Morgunblaðið - 20.02.2012, Side 16

Morgunblaðið - 20.02.2012, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forystumennríkis-stjórnar- innar, þau Jó- hanna Sigurðar- dóttir og Stein- grímur J. Sigfús- son, hafa bæði hafnað því að í hæstaréttardómi í liðinni viku um gengislán komi fram að með lögum sem þau og aðrir stjórnarliðar settu, nr. 151/ 2010, hafi stjórnarskráin verið brotin. Þetta er mjög sérstök höfnun þegar horft er til þess sem segir í dómnum. Niðurstaða dómsins er að samningsvextirnir skuli gilda fyrir þá gjalddaga sem um ræðir í málinu þar sem fulln- aðargreiðsla hafði farið fram og að fjármálastofnunin geti ekki krafið lántakandann um „viðbótargreiðslur vegna þeg- ar greiddra vaxta aftur í tím- ann“. Þetta er niðurstaða Hæsta- réttar þrátt fyrir ákvæði fyrr- greindra laga um ákvörðun vaxta aftur í tímann af geng- islánum sem hafa verið dæmd andstæð lögum. Um þetta segir í dómnum: „Með almennum lögum er ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reynir í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt. Færi slíkt í bága við þá vernd eignarréttinda sem leiðir af 72. gr. stjórnar- skrárinnar. Af þessum sökum fá nefnd lög ekki haggað þeirri niðurstöðu sem komist er að í kafla IV hér að fram- an.“ (Í kafla IV er fjallað um vaxtagreiðslur aftur í tímann.) Öllu skýrara getur þetta ekki verið. Hæstiréttur dæmir að þrátt fyrir ákvæði laga nr. 151/2010 um ákvörðun vaxta aftur í tímann skuli samnings- vextir gilda en ekki þeir sem lögin kveða á um. Ástæðan sem gefin er fyrir því að fara ekki eftir skýru ákvæði laganna er að ákvæðið fer í bága við 72. gr. stjórn- arskrárinnar. Rétt er að vekja athygli á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórnin gefur ekkert fyr- ir hæstaréttardóm. Hún lét stjórnlagaþing til dæmis taka til starfa þvert ofan í hæsta- réttardóm og lét nafnbreyt- ingu duga til að sniðganga dóminn. En hvernig skyldi standa á því að ríkisstjórnin leyfir sér að hafa hæstarétt- ardóma að engu og neitar að þeir segi það sem augljóst er? Ástæða þess að forystu- menn ríkisstjórnarinnar neita að skilja dóminn eins og hann er skrifaður er hluti af spun- anum sem ríkisstjórnin geng- ur fyrir. Með því að neita að samþykkja staðreyndir er hægt að halda því fram að um niðurstöðuna ríki ágreiningur og túlkunin sé aðeins háð póli- tísku mati. Stjórnarliðar segja eitt, stjórnarandstæðingar annað og þar með er málið að- eins pólitískt bitbein þar sem hver getur haft sína skoðun og staðreyndir eru í besta falli á reiki. Með þessu kemst ríkis- stjórnin hjá því að játa á sig mistök og telur sig þar með ekki þurfa að bæta ráð sitt. Hún hefur ekkert gert af sér og getur því haldið áfram að umgangast stjórnarskrána, Hæstarétt eða aðrar stofnanir ríkisins eins og henni hentar. Hún gerir bara það sem henni sýnist, neitar að nokkuð sé að og dregur þjóðina með sér lengra út í ógöngurnar. Þetta er auðvitað blygðun- arlaus ósvífni og misnotkun á þeirri aðstöðu sem stjórnar- flokkunum tókst að koma sér í, en á meðan stjórnarliðar láta sig hafa þetta getur al- menningur lítið annað gert en að bíða næstu kosninga. Stjórnvöld stunda ógeðfelldan spuna gagnvart dómum Hæstaréttar} Hæstaréttardómar hafðir að engu Í nýrri skýrsluum sjávar- útveg kemur fram að framlag hans til landsfram- leiðslunnar, beint og óbeint, sé um fjórðungur. Ennfremur að um fimmta hvert starf í landinu sé beint eða óbeint til vegna sjáv- arútvegsins. Sjávarútvegur hefur oft verið vanmetinn í hagtölum hér á landi vegna þess að ekki hefur verið litið til þess að um grunn- atvinnuveg er að