SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 12

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 12
12 29. janúar 2012 Hún var dálæti margra á ísn-um, kraftmikil og brosmild;eini skautahlauparinn í sög-unni til að fara heljarstökk aftur á bak og lenda á öðrum fæti í keppni. Surya Bonaly átti sannarlega glæsilegan feril en samt vantaði herslu- muninn til að skáka þeim allra bestu. Bonaly varð franskur meistari níu ár í röð (1989-97) og Evrópumeistari fimm sinnum í röð (1991-95) en gullið á heims- meistaramótum og Ólympíuleikum gekk henni iðulega úr greipum. Næst því komst Bonaly líklega á heimsmeist- aramótinu í Japan 1994. Flestir héldu að hún hefði skautað til sigurs en þegar upp var staðið afhentu dómendur heima- stúlkunni Yuka Sato gullið. Bonaly móðgaðist eftirminnilega og stóð við hlið pallsins við verðlaunaafhendinguna en ekki á honum í mótmælaskyni. Strax að athöfninni lokinni reif hún af sér silfrið – áhorfendum til ama. „Ég er bara óheppin,“ sagði Bo- naly við fréttamenn á eftir, útgrátin. Sami þátturinn varð Bo- naly að falli í Japan og á öðrum stærstu mótunum, æfingar henn- ar voru sem endranær spartverskar en það vantaði upp á mýktina. Bonaly skor- aði alltaf lágt á listfengi-skalanum. Besti árangur hennar á Ólympíuleikum er fjórða sætið í Lillehammer 1994. Ekki frá Réunion Surya Bonaly fæddist í Nice í Frakklandi 1973 og er því 38 ára gömul. Hún var ætt- leidd af leikfimikennaranum Suzanne Bonaly og bónda hennar, Georges, sem var arkitekt. Lengi vel hélt Surya litla að hún væri fædd á eyjunni Réunion í Ind- landshafi en svo reyndist ekki vera, blóðmóðir hennar er aftur á móti þaðan. Bonaly-hjónin sögðu dóttur sinni þetta þar sem þeim þótti Réu- nion meira framandi en Nice. Fyrsti þjálfari Bonaly, Di- dier Gailhaguet, skrökv- aði þessu líka í þeirri von að fjölmiðlar tækju frekar eftir stúlk- unni. Ekki var þó þörf fyrir klæki af þessu tagi því Surya Bonaly var ekki aðeins undrabarn á ísnum heldur líka hrífandi persónuleiki. Varð hún fyrir vik- ið snemma yndi fjölmiðla og ekki síður skautahreyfingarinnar. Var til að mynda send um víðan völl að kynna greinina, meðal annars til Íslands. Hingað kom hún árið 1992 til sýningahalds og hefur án efa gefið íþróttinni byr í seglin. Eftir að Bonaly lagði keppn- isskautana á hilluna 1998 flutti hún til Bandaríkjanna og fékk þar ríkisborgararétt árið 2004. Hún ferðaðist um tíma með farandsýn- ingunni Champions on Ice um Bandarík- in og sýndi gömlu góðu trixin. Eftir að sýningin lagði upp laupana 2007 hefur Bonaly fengist við þjálfun í Las Vegas. Hún hefur ekki stofnað til eigin fjölskyldu en býr með móður sinni. orri@mbl.is Suryu Bonaly? Hvað varð um … Surya Bonaly í sínu fínasta pússi. Fyrr skautar Bonaly nakin en í loðfelldi. Hún auglýsir reglulega fyrir PETA- samtökin. Bonaly hafði meiri stökkkraft en gengur og gerist á ísnum. Þriðjudagur Anna Lóa Aradóttir Að sjálfsögðu ætlum við ekki heldur að læra af reynslunni, hvað ætli margar konur séu enn með alræmdu Dow Corn- ing-púðana sem settir voru í á LSH. Ætli þær hafi verið leitaðar uppi eins og þær sem kannski hefðu fengið Tófú túttur í útlönd- um … Efast um það, held samt að Dow Corning séu með þeim al- verstu ever. Sigurður Svavarsson finnur fyrir bráðri handboltaóeirð og tekur sér hlé – har- pixklístrið fer líka svo illa með lykla- borðið … Miðvikudagur Otto Tynes gaf skít í veðrið og keypti sér sólgleraugu. Dagur Gunnarsson Af hverju er myndin í nýja vegabréfinu mínu gul? Fésbók vikunnar flett

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.