendum. Þannig er
Ísland samkeppnishæft á al-
þjóðavísu á þessu sviði,“ segir Einar,
en eins og gefur að skilja skiptir
hagkvæmni sköpum í bransa sem
hefur þolað mikinn samdrátt vegna
alþjóðaefnahagskreppu. Enn er orð-
rómur um að stórmyndin Oblivion
með þá Morgan Freeman og Tom
Cruise í aðalhlutverkum verði tekin
upp hér á landi í sumar óstaðfestur,
um það vildi Einar aðeins segja að
horfur væru á góðum verkefnum
fyrir landið og að gjarnan fylgdu
þeim þekkt nöfn.
Hagkvæmni og náttúrufegurð
,,Það skiptir ekki máli hvort um er
að ræða Disney, Warner eða aðra,
alls staðar er endurgreiðslan for-
sendan fyrir því að fólk líti á Ísland
sem möguleika fyrir sína fram-
leiðslu. Hún er hluti af þeirra fjár-
mögnun og skiptir öllu máli að hafa
upp á slíkt að bjóða.“
Í annan stað gegnir íslensk nátt-
úru stóru hlutverki. ,,Við höfum dá-
lítið einstakt að bjóða hvað varðar
náttúruna, og það er alltaf fyrsti
leiðarvísirinn til Íslands.“ Hann seg-
ir talsverða reynslu vera komna á
þjónustu af þessu tagi hér á landi og
Ísland geti nú boðið upp á þjónustu
sem er fyllilega sambærileg við það
sem gerist erlendis.
Margþætt þjónusta
Nokkuð hefur verið um að raun-
veruleikasjónvarpsþættir séu teknir
hér upp, en þættirnir Amazing Race,
Bachelorette og Britain’s Next Top
Model voru allir teknir upp að hluta
hér á landi.
Fyrirtækið Truenorth sér meðal
annars um að þjónusta erlenda aðila
sem koma hingað til lands til að
kvikmynda. Að sögn Helgu Mar-
grétar Reykdal, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, er starfsemin blóm-
leg. „Síðasta ár var mjög sterkt og
við finnum fyrir töluverðum áhuga á
þessu ári líka.“ Hún bætir við að
20% endurgreiðslan hafi mikið um
það segja. Þjónustan sem Truenorth
veitir er margþætt „Við sjáum um
allt frá því að hóparnir lenda í Kefla-
vík og þangað til þeir fara héðan. Við
sjáum þannig um allt undirbúnings-
ferli hér á landi, framkvæmdahlið-
ina, samskipti við innlenda verktaka
og fleira.“ Hún segir hópana sem
hingað koma oft vera fjölmenna, „Í
tengslum við kvikmyndir er það oft-
ast á bilinu 100-200 en getur farið
upp í 300.“ Meðal kvikmynda sem
fyrirtækið hefur unnið að eru Flags
of our Fathers, James Bond: Die
Another Day og Batman Begins.
Einar Sveinn Þórðarson, annar
eigenda fyrirtækisins Pegasus, segir
Ísland vera vænlegan kost í kvik-
myndaframleiðslu vegna endur-
greiðslunnar og náttúrufegurðar.
Þeir þjónustuðu framleiðendur
þáttaraðarinnar Game of Thrones.
Styrkir innlendan iðnað
„Mikil margföldunaráhrif eru í
verkefnum af þessu tagi, þau skapa
ótal mörg störf. Við ráðum mikið af
undirverktökum þar á meðal hótel,
bílaleigur, bílstjóra, smiði og mat-
Kvikmyndaparadísin Ísland
Ísland nýtur aukinna vinsælda meðal erlendra kvikmyndagerðarmanna „Margt í pípunum“
Stórmynd með Morgan Freeman og Tom Cruise mögulega tekin upp hér á landi í sumar
Brellumeistarar Íslensk starfsstöð tæknibrellufyrirtækisins Framestore sá
meðal annars um brellur í myndinni Sherlock Holmes
Landsbankinn
lækkar vexti á
bílasamningum
Landsbankinn kynnir hagstæð kjör á óverðtryggðum
bílasamningum. Vextir lækka í 8,50% og eru fastir
fyrstu 36 mánuðina. Það þýðir að greiðslur eru fastar
fyrstu 3 ár samningstímans.
Game of Thrones Þáttaröðin vinsæla var eins og þekkt er orðið tekin upp
að hluta hér á landi. Fjöldi Íslendinga vann að upptökunum.
Ánægðir Leikarar Game of Thrones
hafa borið Íslandi vel söguna í við-
tölum og voru sáttir með dvölina.