SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 2
2 29. janúar 2012
Við mælum með
Fimmtudagur 2. febrúar
Fáir aðalstjórnendur Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands hafa not-
ið meiri hylli en Finninn Osmo
Vänskä. Hann snýr nú aftur sem
gestastjórnandi og stjórnar
flutningi á Sjöttu sinfóníu Ma-
hlers og Sieben frühe Lieder eft-
ir Alban Berg í Hörpunni. Ein-
söngvari á tónleikunum er
Helena Juntunen.
Morgunblaðið/Jim Smart
Osmo í Hörpunni
26 Í herför gegn fitufordómum
Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur hefur um nokkurt skeið verið ötul í
baráttu gegn fitufordómum og hugmyndafræðin heilsa óháð holdafari
hefur verið útgangspunktur í pistlum hennar og fyrirlestrum.
28 Ég vil skemmta með gleðinni
Jóhannes Kristjánsson eftirherma ræðir um starf skemmtikraftsins,
erfið veikindi sem hann glímdi við og nýtt hjarta sem hefur reynst vel.
31 Ekki nein stofnanatónlist
Páll Ragnar Pálsson hefur verið við nám í klassískum
tónsmíðum í Eistlandi síðustu ár. Hann var áður í
rokksveitinni Maus.
34 Wallis fær uppreisn æru
Madonna hefur gert mynd um Wallis Simpson, kon-
una sem varð til þess að konungur afsalaði sér krún-
unni vegna ástar sinnar.
36 Uppskriftabók með al-
fræðiívafi
Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson er höf-
undur nýstárlegu matreiðslubókarinnar Silver of the Sea.
40 Gula og bláa undralandið
Undralandið góða sem byggði frændi vor Svíi. Með einni góðri „sveita-
ferð“ má redda heimilinu.
Lesbók
42 Tvíræðar, vafasamar ...
Um kveikjuna að röð ljósmyndaverka sem birtist í nýrri bók Katrínar
Elvarsdóttur ljósmyndara, segir hún: „Að vera inni og horfa út.“
47 Þetta eru allt átök
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona á síðasta orðið.
13
8
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Gunnar Geir Vigfússon af Margréti Þórhildi Danadrottn-
ingu og Kristjáni Eldjárn forseta Íslands í Reykjavík árið 1973.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
Eins og fyrri daginn hefur mannfjöldi safn-ast fyrir utan þinghúsið í logni og fallegrisnjódrífu. Eflaust myndu veðurvísir mennkalla það svikalogn.
Það kemur á daginn að hópurinn fylgist með
gjörningi listamannsins Santiagos Sierra og óhætt
er að segja að gjörningurinn sé táknrænn. Það er
verið að kljúfa heljarinnar grjót með því að reka
fleyga þvert í það. „Fleygarnir eru komnir í og fólk
bara bíður þess að það klofni,“ segir áhorfandi og
fylgist spenntur með.
En þarna er líka mótmælandi. „Ég er sjálfstæður
mótmælandi,“ segir hún. Og kápan skreytt fjöl-
breyttum málefnum. „Ég berst fyrir öryrkja, ég er í
Siðbót og ég hef tvisvar setið í fangelsi fyrir Heima-
varnarliðið. Auk þess tek ég að mér ýmis verkefni –
ég hengdi til dæmis þennan makríl upp,“ segir hún
og bendir upp í einn ljósastaurinn.
Úti er kalt en inni er þingmönnum heitt í hamsi.
Eftir að dagskrártillaga var lögð fram um morg-
uninn, að vísað yrði frá tillögu Bjarna Benedikts-
sonar um að draga til baka ákæruna á Geir Haarde,
er fullyrt á þingpöllum að „skera hafi mátt and-
rúmsloftið með hníf“.
Í stiganum mætir blaðamaður Birgittu Jónsdóttur
og Margréti Tryggvadóttur og spyr hvernig
stemmningin sé. „Okkur langar bara í brennivín,“
svarar Birgitta. „Það hefur ekki gerst lengi. Ekki
síðan við vorum sautján.“
Matsalurinn er auður. Aðeins Birgir Ármannsson
í ræðustól á sjónvarpsskjá. Honum er þungt niðri
fyrir. „Menn til dæmis heykjast við að svara þeim
rökum, sem Róbert Spanó [forseti lagadeildar Há-
skóla Íslands] hefur sett fram...“ Það liggur hins-
vegar vel á matseljunni. „Það var steiktur fiskur í
tilefni bóndadagsins, alveg rosalega góður.“
Svandís Svavarsdóttir er ábúðarfull í símanum í
einu glerherberginu. Fyrir utan mætir blaðamaður
Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Hann
dregur ekkert undan þegar hann lýsir stemmning-
unni í þinginu. „Það er frost,“ segir hann. „Frosta-
veturinn mikli.“ Og má heyra að það eru hann,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason sem
eru úti í kuldanum. Búið sé að draga upp „þum-
alskrúfurnar“. Hann bætir brosandi við: „En þeir
reyna það ekki við okkur.“
Um morguninn höfðu þau tíðindi gerst, að Atli
Gíslason lögfræðingur og formaður þingnefnd-
arinnar um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis,
lýsti því yfir að Alþingi hefði gert mistök, ann-
aðhvort hefði þurft að ákæra alla eða engan – þess
vegna væri mikilvægt að málið fengi aftur þinglega
meðferð. Það er ekki lengur hægt að smala honum,
þar sem hann er ekki lengur einn af köttum for-
sætisráðherra.
Þorgerður Katrín er komin í ræðustól og telur
upp lögfræðinga og fræðimenn, sem hafa verið á
einu máli um að landsdómsmálið sé þingtækt. „All-
ir þegið laun,“ kallar Þór Saari fram í. „Allir þegið
laun,“ ítrekar hann. Þorgerður Katrín bregst skjótt
við: „Mér finnst vont að heyra hvernig hæstvirtir
þingmenn vega að fólki úti í bæ sem getur ekki
komið hingað í salinn og varið sig. Mér finnst það
miður og slæmt ef þetta er breytingin á Íslandi og
hið svokallaða nýja Ísland.“
Úti tollir grjótið enn saman. Skyldi það klofna?
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Skyldi það klofna?
Össur og Jóhanna.
Hann mætti óvænt í
atkvæðagreiðsluna.
Augnablikið
Í enska
bikarnum
Tvö sigursæl-
ustu lið enskr-
ar knatt-
spyrnu, Liverpool og
Manchester United, mætast á
heimavelli þess fyrrnefnda í
dag, laugardag, kl. 12:45, í enska
bikarnum. Leikurinn er sýndur
beint á Stöð 2 Sport.
Tíbrá
Gyðingaljóða-
flokkurinn
op.79 eftir
Shostakovitsj
fyrir sópran, alt, tenór og píanó,
verður fluttur í fyrsta skipti á
Íslandi af Þóru Einars, Snorra
Wium, Nínu M. Grímsdóttur og
Nathalíu D. Halldórsdóttur í
Salnum kl. 17 á sunnudag.
www.noatun.is
Fermingar-
veislur
Veisluþjónusta Nóatúns
býður upp á úrval af hlaðborðum
fyrir fermingarveisluna!
pantaðu veisluna þína á
2100
Á MANN
VERÐ FRÁ