Morgunblaðið - 20.02.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.02.2012, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. Hafin er löngu tíma- bær umræða um fram- tíð lífeyriskerfisins. Ekki svo að skilja að hún sé ný af nálinni því áratugum saman hafa lífeyrismálin brunnið heitar á samtökum launafólks en flest önn- ur mál. Ekki að undra, öll viljum við eiga tryggt ævikvöld og þar skiptir öllu að vita að við getum geng- ið að lífeyri vísum. Þess vegna erum við viljug að leggja til hliðar drjúgan hluta af tekjum okkar og geyma til efri áranna. Ekki sparigrís Fyrir nokkrum árum var mikil um- ræða, bæði hér á landi og víða um heim, um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og þjóðanna. Menn höfðu áhyggjur af því að vinnandi fólki færi fækkandi, öldruðum fjölgandi og spurning hvort verðmætasköpun yrði nóg til að rísa undir öllu bákninu, það er að segja með góðum lífskjörum fyrir aldraða. Eftir tilkomu lífeyr- issjóðanna þagnaði þessi umræða hér á landi. Menn voru jú farnir að leggja fyrir. Vandinn var – og er – hins veg- ar sá að peningar geymast illa í því hagkerfi sem við búum við. Einmitt það gerði ég að umræðuefni í sept- ember árið 2004 og skrifaði þá m.a.: „Það má hins vegar ekki gleymast að það er enginn sparigrís sem safnað er í. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta í at- vinnulífinu og vandinn er nákvæm- lega sá sami nú og hann var áður. Hvort sem verðmætin eru tekin út úr atvinnulífinu í gegnum skatta, svo- kölluð gegnumstreymislífeyriskerfi eða í gegnum arðtöku lífeyrissjóða er verið að framkvæma nákvæmlega sama hlutinn: Að flytja til verðmæti í efnahagskerfinu. Spurningin er hvernig efnahagslífið rís undir því á hverjum tíma að greiða arð sem nem- ur því að framfleyta fjölmennri eldri kynslóð lífeyrisþega … Það er ekki nóg að sýna jákvæðar arðsemistölur núna, spurningin er hvernig efna- hagslífið verður í stakk búið þegar að því kemur að standa sína plikt. Dæmi: lífeyrissjóðirnir fjárfesta grimmt í KB banka, hann sýnir núna bullandi arð. Allir kátir. Síðan kemur að því að innheimta þennan arð ef við gefum okkur áframhaldandi eign- arhlut lífeyrissjóðanna. Hvernig verður bankinn í stakk búinn til að borga út eftir þrjátíu ár? Rís hann undir væntingum okkar?“ Hámarksávöxtunar krafist Við vitum nú hvernig fór um sjó- ferð þá. En sjóferðinni er ekki lokið. Kerfið er nákvæmlega hið sama og það hefur verið síðan 1997 þegar líf- eyrislögunum var breytt og allir sjóð- irnir markaðsvæddir og gert að leita jafnan hámarksávöxtunar að teknu tilliti til áhættu. Sá skilningur var lagður í kröfuna um hámarksávöxtun hjá flestum sjóðum að þeim bæri skylda til að vera stöð- ugt á skimi eftir þeim kostum sem bestir gæf- ust, nánast þann dag- inn. Lífeyrissjóðir urðu í þeim skilningi ekki hinir þolinmóðu lang- tímafjárfestar sem margir ímynduðu sér að þeir væru, heldur vakr- ir skammtímafjárfestar sem ávöxtuðu sitt pund sem best þá stundina. Þetta var líka tíðarand- inn. En lífeyrissjóðirnir voru líka trúir þeirri köllun sinni að ávaxta pund sjóðsfélaga. Ég sagði einhverju sinni í sjónvarpsþætti á árum áður, að ástæðan fyrir því að lífeyrissjóðirnir högnuðust öllum fjárfestum betur í þeirri kaup- og söluhrinu á eign- arhlutum