ræða. Þessar nýju tölur gefa mun betri mynd af þýðingu greinarinnar. Þær sýna um leið hvílíkt hættuspil stjórnvöld hafa lagt út í með tilraunum til að kippa rekstrargrundvellinum und- an fyrirtækjum í greininni. Vægi sjávarútvegs hefur lengi verið vanmetið hér á landi} Fjórðungur framleiðslunnar E nn einu sinni ríkir óvissa í banka- kerfinu. Eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi afturvirka lagasetn- ingu frá 2010 um að vextir á er- lendum gengislánum skyldu mið- ast við óverðtryggða bankavexti Seðlabankans er allt í loft upp. Ég heyrði sögu af bankastarfsmanni sem hafði unnið við að endurreikna erlendu húsnæð- islánin myrkranna á milli síðustu misserin; hon- um féllust hendur þegar dómurinn féll og hann fór með félögum sínum beint á næsta bar. Í fyrsta viðtalinu eftir að dómurinn féll hafði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra helst áhyggjur af þessum hópi manna, að það yrði svo mikil vinna fyrir bankana að reikna þetta út aft- ur. Hann nefndi ekki einu orði, að í dómnum fel- ast hugsanlega stórkostleg tíðindi fyrir heila kynslóð, sem fjármagnaði kaup á húsnæði og bifreiðum með erlendum lánum og hefur horft á þau í angist og skelfingu vaxa sér yf- ir höfuð. Orri Páll Ormarsson átti viðtal við Sigurð Hr. Sigurðsson í Sunnudagsmogganum, en Sigurður höfðaði málið gegn Frjálsa fjárfestingabankanum út af gengistryggðu húsnæð- isláni sem á kannski eftir að verða eitt frægasta lán Íslands- sögunnar. Þar sagði Sigurður að þetta hefði verið réttlæt- ismál: „Við erum auðvitað hæstánægð með niðurstöðuna en ekki síður að hún sé fordæmisgefandi fyrir aðra. Það hefði verið óþægilegt að sitja uppi með niðurstöðu sem væri bara góð fyrir okkur hjónin en ekki aðra. Ég tek samt skýrt fram að ég lít ekki svo á að við höfum fengið afskriftir eða ívilnun, eins og stjórnmálamennirnir kalla það. Þetta er þvert á móti leiðrétting. Okkur var gert að borga meira en okkur bar.“ En það á eftir að koma í ljós hversu fordæm- isgefandi dómurinn er að mati bankanna, sem eiga eflaust eftir að draga lappirnar. Og furðu- legast af öllu er að þessi atburðarás eigi sér stað í ársbyrjun 2012. Nú hefur þjóðin horft upp á fjölskyldur og fyrirtæki sökkva í skuldafen í rúmlega þrjú ár frá bankahruni. En svo virðist sem aldrei eigi að fást neinn botn í málið – engin viðspyrna. Stjórnvöld eru upptekin við allt ann- að en að knýja fram svörin sem allir bíða eftir. Enda var Axel Kristjánsson lögmaður gagnrýn- inn í aðsendri grein á laugardag og hitti naglann á höfuðið: „Það er löngu kominn tími til að þessi ríkisstjórn setji þau mál, sem brenna á fólki og fyrirtækjum í landinu, í forgang og slái lýðskrumsverkefnum sínum á frest.“ Hvernig í ósköpunum stendur á því, að stjórnvöld hafa enn ekki kveðið á um að þessi mál fái flýtimeðferð í dóms- kerfinu!? Óvissan gengur ekki aðeins nærri fjölskyldum í landinu og heldur þeim á milli vonar og ótta, heldur einnig öllum þeim sem burðast við að standa í atvinnurekstri. Hvernig á að vera hægt að gera framtíðaráætlanir, þegar óljóst er hvað þú skuldar eða hversu háir vextirnir eru! pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Óþolandi óvissa STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is B iðlisti við líknardeildina í Kópavogi hefur lengst eftir að líknardeildinni á Landakoti var lokað 6. febrúar síðastliðinn vegna niðurskurðar og hún sam- einuð líknardeildinni í Kópavogi. Níu rúm voru á Landakoti og átta eru í Kópavogi og fjölgar þeim ekki fyrr en gerðar hafa verið endur- bætur á húsnæðinu í vor. Eins og staðan er nú hefur því plássum á