SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 11

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 11
29. janúar 2012 11 Litríkir persónuleikar setja svip á margar starfsgreinar, ekkisíður fótboltann en aðrar. Sumir skemmtilegan svip.Fjöldi fótboltamanna er dásamlegur á velli, aðrir ekki,sumir bæði og. Ítalski framherjinn ungi, Balotelli hjá enska félaginu Manchester City, hefur verið í sviðsljósinu síðustu mánuði og tilheyrir síðasta flokknum. Frábær eitt augnablik, galinn það næsta, að því er virðist. Í deildarleik um síðustu helgi gerði Balotelli sigurmarkið úr víti á síðustu sekúndunum gegn Tottenham á heimavelli. Hefði þó með réttu átt að vera farinn af velli eftir fólskubrot skömmu áður. Hann sparkaði í höfuð eins andstæðinganna, Scotts Parkers. Allir skyn- samir menn sem skoða upptöku af atvikinu hljóta að vera á þeirri skoðun að sparkið hafi ekki verið óviljandi. Eftir að aganefnd rýndi í sjónvarpsupptöku var Balotelli úrskurð- aður í fjögurra leikja bann og má því ekki vera með næsta hálfa mán- uðinn eða svo. Ómögulegt er annað en bera úrskurð aganefndar enska knatt- spyrnusambandsins saman við átta leikja bann sem Liverpool- maðurinn Luis Suárez fékk á dögunum fyrir að kalla Patrice Evra, leikmann Manchester United, negra í leik. Slíkt níð er óþolandi, en önnur lögmál virðist gilda um líkamlegt ofbeldi. Hefði Balotelli sparkað í höfuð liggjandi manns á almannafæri er hætt við að refs- ingin hefði orðið meira en hálfur mánuður á bak við lás og slá. Hvað ef Balotelli hefði slasað Parker lífshættulega í leiknum? Var sparkið þá verra? Frakkinn Eric Cantona sem ég vitnaði til í pistli á dögunum varð sér til skammar árið 1995 þegar hann var rekinn af velli og lagði lykkju á leið sína til búningsherbergis til að sparka í áhorfanda að hætta kung fu kappa. Sá hafði hrópað kynþáttaníð í átt að Frakkanum. Cantona var settur í margra mánaða bann, og á blaðamannafundi eftir þann úrskurð lét hann falla þá fleygu setningu sem ég nefndi um daginn: „Þegar mávarnir fylgja togurunum er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði fleygt í sjóinn.“ Kvaddi svo og gekk á brott. Taldi fjölmiðlafólk bersýnilega jafnan fljótt á vettvang þegar eitt- hvað krassandi væri í boði. Á dögunum tilkynnti Cantona forsetaframboð í heimalandinu en í ljós kom að hann vildi með því vekja athygli á vanda húsnæðislausra. Framboðsfréttin vakti að sjálfsögðu verulega athygli. „Þegar máv- arnir fylgja...“ Skemmtilegur fír, Cantona. Annar litríkur er Portúgalinn Pepe sem ég nefndi um daginn. Hann traðkaði á hendi Argentínumannsins Messi í fyrri bikarleik Real Ma- drid og Barcelona í höfuðborginni, knattspyrnusamband Spánar að- hafðist ekkert en fréttir hermdu að félag hans hefði sett Pepe í hálfs mánaðar bann, en reyndust haldlitlar. Pepe var með gegn Barcelona í seinni leiknum viku síðar, á miðvikudaginn, eins og ekkert hefði í skorist! „Saklaus ef hann segist saklaus,“ sagði Mourinho þjálfari Real og landi Pepes. Fjölmiðlar biðu spenntir eftir því hvort leikmennirnir tveir tækjust í hendur fyrir seinni leikinn, eins og tíðkast. Það gerðu þeir en ekki fór á milli mála að Messi var síst hlátur í huga; passaði sig vandlega að horfa ekki í augu þess portúgalska. Fór svo á kostum í sigri Barcelona en það er allt önnur saga. Sá sigur var reyndar hróplega ósanngjarn og er það enn önnur saga. Nefna má marga litríka sem glatt hafa áhorfendur með björtum, fögrum litum. En hinir eru líka margir. Man einhver eftir Andoni Goikoetxea? Sá var kallaður Slátrarinn frá Bilbao eftir að hann stórslasaði Diego Maradona, þá leikmann Barcelona. Roy Keane? Hann eyðilagði annað hné Norðmannsins Alf Inge Håland viljandi í leik, eftir því sem hann sagði sjálfur frá í ævi- sögu sinni löngu síðar. Náði fram hefndum vegna þess að sá norski hafði meitt hann þremur og hálfu ári áður. Keane fór í bann en Hå- land lagði skóna á hilluna. Fróðleg stríð eru framundan um helgina. Í dag sækja Evra og fé- lagar í Manchester United lið Liverpool heim í ensku bikarkeppninni. Þá eigast líka við Anton Ferdinand og John Terry í leik QPR og Chelsea. Terry á að mæta til dómara í næstu viku vegna kæru í saka- máli – fyrir kynþáttaníð gegn Ferdinand í leik fyrr í vetur. Vonandi verður rólegt á öllum vígstöðvum um helgina en gera má ráð fyrir litadýrð hér og þar. Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Andlegt of- beldi er öm- urlegt en hvað ef Balotelli hefði slasað Parker lífshættulega í leiknum? Var sparkið þá jafn slæmt og það að kalla andstæðing negra? Hinn litríki Mario Balotelli fær gult spjald, í stíl við hárskreytinguna. Meiddirðu þig gæskur? Balotelli forvitnast um líðan Scotts Parkers. Reuters Reuters Ó, þetta er indælt stríð Lional Messi og Pepe á miðvikudag. Þeir tókust í hendur en Messi horfði ekki í augu Portúgalsns sem traðkaði á hendi hans í vikunni á undan. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.