Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 319kr.pk. ÍM rjómabollur, 2 í pk. – fyrst og fre mst ódýr! Bolludagurinn er í dag! 348kr.pk. Krónu vatnsdeigsbollur, 12 í pk. Bleiki liturinn réð ríkjum á töltmóti í hesta- íþróttum í Reiðhöllinni í Víðidal í gær en 97 kon- ur hófu keppni í fjórum flokkum. Mótið er fram- tak fjögurra Fákskvenna og er þetta annað árið í röð sem það er haldið en ágóðinn rennur til rannsókna á brjóstakrabbameini. Morgunblaðið/Golli Bleikur dagur í Víðidalnum Fákskonur héldu bleikt töltmót til styrktar Krabbameinsfélaginu á konudaginn Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það kemur Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra á óvart að hjúkr- unarheimili gangi framhjá einstak- lingum með háan lyfjakostnað þegar nýir heimilismenn séu teknir inn á heimilin. „Ég hef ekki heyrt um að það sé alltaf valið framhjá þeim sem nota þessi S-merktu lyf eða eru með dýr hjálpartæki. Það væri gott að vita ef það eru dæmi um slíkt,“ segir hann. Gísli Páll Pálsson, forstjóri og for- maður Samtaka fyrirtækja í heil- brigðisþjónustu, skrifaði í aðsendri grein sem birt var í Morgunblaðinu á laugardaginn að það hefði færst í vöxt á undanförnum árum að lyfja- notkun þessara væntanlegu heimilis- manna væri skoðuð sérstaklega og „ef einhver þessara þriggja notar mjög dýr lyf komi hann ekki til greina sem nýr heimilismaður.“ Gísli Páll held- ur því fram í greininni að dag- gjaldið sem stofn- unin fái dugi ekki til fyrir viðkom- andi einstakling en þegar tekið er inn á hjúkrunar- heimili er valið úr þremur nöfnum af forgangslista. Tillaga um breytingar „Þeim ber skylda til að taka inn úr þessum forgangshópi. Við höfum ekki fengið neinar formlegar kvart- anir vegna þessa. Það er daggjalda- kerfi í landinu og á stórum heimilum þar sem eru 400-500 hjúkrunarrými á þetta að sjálfsögðu að jafnast út. Það sem er dýrara hjá einum er ódýrara hjá öðrum,“ segir Guðbjart- ur. „Aftur á móti er verið að taka á þessu í tengslum við lyfjafrumvarp- ið. Komin er tillaga frá ráðuneytinu sem á eftir að leggja fyrir velferð- arnefnd,“ segir hann en lyfjafrum- varpið er til umræðu í nefndinni. „Þar er verið að reyna að koma inn reglu varðandi greiðslu á þess- um S-merktu lyfjum þannig að dýr- ustu lyfin séu meðhöndluð eins og inni á sjúkrahúsum og séu greidd al- farið af Sjúkratryggingastofnun,“ segir hann. „Það er lyfjalisti inni í þessu, eitt- hvað um 45 lyf sem eru í sér verð- flokki. Það er verið að ræða það að þau fari undir þessi lyfjalög en svo er það í höndum þingsins með hvaða hætti það verður gert.“ Gísli Páll skrifar ennfremur að aldraðir einstaklingar sem þurfi á dýrum lyfjum að halda eigi „miklu síður möguleika að komast á hjúkr- unarheimili en hinir“. – Lýsir þetta ekki ákveðnu sið- leysi? „Hann skuldar okkur að staðfesta að það sé verið að gera þetta með þessum hætti. Þetta hefur ekki kom- ið inn á borð til mín. Ég þekki hins- vegar þessa umræðu og þess vegna erum við að taka á þessu varðandi lyfjafrumvarpið. Við gerum okkur grein fyrir því að það geta fylgt ein- staklingum bæði dýr hjálpartæki og dýr lyf. En það er náttúrulega al- gjört siðleysi ef forstöðumenn mjög stórra stofnana eru farnir að flokka fólk eftir þessu. Þá eru þeir ekki hæfir til að stjórna stofnunum. Ef þú ert með tíu manna stofnun þá skil ég kannski að fólk hugsi um þetta en ef þú ert kominn með 400-500 manns eins og hjá þessum stærstu þá er þetta forkastanlegt. Þeim ber að taka þá sem eru þyngstir og þeir eiga að sinna öllum jafnt. Það er bara þannig.