Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 ✝ Baldur G.Bjarnasen fæddist í Vest- mannaeyjum 27. janúar 1927. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 12. febrúar. 2012. Foreldrar hans voru Óskar Bjarnasen og Rannveig Helga- dóttir. Systir hans var Ethel Bjarnasen, en hún er látin. Fjölskyldan bjó á Haukabergi í Vestmanna- eyjum til ársins 1932 er þau fluttust fyrst til Suðurlands og síðan til Reykjavíkur þar sem Óskar var umsjónamaður Há- skóla Íslands. Baldur var kvæntur Höllu Sigtryggs- dóttur, en hún var fædd 7. júlí 1933. Hún lést 28. maí 2003. Börn þeirra eru: 1. Þórdís 1980, d. 2011. Þeirra sonur er Logi Þór, f. 2007. II) Þórdís Óskarsdóttir, f.1987. sambýlis- maður Davíð Jónsson. 3. Sig- tryggur Baldurson. f. 1962, tónlistarmaður, giftur Sigrúnu Hrafnsdóttur, f. 1964, og eru þeirra börn: I) Una Sigtryggs- dóttir, f. 1990, og II) Eyrún Sigtryggsdóttir, f. 2002. 4. Guðjón Þór Baldursson mat- reiðslumaður, f. 1968. Baldur nam flugvirkjun við Spartan- flugskólann í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Hann starfaði allan sinn starfsaldur sem flugvirki og síðar flugvélstjóri, yfirflug- vélstjóri og yfirmaður við- haldsdeildar hjá Loftleiðum og síðar sem flugvélstjóri hjá Flugleiðum. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Flug- virkjafélag Íslands, var virkur félagi í KFUM og Akoges, og var einn af stofnendum skíða- félagsins Éljagangs. Hann var í fimleikadeild KR. Útför Baldurs. G. Bjarnasen fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. febrúar 2012 klukkan 15. Baldursdóttir, f. 1954, hjúkr- unarfræðingur, gift Gísla Guð- mundssyni, f. 1953, og þeirra börn I) Arndís Gísladóttir, f. 1979, gift Árna Þór Jónassyni og eru þeirra börn a. Baldur Þór og b. Gísli Þór. II) Halla Gísladóttir, f. 1979, gift Jóni Guðmanni Jakobssyni og eru þeirra börn, a. Diljá Dís og b. Birkir Jakob. III) Rannveig Gísladóttir, f. 1986, og IV) Stefán Örn Gíslason, f. 1989. 2. Óskar Baldursson, f. 1957, skrúðgarðyrkjufræðingur, giftur Sigrúnu Birgisdóttur, f. 1960, og eru þeirra börn: I) Sara Óskarsdóttir, f. 1980, gift Hermanni F. Valgarðssyni, f. Mig langar að minnast tengdaföður míns í fáeinum orð- um. Það er svo margt sem ég gæti sagt gott um hann en ég ætla að stikla á stóru. Ég var 15 ára þegar við Óskar maðurinn minn byrjuðum saman. Ég tók fljótlega eftir því hversu ein- stakur og hlýr Baldur var. Hann gat verið mjög ákveðinn í skapi og sagði sínar skoðanir afdrátt- arlaust. En það var kannski hans stærsti kostur. Samband hans og Höllu tengdamóður var einstakt og missti hann mikið þegar hún dó aðeins 69 ára árið 2003. Baldur bar mikla virðingu fyrir kvenfólki og var sannkall- aður „herramaður“. Hann fylgd- ist mjög vel með sínu fólki, hvort sem þau voru á landinu eða í útlöndum, og notaði hann þá „skype“ til samskipta við þau. Þegar hann kom í mat til okkar Óskars var mikið spjallað, hlegið og matur okkar lofaður í hástert. Hann var alltaf svo þakklátur fyrir lítið. Hann spurði og spurði um barnabörn- in. Þegar afmæli voru, hvort sem var hjá okkur eða börnum okkar eða barnabörnum, kom hann með blóm eða aðrar gjafir og færði okkur með stóru og laumulegu brosi á vör. Hann átti það til að segja við mig „mikið ertu í fallegum kjól“ eða „varstu að gera eitthvað við hár- ið á þér?