í bönkum sem þá gekk yfir væri að þeir væru einu alvörubrask- ararnir; hugsuðu um það eitt að há- marka gróða en fyrir þeim vekti ekki að ná undirtökum eða völdum í at- vinnulífi eins og vildi brenna við hjá ýmsum öðrum fjárfestum! Og lífeyrissjóðirnir græddu vel. Hagnaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fjárfestingum sjóðsins á árunum 2003 til ársloka 2007 nam 145 milljörðum króna! Þetta er talsvert umfram tapið hrunárin tvö sem síðan fóru í hönd. En hrunið var mörgum áfall og vonandi til skilningsauka á eðli fjárfestinga lífeyrissjóðanna á markaði. Þar eru þeir að sjálfsögðu undirseldir þeim sveiflum sem hag- kerfið tekur. Það er ekkert bundið við Ísland. Norski olíusjóðurinn tapaði fjórðungi eigna sinna árið 2008! Og ein ástæðan fyrir því að ávöxtun LSR árið 2007 var nærri núllmarkinu þrátt fyrir mikinn fjárfestingargróða hér innanlands var að hlutafjáreign sjóðs- ins erlendis tók þá tímabundna dýfu á fjölþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Höggið sem við fengum í efnahags- hruninu gefur að mínu mati tilefni til umhugsunar um eftirfarandi spurn- ingu: Rís íslenska hagkerfið undir því að lífeyrissjóðir fjárfesti sextíu til áttatíu milljarða árlega? Samtals fjár- festa þeir um eitt hundrað og tuttugu milljarða en helminginn hafa þeir heimild til að fara með úr landi. Hér dugar ekki að spyrja hvort faðmurinn sé opinn fyrir slíkum fjárfestingum, heldur hvort þær séu líklegar til að gefa af sér þann arð sem lífeyrissjóð- irnir telja sig þurfa til að rísa undir því réttindakerfi sem sjóðirnir hafa skuldbundið sig til að veita. Til samfélagslegrar uppbyggingar Þetta tengist öðrum þætti, nefni- lega þeirri ósk margra að lífeyrissjóð- irnir verði notaðir í ríkari mæli en gert hefur verið um skeið til að fjár- magna samfélagslega verðug verk- efni, uppbyggingu á innviðum sam- félagsins. Því er ég mjög eindregið fylgjandi. Ef þetta er hins vegar gert án milligöngu ríkis eða sveitarfélaga er hætt við að þessi góði ásetningur snúist upp í að verða tæki til mark- aðsvæðingar á þessum sömu inn- viðum. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega – og því má ekki gleyma – fjárfestar sem horfa til hámarksávöxtunar. Hætt er við því að þeirrar ávöxtunar verði ekkert síður krafist af hjúkr- unarheimilinu en öðrum fjárfest- ingum. Ef við förum út á þessa braut er líka hætt við því að fjárfesting- arsólgnir lífeyrissjóðir verði þrýstiafl fyrir einkavæðingu. Það hefur gerst víða erlendis. Verkalýðssamtök hafa fundið sig í þeirri kostulegu stöðu að krefjast annars vegar hárrar ávöxt- unar og hvetja síðan til mótmæla á einkavæddum stofnunum þar sem kjörum er haldið niðri og þjónustu að sama skapi, til að fá sem mestan arð. Í þessu samhengi öllu verður að sjálfsögðu að halda því til haga að ís- lensku lífeyrissjóðirnir hafa að veru- legu leyti staðið undir íbúðarlánum til landsmanna, með beinum lánum til sjóðfélaga og með því að fjármagna Íbúðalánasjóð. Þá hafa lífeyrissjóðir óbeint fjármagnað ýmsar fram- kvæmdir á vegum ríkis og sveitarfé- laga með skuldabréfakaupum af þeim. Loks má nefna að lífeyrissjóðir hafa óbeint fjármagnað stóran hluta af byggingum elliheimila fyrir aldr- aða með því að kaupa skuldabréf af