“ Eiga að sinna öllum jafnt  Velferðarráðherra segir siðlaust að ganga fram hjá einstaklingum með háan lyfjakostnað við val inn á hjúkrunarheimili  Ekki borist kvartanir til ráðherra  Segist þó kannast við þessa umræðu Guðbjartur Hannesson Dragnótabáturinn Bára SH landaði í gær afla sínum á fiskmarkaði Íslands á Rifi. Veitti starfs- maður markaðsins því athygli að óvenju stór steinbítur var í afla Bárunnar. Steinbíturinn sem var hrygna var mældur og vigtaður og reyndist hann vera 126,5 sentimetrar að lengd og 19 kíló að þyngd. Jónbjörn Pálsson, fiskifræðingur, seg- ir að samkvæmt þeim skrám sem hann heldur sé þetta stærsti steinbítur sem hefur verið veiddur og mældur við Íslandsstrendur. „Þetta er sam- kvæmt mínum gögnum sá stærsti sem hefur komið í land. Sá sem átti metið áður veiddist við Vestmannaeyjar árið 1996 og var 124 sentimetr- ar að lengd og 15,5 kíló að þyngd,“ segir Jón- björn, spurður um það hvort steinbíturinn sem Bára SH kom með í land sé sá stærsti. Skipstjóri Báru SH er Örn Arnarson. Fengu þeir steinbítinn út af Rifi á svæði sem kallast Forsetinn. Steinbítur verður að jafnaði um 80 sentimetra langur og heldur sig á leir- eða sand- botni á um 20 til 300 metra dýpi og er langmest veiddur á línu en einnig í dragnót og botnvörpu. Stærsti steinbítur landsins  Nítján kílóa og 126,5 cm langur steinbítur veiddist á svæði sem nefnist Forsetinn Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fiskur Guðmundur Eyþór Ívarsson með risasteinbítinn Nöfnin Ermenga, Úlftýr, Voney, Amír og Siv hafa verið samþykkt af manna- nafnanefnd og færð í manna- nafnaskrá. Karl- mannsnafninu Ektavon var hafnað sem eig- innafni en sam- þykkt sem millinafn. Millinafnið Helgfell var samþykkt en eig- innafninu Nicoletta hafnað í nýleg- um úrskurði nefndarinnar. Nefndin færir rök fyrir ákvörð- unum sínum. „Eðlilegt er að líta svo á að nafnið Ektavon sé samsett úr fyrri liðnum ekta og síðari liðnum von. Síðari liðurinn er kvenkynsorð og kvenmannsnafnið Von er á mannanafnaskrá. Því er ekki mögulegt að fallast á beiðni um eig- innafnið Ektavon sem karlmanns- nafn,“ segir í úrskurðinum. Nefndin fellst ekki á rithátt nafnsins Nicoletta og segir hann ekki í samræmi við almennar rit- reglur íslensks máls enda er bók- stafurinn c ekki í íslensku stafrófi. Ermenga, Voney og Úlftýr Ektavon Fjölgun Börnum og nöfnum fjölgar. „Meginlínan sem verið er að keyra er að fólk hafi val og það geti verið lengur heima með betri heimaþjónustu,“ segir Guðbjartur en takmarkið er að fólk fari seinna inn á hjúkrunarheimili. „Þar af leið- andi lengjast ekki endilega biðlistarnir heldur eykst þjón- ustan heima,“ segir hann en víðtækt starf er í gangi varð- andi yfirfærslu á málefnum aldraðra til sveitarfélaga. Reykjavíkurborg hefur tekið að sér að reka bæði heimahjúkrun og heimaþjónustu en víða er þetta aðskilið. Fólk hafi val SEINNA INN Á HEIMILI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.