Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012
SPRENGIDAGSSALTKJÖT
Fyrsta flokks hráefni er grunnurinn að góðri
máltíð. Goða saltkjöt er sérvalið og framleitt
af sannkölluðum fagmönnum.
Borðaðu vel á sprengidaginn!
Júlíus Vífill Ingvars-
son (JVI) borg-
arfulltrúi D-lista fær
tvöfalda drottning-
arfyrirgreiðslu á síðum
Morgunblaðsins nýver-
ið, fyrst þann 1. febrúar
með „forsíðufrétt“ og
samhljóða „frétta-
viðtali“ á bls. 5 og síðan
í sunnudagsblaði Mbl.
þremur dögum síðar, þann 4. febrúar
2012, með enn öðru samhljóða
„fréttaviðtalinu“.
Ekkert tilefni er tilgreint eins og
iðulega er gert í fjölmiðlum til skýra
óvenjulega umfjöllun sem þessa. Til-
gangurinn er þó augljós. Þetta er lið-
ur í áróðursherferð flugvallarsinna
og afla utarlega á hægri væng stjórn-
málanna fyrir því að flugvöllur verði
til frambúðar í Vatnsmýri.
Í kjölfar kosninga 2010 kom Besti
flokkurinn í ráðhúsið með skipulags-
stefnu í farteskinu, sem miðar að því
að stöðva stjórnlausa útþenslu
byggðar m.a. með því að í stað flug-
vallar komi þétt og blönduð miðborg-
arbyggð í Vatnsmýri.
Aðgerðir flugvallarsinna gegn
þessari skipulagsstefnu hófust haust-
ið 2011 með samþykkt á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins og með þings-
ályktunartillögu 11 þingmanna sama
flokks á Alþingi um framtíð-
arstaðsetningu innanlandsflugs í
Vatnsmýri.
Áróðurinn hélt áfram á einhliða
„málþingi“ Háskólans í Reykjavík
um flugmál þann 19. janúar sl. Þar
kom JVI fram á sviðið og mælti gegn
brýnustu hagsmunum kjósenda
sinna.
Á síðum Morgunblaðsins tók JVI
afstöðu með þröngum og sértækum
sjónarmiðum flugvallarsinna. Í
„fréttaviðtölum“ sínum beitir JVI
rangtúlkunum, útúrsnúningum og
öðrum sígildum aðferðum flugvall-
arsinna.
Almennt eru ummæli sem þessi
vart svaraverð en vegna þess að í
hlut á fulltrúi, sem er kjörinn til að
gæta hagsmuna umbjóðenda sinna
en ekki öfugt, verður brugðist við
einstökum ummælum JVI eins og
kostur er.
JVI segir ranglega að Keflavík sé
eini valkosturinn fyrir miðstöð innan-
landsflugs á SV-horninu. Þar spinnur
hann áfram rangfærsluvef fjögurra
frummælenda á „málþingi“ HR um
að veður á Hólmsheiði hamli lend-
ingum þó hið rétta sé að 2007 mat
ráðgjafafyrirtækið ParX Hólmsheiði
þjóðhagslega arðsamasta flugvall-
arstæðið og að skv. áfangaskýrslu
um veður sé lendandi þar í 96-98%
tilvika að mati dr. Haraldar Ólafs-
sonar veðurfræðings. Að mati flug-
rekenda nægja 95%.
JVI efast um að innanlandsflug
standi undir sér verði miðstöð þess
flutt til Keflavíkur. Hið rétta er að
innanlandsflug hefur aldrei staðið
undir sér. Auk beinna niðurgreiðslna
úr ríkissjóði hefur starfsemin hingað
til sloppið við að greiða 16.000 kr. á
hvern flugmiða: 5.500 kr. vegna
kostnaðar við rekstur flugvalla, 3.500
kr. vegna niðurfellingar á lóðarleigu
ríkislands og 7.000 kr. vegna nið-
urfellingar á lóðarleigu borgarlands
undir flugbrautum í Vatnsmýri.