“. Hann tók eftir öllu. Hann varð 85 ára hinn 27. janúar síð- astliðinn og var þá haldið þorra- blót honum til heiðurs. Ég man að hann sat og horfði yfir fólkið sitt eins og ættfaðir, rólegur, stoltur og með bros á vör. Hann kynnti barnabörnin sín fyrir gestum og glampinn í augum hans var „stolt“! Þetta var hans og hann var glaður. Ég kveð yndislegan tengdaföður með söknuð í huga. Það var mikið veganesti að fá að kynnast hon- um. Ég er stolt af að hafa átt hann sem tengdaföður. Takk fyrir allt Baldur. Sigrún Birgisdóttir (Dúra). Mér langar að minnast tengdaföður míns með fáeinum orðum. Baldur var Kópavogsbúi lengst af, en þó fyrst og fremst heimsborgari, enda starfaði hann og bjó lengi erlendis. Hann var virðulegur maður með þetta flotta skegg enda tók fólk eftir honum. Okkar kynni hófust fyrir 40 árum. Í fyrstu voru þau dálítið stirð, enda var ég að stíga í vænginn við einu dóttur hans. En vinátta okkar óx með tímanum. Baldur var bæði góður kokk- ur og mikill matáhugamaður en á þeim árum var ekki algengt að karlmenn væru mikið að elda. Ég hafði gaman af því að þegar búið var að borða hádegismat- inn sagði hann oft: „Jæja Halla mín, hvað eigum við að hafa í kvöldmatinn?“ Hann var bæði góður sögumaður og mjög vel ritfær. Gaman var að hlusta á hann segja frá fluginu og lönd- unum sem hann hafði komið til. Sérstaklega frá Loftleiðaárun- um, en hjá þeim byrjaði hann að vinna 18 ára. Það var á fyrstu árum Loftleiða. Baldur var mik- ill Loftleiðamaður. Þar byrjaði hann á sópnum, eins og hann sagði sjálfur frá, og varð síðan yfirflugvélstjóri og einnig yfir- maður alls viðhalds hjá þeim. Hann hafði ágætis húmor fyr- ir sjálfum sér, t.d. þegar ég sagði honum að börnin á Blönduósi kölluðu hann Ken- tucky-manninn vegna skeggsins, þá hafði hann gaman af því. Baldur og Halla fluttu til Blönduóss árið 2000. Buggu þar í nábýli við okkur hjónin og barnabörnin í fimm ár en Halla lést þar eftir stutt veikindi. Missir Baldurs var mikill enda voru þau hjón mjög samrýnd. Baldur fluttist síðan aftur í Kópavoginn og svo skemmtilega vildi til að hann fluttist aftur í sömu íbúð og þau hjón höfðu byrjað sinn búskap í. Þar and- aðist hann sáttur. Góðar minn- ingar um góðan mann munu lifa. Hvíldu í friði félagi. Gísli Guðmundsson. Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar ég talaði fyrst við Baldur tengdaföður minn fyrir meira en 30 árum. Ég var að verða 17 ára og nýbyrjuð með Sigtryggi, manninum mín- um. Hann hafði boðið mér í heimsókn í ættaróðalið við Auð- brekku og einhverra hluta vegna svaraði ég í símann og hrjúf og nokkuð ákveðin rödd spurði hver ég væri. Ég mjálm- aði: „Sigrún.“ „Hvað í andskoll- anum ert þú að gera þarna?“ var þá spurt. Mér var nokkuð brugðið en hvíslaði eitthvað á þá leið að ég væri bara í heimsókn. Sigtryggur kom til bjargar og útskýrði fyrir Baldri að ég væri „vinkona hans“ en ekki eigin- kona Óskars, eldri bróður hans. Stuttu seinna, þegar Baldur og Halla, tengdamóðir mín, komu heim og ég hitti þau í fyrsta sinn, var mér tekið opnum örm- um og mikið hlegið að þessum misskilningi. Þó að Baldur hafi reynst svo hvassyrtur við okkar fyrstu kynni, var mér strax vel tekið í fjölskyldunni. Ég var svo velkomin að í mínum huga er eins og þau hefðu bókstaflega beðið eftir mér. Baldur sýndi mér alltaf mikla virðingu og vin- semd og ég fékk á tilfinninguna að hann væri stoltur og ánægð- ur yfir því sem ég var að gera og stefna að. Hann var líka svo einstaklega smekklegur og færði mér ýmislegt úr ferðum sínum erlendis. Síðar bjuggum við Sigtryggur í íbúð í kjall- aranum í Auðbrekkunni. Á þess- um tíma var Sigtryggur mikið að ferðast og ég var ólétt af eldri dóttur okkar. Baldri fannst það nú frekar slæmt að tengda- dóttirin væri skilin eftir ein í þessu ástandi, og hann kom iðu- lega niður til að spyrja mig hvort ég vildi ekki borða með þeim Höllu. Og það skal við- urkennast að ég borðaði yfirleitt með þeim. Og þó að ég þættist fær í flestan sjó, sjálfstæð kona og allt það, var óneitanlega ynd- isleg tilfinning að koma út á köldum vetrarmorgni og sjá að