Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Ljósmynd/Linda Hansen Ciao bella Önnur systirin nýtur útsýnisins til Vesúvíusar frá sundlauginni í Sorrento, þar sem þær dvöldu saman. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þegar ég sit seinni part dags áfallegu torgi á Ítalíu, meðdagbókina mína, góðandrykk, hljóminn af þessu yndislega tungumáli í eyrunum, ilm- inn af hvítlauk og basil í nösunum, hlýjuna frá lækkandi sólinni í andlit- inu, tásurnar berar í sandölunum, þá er lífið fullkomið.“ Þannig skrifaði Rósa Hansen í ritgerð um hamingj- una í námi sínu við MH í vetur, en Rósa féll fyrir Ítalíu fyrir margt löngu, eða árið 1979 þegar hún vann þar í þrjá mánuði. Síðan þá hefur hún farið margoft til Ítalíu og sótt fjölda ítölskunámskeiða, bæði hér heima og úti. Það skemmtilega er að Linda systir hennar féll fyrir Frakklandi og hefur einnig heimsótt það margsinnis og farið á ótal frönskunámskeið. Það má því segja að Rósa og Linda séu systurnar frönsku og ítölsku, því Linda kann ekki síður vel við Ítalíu og Rósa ann einnig Frakklandi. Einar Garibaldi og sælkerar „Þetta eru okkar önnur heima- lönd og það líður ekki ár án þess að við förum til þessara landa. Undan- farin fjögur ár höfum við farið í jafn- margar gönguferðir til Ítalíu með gönguhópnum okkar. Í einni ferðinni gengum við um Cinque Terre, í ann- arri gengum við í nágrenni Garda- vatnsins og í fyrra fórum við til Vind- eyja á Sikiley og gengum þar. Á næsta ári stefnir hópurinn á að fara í hjólaferð til Frakklands. Einar Gari- baldi hefur verið leiðsögumaðurinn okkar í öllum þessum ferðum en hann hefur búið á Ítalíu í áraraðir og er því vel inni í ítalskri menningu, mat- argerð og víngerð. Þessar gönguferð- ir eru nefnilega ekki síður sælkera- ferðir og við leggjum mikið upp úr mat og drykk og að njóta lífsins. Hóp- urinn kallar sig Spritzara, eftir sér- lega góðum drykk sem við gæðum okkur oft á í þessum ferðum og er blanda af aperol og freyðivíni,“ segja þær systur og bæta við að göngur séu árstíðabundnar hjá þeim. „Við förum ekki út að ganga í frosti og hálku með ennisljós, við erum of miklar príma- donnur til þess. Við viljum bara ganga í góðu veðri, sumar og sól. Spritzararnir eru algerir sælkerar og Einar Garibaldi fellur vel í kramið því hann hefur þennan sama brennandi áhuga á mat og víni.“ Matsala í fornu heimahúsi Rósa og Linda eru miklar ljós- myndakonur og þær sjá um mynda- tökurnar í gönguferðunum og búa síðan til glæsilegar harðspjalda- myndabækur eftir hverja ferð fyrir sjálfar sig og göngugarpana. Þær búa líka til myndabækur eftir allar ferð- irnar sem þær dvelja saman tvær á Ítalíu eða í Frakklandi. „Bæði eftir gönguferðina um Cinque Terre og Þetta eru hin heimalöndin okkar Rósa talar hljómþýða ítölsku og Linda fantafína frönsku. Þær eru heill- aðar af löndunum þar sem þessar tungur eru talaðar og hafa sótt þau heim ótalsinnum og í seinni tíð farið þangað í gönguferðir í góðum hópi vina þar sem mikið er lagt upp úr því að njóta menningar, matar og víns. Eins og allir vita eru ferðalög ótal margt annað en flugferðir og gisti- staðir. Þau snúast ekki síst um að kynnast öðru fólki og annarri menn- ingu. MATADOR er fjölmiðlafyrirtæki sem einbeitir sér