JVI telur ranglega að ekki sé þörf
fyrir byggingarlandið í Vatnsmýri
fyrr en árið 2026. Færi flugið nú yrði
Vatnsmýrin lengi hálfklárað hverfi.
Hið rétta er að strax árið 1946 var
brýn þörf fyrir byggingarlandið í
Vatnsmýri og fór sú þörf vaxandi
með hverju ári æ síðan. Flugvöll-
urinn á „Ground Zero“, þar sem reisa
átti nýja miðborg Íslands, hefur
splundrað byggð og breytt í smá-
bæja- og hverfaklasa.
Hið rétta er einnig að frá og með
hruninu 2008 til og með árinu 2013
verða komnir fram 6 árgangar ungra
höfuðborgarbúa, um 2.550 árlega eða
samtals um 15.300 einstaklingar, sem
verða sem fyrst að fá góða lausn á
húsnæðisþörf sinni.
Fyrir langflesta er góða lausnin
fólgin í hóflegri íbúð í sambýli mið-
svæðis, nærri vinnu, skólum og þjón-
ustu, þar sem unnt er að lifa með
einn eða engan bíl og nýta aðra
ferðamáta. Um leið er stuðlað að
lausn þess bráðavanda, sem við
stöndum frammi fyrir: Að stöðva
stjórnlausa útþenslu byggðar.
JVI talar um tilbúna reiti út um
alla borg til uppbyggingar, sem
standi auðir. Slíkir reitir eru að
sönnu margir en gallinn er sá að
flesta þeirra er í besta falli hægt að
byggja upp á löngum tíma vegna
flókinna aðstæðna, ríks grennd-
arréttar og erfiðra samskipta við ná-
granna. Og á meðan heldur útþensla
byggðar áfram í öllum nágranna-
sveitarfélögunum óheft og stjórn-
laus.
JVI telur það skyldu (skyldu
hvers?) gagnvart nýjum íbúum í Úlf-
arsárdal og víðar að ljúka hverfi, sem
byrjað hefur verið á. – Hvað hefur
JVI í huga? Ætlar hann að „skylda“
unga borgarbúa til útlegðar utan við
ystu jaðra byggðarinnar, í byggð,
sem þeir hafa fæstir efni á að búa í?
Þekkir hann etv. sjálfboðaliða, sem
vilja reka of marga bíla. Eða ungt
fólk, sem vill eyða vænum hluta af
gæðatíma ævi sinnar undir stýri að
óþörfu? Ætlar hann sjálfur að flytja
upp undir heiðina? Til þess eins að
hafa ofan af fyrir fórnarlömbum óá-
byrgrar skipulagsstefnu kjörinna
fulltrúa í borgarstjórn?
Hlutskipti fórnarlambanna er kap-
ítuli út af fyrir sig. Vafalaust eiga
þeir sem festu sér lóðir og byggðu
hús samkvæmt óraunhæfum skipu-
lagsuppdráttum, yfirfullum af fölsk-
um fyrirheitum, hönk upp í bakið á
borgarfulltrúunum.
Er ekki kominn tími til að ráð-
herra samgöngumála og aðrir tals-
menn og forkólfar flugsins fari að
hysja upp um sig buxurnar? Fari að
sinna flug- og flugvallarmálum af
þeirri ábyrgð, heiðarleika og fag-
mennsku, sem þjóðin á kröfu á?
Eftir Gunnar H.
Gunnarsson
og Örn Sigurðsson
» Góða lausnin er hóf-
leg íbúð í sambýli
miðsvæðis, nærri vinnu,
skólum og þjónustu, þar
sem komast má af með
einn eða engan bíl og
nýta aðra ferðamáta
Gunnar H. Gunnarsson
Gunnar er verkfræðingur, Örn er
arkitekt.
Örn Sigurðsson
Bábiljur Júlíusar Vífils