Baldur var búin að skafa af bíln- um mínum. Það var alltaf gott samneyti milli mín og tengdaforeldra minna og þau voru með okkur á mikilvægum stundum í lífi mínu. Það var líka svo ánægjulegt að fylgjast með sambandi þeirra Baldurs og Höllu en ástríkara hjónaband var vandfundið. Baldur var heimsmaður og töff- ari, glaðlyndur og dásamlega prakkaralegur. Og við áttum mörg kvöld þar sem dætur mín- ar og tengdasonur fengu að heyra brot af þeim ótrúlegu æv- intýrum sem lífið færði Baldri. Í tilefni 85 ára afmælis Bald- urs í lok janúar síðastliðins var slegið upp þorrablóti. Kvöldið var einstaklega skemmtilegt og Baldur lék við hvern sinn fingur í félagskap fjölskyldu og gam- alla vina. Að sumu leyti held ég að hann hafi litið á þetta sem sína kveðjuveislu og ég veit að hann kvaddi þetta líf sæll, tilbú- inn að halda til funda við sína heittelskuðu Höllu. Það velur enginn sína tengda- foreldra, maður velur sér maka og restin fylgir með í kaupbæti. Samt er það svo að ég hefði ekki getað fengið betri tengdafor- eldra þó svo að ég hefði valið úr mörgum umsækjendum. Baldur og Halla reyndust mér alla tíð svo vel og gáfu mér svo mikið, eitthvað sem býr með mér allt lífið. Sigrún Hrafnsdóttir. Við eigum ótal skemmtilegra og góðra minninga um hann afa Baldur okkar. Við minnumst helst ísbíltúranna niður á bryggju til að skoða bátana, veiðiferðanna með þeim ömmu Höllu, sumarbústaðaferðanna með þeim í Nesvík og skemmti- legu sagnanna sem afi sagði okkur áður en við fórum að sofa á kvöldin. En hann gat spunnið upp á staðnum ýmis spennandi ævintýri sem urðu oft að fram- haldssögum. Afi Baldur lifði viðburðaríku lífi, hann hafði heimsótt flestöll lönd í heiminum og það þótti okkur systrum ansi spennandi. Um tíma bjuggum við fjölskyld- an í kjallaranum í Laufbrekk- unni hjá afa og ömmu. Þá biðum við spenntar eftir afa þegar hann var að koma heim úr flugi en þá fengum við iðulega að máta flugvélstjórahúfuna hans þegar hann kom inn úr dyr- unum en það þótti okkur mikið sport. Afa fannst mjög gott að borða góðan mat og eins þá fannst honum mjög gaman að gefa öðr- um að borða líka. Það var spes nammiskúffa heima hjá afa og ömmu í Laufbrekkunni og fyllti afi reglulega á skúffuna með ýmiskonar nammi sem ekki var hægt að kaupa á Íslandi í þá daga. Hann sá líka til þess að við fengum reglulega sleikjó þegar hann var heima. Svo kom að því að mamma bannaði afa að kaupa sleikjó í fríhöfninni. Afi hlýddi mömmu en keypti bara í staðinn kara- mellur og hlaup (eða seigt- inammi eins og hann kallaði það). Við systur fengum þá í staðinn hvor sinn pokann af karamellum og seigtinammi þegar afi kom heim. Sátum við svo upp í sófa hvor með sinn pokann okkar og vorum mjög sáttar við þessi skipti en ekki kannski mamma. Þegar við fórum í framhalds- skóla keyptu mamma og pabbi íbúð fyrir okkur systur rétt hjá ömmu og afa. Við fórum því reglulega í mat til afa og ömmu. Afi passaði alltaf að við borð- uðum vel, enda þótti honum ekkert skemmtilegra en að elda. Það var yndislegt að geta átt at- hvarf hjá þeim. Elsku afi okkar, við vitum að þú ert kominn núna til hennar ömmu Höllu. Við kveðjum þig með þessu versi sem þú fórst svo oft með okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hvíl í friði, við söknum þín. Þínar, Halla og Arndís Gísla- dætur og fjölskyldur. Elsku afi minn. Ég mun sakna þín mikið en ég veit að þú ert á góðum stað núna og hjá ömmu. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég er af- ar þakklát fyrir að eiga, elsku afi minn. Hann átti svo við- burðaríka ævi og það var alltaf yndislegt að hlusta á sögurnar af afa á ferð og flugi um heim- inn. Ein af mínum fyrstu minn- ingum um afa minn er frá því ég var rúmlega þriggja ára og fjöl- skyldan fór í ferðalag til Banda- ríkjanna. Ég man alltaf eftir því þegar ég sat í kjöltunni á afa í stjórnklefanum í flugvélinni og fékk að ýta á einn takka á stjórnborðinu. Þetta fannst mér stórmerkilegt og í minningunni var takkinn á stærð við höndina á mér og ég var að stýra flug- vélinni. Ég minnist líka allra veiði- ferðanna sem við krakkarnir fórum með þeim ömmu og þeg- ar hann kenndi mér að setja orm á öngulinn í fyrsta skipti. Páskabaðið fræga þar sem hann raðaði hlaupi eða „seigtinammi“ eins og hann kallaði það á bað- brúnina og fiskbollurnar að hætti afa með brúnni sósu, sem er ennþá uppáhaldsmaturinn minn. Ég minnist allra þeirra stunda þegar þau amma bjuggu á Blönduósi og þegar hann kom að heimsækja mig þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri. Hann var alltaf svo áhugasamur um það sem maður tók sér fyrir hendur og hafði alltaf eitthvað gott og hvetjandi að segja. Ég kveð þig elsku afi minn með ást og hlýju og þú munt alltaf lifa áfram í minningunni. Hvíl í friði, elsku besti afi minn. Þín Rannveig. Baldur kom inn í mína fjöl- skyldu er þau Halla systir kynntust. Þau voru bæði í KFUM og K mjög áhugasöm í þeim félagsskap alla tíð og áttu þar marga góða vini. Baldur var sérstaklega þægilegur í um- gengni, léttur, kátur og ábyrgð- arfullur. Baldur og Halla voru oft, vegna vinnu hans sem flug- virki hjá Loftleiðum, send hing- að og þangað til starfa. Þetta tók mjög á fjölskylduna, en þau voru samstiga í að skapa sér gott heimili, hvort sem var í Noregi eða Ameríku. Þau byggðu sér hús í Auðbrekku 13 í Kópavogi og áttu heima þar um skeið. Seinna fluttu þau að Blönduósi þar sem Þórdís dóttir þeirra bjó með sinni fjölskyldu. Þar áttu þau góða daga í nokkur ár. Baldur naut þess að fara í gönguferðir, líta niður á bryggju og tala við krakkana sem þar voru við veiðar. Við Baldur og Halla áttum margar góðar stundir saman við veiðar og úti- vist. Þegar Halla lést árið 2003 flutti Baldur aftur suður og fékk leigða sömu íbúð og þau Halla höfðu byrjað sinn búskap. Hann bjó þar með köttinn sinn og undi sér vel. Strákarnir hans voru á næstu grösum og var hann í góðu sambandi við þá. Baldur stundaði ungur fim- leika og var alla tíð vel á sig kominn. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og naut þess að vera með sínum. Þegar Baldur varð 85 ára í janúar var boðið til veislu og þar sátum við Baldur saman og nutum þess að vera til. Þetta var í síðasta skiptið sem við Dísa hittum hann. Nokkrum dögum síðar var hann allur. Hann dó í rúminu sínu þar sem þau Halla höfðu deilt sæng frá fyrstu tíð. Blessuð sé minning um góðan dreng. Þökk fyrir allt, kæri Baldur. Guð blessi þitt fólk. Þinn vinur og mágur, Vilhjálmur Sigtryggsson. Kveðja frá Éljagangsmönnum Enn fækkar í hópi gamalla KFUM-félaga sem árið 1948 stofnuðu lítið félag um skíða- skála sem þeir keyptu og var í smíðum á Hellisheiði. Félagarn- ir urðu alls 24 sem stóðu að þessum kaupum. Baldur var meðal þessara KFUM-manna og var hann einn af frumkvöðl- unum. Hann var kosinn í fyrstu stjórn félagsins og sat í stjórn í mörg ár, lengst af sem ritari. Skálann nefndu félagarnir Élja- gang og festist nafnið síðan við hópinn, sem jafnan voru kallaðir Éljagangsmenn. Baldur var meðal þeirra sem voru jafnan í framlínunni á meðan verið var að festa lög og reglur í sessi. Til margra ára var árlegur viðburður að halda árshátíð í nafni hópsins í húsakynnum KFUM við Amtmannsstíg og voru þær ætíð vel sóttar. Baldur var oft í undirbúningsnefnd, enda afar skemmtilegur og hug- myndaríkur. Hann var ágætur skíðamaður og sótti m.a. skíða- skóla á Ísafirði ásamt þremur öðrum úr félaginu. Baldur nam flugvélvirkjun