að ferðalagamenn- ingu um allan heim. Á vefsíðunni þeirra má lesa ótal frásagnir, skoða myndbönd þar sem fólk segir frá ferðalögum, bendir á athyglisverða staði til að heimsækja, hverskonar hagkvæmar ráðleggingar osfrv. Þarna má t.d. lesa um það hvernig segja á „Ég elska þig“ á 100 tungu- málum, um manninn sem bjó á hjól- inu sínu, um fjóra staði í Brasilíu sem enginn hefur heyrt um og fleira. Vefsíðan www.matadornetwork.com Ævintýr Margt skrýtið og skemmtilegt getur gerst í ferðalögum. Fyrir ferðalagasjúka og aðra Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á safnanótt hinn 10. febrúar sl. var tilkynnt um úrslit í samkeppninni „Það er algjör vitleysa að reykja!“ Samkeppnin var haldin í tilefni af sýningunni „Þetta er allt sama tób- akið!“ sem stendur nú yfir í Þjóð- minjasafni Íslands. Sigurvegari í keppninni var Jóna Kristín Erlends- dóttir og hlaut hún forláta iPad í verðlaun. Í öðru sæti varð Karólína Rós Ólafsdóttir og í því þriðja Aron Freyr Kristjánsson. Hlutu þau bæði iPod. Allir sigurvegararnir fengu viðurkenningarskjal og eintak af ritinu Hlutavelta tímans: menning- ararfur á Þjóðminjasafni auk þess sem sigurplakatið verður prentað hjá Prentsmiðjunni Odda og mun það fara í dreifingu í grunnskóla og félagsmiðstöðvar. Sigurtillögurnar ásamt úrvali plakata sem bárust í keppnina má nú sjá á sýningu á Torgi við Kaffi- tár í Þjóðminjasafni Íslands. Að samkeppninni stóðu, auk Þjóð- minjasafnsins, Krabbameinsfélagið, embætti landlæknis og Prent- smiðjan Oddi. Öllum grunnskóla- nemendum í 7.-10. bekk stóð til boða að taka þátt í samkeppninni um hönnun og gerð á nýju tóbaks- varnarplakati. Bárust tæplega 400 tillögur keppnina og því var það mikið vandaverk fyrir dómnefndina að velja bestu plakötin. Það voru þau Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður og Geir Gunnlaugsson landlæknir sem afhentu verðlaunin á safnanótt. Tóbaksvarnarátak Verðlaunaafhending Jóna Kristín Erlendsdóttir tekur á móti verðlaununum. Jóna Kristín Erlendsdóttir sigurvegari H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Sigurplast - umbúðir. Rótgróið plastframleiðslufyrirtæki. Sjá nánar á forsíðu www.kontakt.is. • Glæsilegur veitingastaður á besta stað í Reykjavík. Góð velta og afkoma. • Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir gróðurhús. Ársvelta 100 mkr. og mjög vaxandi. Góð afkoma. • Rótgróið framleiðslufyrirtæki á einkennisfatnaði óskar eftir fjármála- eða framkvæmdastjóra og meðeiganda. Starfssvið m.a. fjármál og innkaup. 20-30% hlutur í boði fyrir 12-17 mkr og frekari kaupréttur mögulegur. • Heildverslun með vinsælar sérvörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 15 mkr. • Stórt þjónustufyrirtæki í ræstingum. Traustir viðskiptavinir og góð afkoma. • Sérhæfð verslun með vaxandi veltu og góða framlegð. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 20 mkr. Engar skuldir. • Heildsala með þekkt merki í tískufatnaði. Selur vörur í 20 verslunum um land allt, auk eigin verslunnar í Kringunni og outlets á besta stað. Ársvelta um 250 mkr. • Allt að 100% hlutur í litlu framleiðslufyriræki í málmiðnaði sem er mjög vel tækjum búið. Sameining kemur til greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.