líknardeild Landspítalans fækkað tímabundið um níu. Fjögur pláss opnuð í apríl „Við erum bara með átta einbýli og höfum ekki getað tekið á móti fleirum. Við reiknum með því að opna fjögur ný pláss um miðjan apr- íl eftir stækkunina,“ segir Dóra Halldórsdóttir, deildarstjóri líkn- ardeildarinnar í Kópavogi. Með sameiningunni verður rúm- um á líknardeild raunar fækkað til frambúðar því einungis verða opnuð fjögur ný pláss eins og fyrr segir á líknardeildinni í Kópavogi eftir end- urbætur og breytingar sem unnið er að á húsnæði deildarinnar. Ríkið þarf þó ekki að bera neinn kostnað af breytingum og stækkun líknardeildarinnar í Kópavogi við sameininguna þar sem Oddfellow- reglan á Íslandi hefur tekið að sér að framkvæma og kosta nauðsyn- legar breytingar. Framlag Oddd- fellowa er stórt í sniðum og felst í sjálfboðavinnu og rausnarlegum fjárstuðningi. Fram hefur komið að áætlað er að kostnaður við breyt- ingar á húsi líknardeildarinnar sem mun hýsa legudeild verði 51 milljón króna og kostnaður við hús þar sem verður dag- og göngudeild verði 50 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að öllum framkvæmdum verði lokið 1. október næstkomandi. Oddfellowreglan hefur reglulega lagt líknardeildinni í Kópavogi lið. Hún hóf starfsemi árið 1999 fyrir til- stuðlan Oddfellowreglunnar sem hefur verið bakhjarl deildarinnar allar götur síðan. Lokað fyrr en búist var við „Líknardeildinni var lokað fyrr en búist var við en slíkt gerist oft þegar búið er að taka slíka ákvörðun því þá fer fólk að horfa í kringum sig og starfsfólki fækkar smátt og smátt,“ segir Dóra. „Það eru fleiri á biðlista hjá okkur núna en voru fyrir mánuði. En það koma alltaf tímabil þar sem eru toppar á biðlistanum og á öðrum tímum eru fáir en núna hefur bið- listinn lengst sem er eðlilegt vegna skerðingarinnar á þessum plássum.“ Ástandið er slæmt á Landspít- alanum um þessar mundir, ekki síst vegna árstíðabundinna sjúkdóma. Mjög margir sjúklingar liggja inni á deildum spítalans og mikið hefur verið um yfirinnlagnir á deildum. Þegar svo háttar til eru biðlistarnir yfirleitt lengri en ella hjá líkn- ardeildinni í Kópavogi að sögn Dóru. Gripið var til ráðstafana vegna yfirvofandi lokunar líknardeild- arinnar á Landakoti og hætt að taka á móti sjúklingum vegna líknarþjón- ustu og eingöngu lagðir inn sjúk- lingar sem voru að bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Eft- ir lokun deilarinnar fengu flestir þeirra legupláss á nýju hjúkrunar- deildinni. Þar eru sjúklingar sem eru með tilbúið vistunarmat og bíða eftir að pláss losni á hjúkrunarheim- ili. Einn sjúklingur beið eftir að geta lagst inn á líknardeildina í Kópavogi og var fluttur þangað skömmu áður en deildinni á Landakoti var lokað. Biðlistinn á líknar- deild hefur lengst Morgunblaðið/Sigurgeir S. Líknardeild Átta rúm eru á líknardeildinni í Kópavogi en níu voru á Landa- koti og fjölgar ekki rúmum í Kópavogi fyrr en eftir endurbætur í vor. Við lokun líknardeildarinnar á Landakoti var þar opnuð ný hjúkrunardeild og er reiknað með að fljótlega verði þar kom- in í notkun 18 til 20 rúm. Nokkrir þeirra sjúklinga sem voru á líknardeildinni sem var lokað voru fluttir yfir á hjúkr- unardeildina. Hjúkrunardeildin er ætluð sjúklingum sem lokið hafa meðferð og endurhæfingu á Landspítalanum, eru með gilt vistunarmat og bíða var- anlegrar vistunar á hjúkr- unarheimili, samkvæmt upplýs- ingum Landspítalans. Allt að 20 rúm í notkun HJÚKRUNARDEILD OPNUÐ Hjúkrunardeild hefur verið opnuð á Landakoti þar sem líknardeildin var. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.