og vann lengst af hjá Loftleiðum. Vegna starfa sinna var hann bú- settur ásamt fjölskyldu sinni í Noregi og síðar í Bandaríkjun- um og af þeim sökum var um tíma sem hann gat ekki sótt samverustundir í félaginu. Hann var einn þeirra sem aldrei létu sig vanta þegar félagarnir hitt- ust á fundum, ef hann gat því við komið. Þegar hann á seinni árum bjó á Blönduósi þótti hon- um vænt um ef reynt yrði að velja dag til að hittast þegar hann átti erindi til borgarinnar. Honum þótti það skemmtileg tilviljun, þegar hann flutti frá Blönduósi, að setjast að í sömu íbúð og þau Halla höfðu byrjað sinn búskap í. Brottkall Baldurs kom okkur Éljagangsmönnum á óvart. Þeg- ar við hittumst síðast, í byrjun desember á síðasta ári, var hann hress og virtist í góðu formi. Við vorum reyndar þess meðvitaðir að hann var búinn að ganga með hjartakvilla í nokkurn tíma og hafði hann orð á því að þegar hann fékk gangráðinn hefði lífið hjá honum gjörbreyst. Þegar lit- ið er til baka er í huga okkar Éljagangsmanna fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa átt Bald- ur að félaga og vini. Þakklæti fyrir allar góðar og eftirminni- legar samverustundir og fyrir að hafa oft, á fyrri árum, átt þess kost að halda fundi á heim- ili þeirra Höllu þegar þau bjuggu í Kópavoginum. Við biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja börn þeirra hjóna ásamt barnabörnum, barnabarnabörnum og tengda- fólki. F.h. Éljagangsmanna, Narfi. Í bernsku hitti ég hann fyrst í lok fimmta áratugar síðustu ald- ar. Hann var glaður, ferskur, góðlegur og tók okkur strákun- um í KFUM, „sveitinni hans“ (Grettisgötugenginu o.fl.) alltaf ljúflega en með festu. Þegar við fórum yfir mörkin í ærslum byrsti hann sig og hvessti og við vissum hvaðan á okkur stóð veðrið. Hugmyndaflug hans flaug í hæstu hæðir og þegar hann sagði okkur framhaldssögur var steinhljóð í salnum. Allir sátu gapandi af spenningi. Sögurnar hans voru ólíkar öllum öðrum sögum sem við heyrðum og lás- um. Hann var á undan samtíð okkar. Ég hafði í langan tíma ætlað að fá lánaða bók á bóka- safni KFUM eftir Jules Verne sem nefndist Leyndardómar Snæfellsjökuls en tók oftast Hróa hött, Benna-bækurnar, Son öræfanna eftir Jón Björns- son og aðrar spennubækur okk- ar tíma. Baldur sýndi okkur ekki að- eins bráðskemmtilegar sögur um Knold og Tot á myndvarpa þeirra tíma heldur skáldaði sín- ar eigin vísindaskáldsögur. Þær gerðust ekki í iðrum jarðar eða neðansjávar heldur úti í geimn- um. Ímyndunaraflið hafði engin landamæri. Hann var Isaac Asi- mov okkar drengjanna. Við sátum negldir í sætum okkar meðan á sögum hans stóð. Svo hætti hann er leikar stóðu sem hæst og við gátum ekki set- ið kyrrir af spenningi. Við stóð- um á fætur og sungum af krafti Áfram Kristsmenn, krossmenn og Hver er í salnum? svo inni- lega af hjarta að veggirnir titr- uðu. En hugurinn var bundinn lengst úti í víðáttum og undrum geimsins. Blandan reyndist hin besta er árin liðu: söngur, sög- ur, viðmót, guðs orð og góðir siðir og ljúfur andblær. Það stafaði frá Baldri hlýja og einlægni, glettni og dálítil stríðni. Maður fann að honum þótti vænt um okkur og með gleði sinni og umhyggju sáði hann fræjum sem enn bera ávöxt á mínum efri árum. Ég minnist veru hans frá bernsku- skeiðinu með miklu þakklæti. Þegar ég síðar meir sagði sögur í gönguferðum upp á Skarðs- heiði, í Lindarrjóðri eða á kvöld- vökum í Vatnaskógi og í KFUM, voru áhrif hans mikil í frásagnarhefð minni. Viðmót hans hafði greypst í vitund mína. Minning um Baldur er mér ljós og kær og sendi ég fjöl- skyldu hans og ástvinum ein- lægar samúðarkveðjur. Þórir S. Guðbergsson. Baldur G. Bjarnasen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.