Íbúðalánasjóði, sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga. Auðlindasjóður fjármagni almannatryggingar Ef lífeyrissjóðirnir eiga að nýtast samfélaginu vel til uppbyggingar verða ríki og sveitarfélög að annast milligöngu með fjárfestingar. Lífeyr- issjóðirnir gætu lánað fjármagn til uppbyggilegra verkefna en á mjög hagstæðum kjörum. Þarna færum við að nálgast gegnumstreymishugsun sem hugmyndin var að fjarlægjast með kerfisbreytingunum 1997. Reyndar áttu þær kerfisbreytingar sér miklu lengri aðdraganda því í reynd voru það bara opinberu sjóð- irnir sem voru að hluta til gegn- umstreymissjóðir þegar hér var kom- ið sögu. En hugsunin á árunum 1996 og 1997 þegar þessi mál voru til um- ræðu var að smám saman tækju líf- eyrissjóðirinr meira og minna yfir hlutverk almannatrygginga í lífeyr- iskerfi landsmanna. Ég er í reynd að leggja til að þessi áform verði end- urkoðuð. Sjóðshluti lífeyriskerfisins verði minnkaður og fundinn stakkur sem betur hæfir vexti og nýtir pen- inga okkar í meira mæli í samfélags- lega þágu. Síðan mætti hugsa sér að nýr Auð- lindasjóður, sem nú er í burð- arliðnum, fengi það sérstaka hlutverk að fjármagna almannatryggingakerfi landsmanna. Framtíð lífeyriskerfisins Eftir Ögmund Jónasson »Ef lífeyrissjóð- irnir eiga að nýt- ast samfélaginu vel til uppbyggingar verða ríki og sveitarfélög að annast milligöngu með fjárfestingar. Ögmundur Jónasson Höfundur er innanríkisráðherra. Það er afar mikilvægt að hjálpa öðr- um þjóðum með þróunaraðstoð. Sér- staklega þeim þjóðum sem við þekkj- um vel til og eru með lýðræðislega stjórnarhætti. Ís- lendingar eyða meira en fimm milljörðum á ári vegna þróun- araðstoðar í gegn- um Þróunarsam- vinnustofnun Íslands, ESB, Sameinuðu þjóð- irnar, Rauða krossinn, Hjálp- arstofnun kirkjunnar og aðra. Víða er pottur brotinn hjá hinu op- inbera þegar kemur að þróun- araðstoð. Hægri grænir, flokkur fólksins, vilja loka umdæmis- skrifstofum Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands sem hafa stöðu sendi- ráðs í viðkomandi ríkjum: Malaví, Mósambík, Namibíu, Úganda og Srí Lanka. Þessum verkefnum vill flokk- urinn hætta og beina fjárútlátum til brýnni verkefna og íslenska velferð- arkerfisins. Í framhaldinu endur- skoða rekstur Þróunarstofnunar Ís- lands. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann vilji sameina Þróunarsam- vinnustofnun Íslands og Íslandsstofu í sparnaðarskyni. Ekki er verið að segja með þessu að það standi til að hætta allri þróunarhjálp heldur end- urskipuleggja þetta kerfi. Flokknum finnst að íslensk þróunaraðstoð eigi að einskorðast við þá sérþekkingu sem Íslendingar hafa á nokkrum sviðum eins og í sjávarútvegi, stoð- tækja- og gervilimaaðstoð, nýtingu jarðvarma og í matvælaframleiðslu. Íslendingar eiga mjög góð fyrirtæki sem eru á heimsmælikvarða í þessum greinum og eigum við að láta þau njóta góðs af því. Þróunaraðstoð á að vera sjálfsprottin og sjálfbær þar sem því er viðkomið og vilja Hægri grænir leita til einkageirans, sjálf- boðaliðasamtaka (NGO’s), Rauða krossins og kirkjunnar í því tilliti. GUÐMUNDUR F. JÓNSSON, viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Þróunaraðstoð Frá Guðmundi F. Jónssyni Guðmundur F. Jónsson Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.