SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Síða 13
29. janúar 2012 13
Plássið fyrir fæturna á gestum hátískusýningar Cha-nel í París í vikunni, virtist vera nægt. Að minnstakosti var þarna nóg fyrir augað. Hönnuðurinn KarlLagerfeld lýsti því yfir eftir sýninguna að það væru
yfir 150 tónar af bláum lit í fatalínunni, sem samanstóð af um 60
alklæðnuðum. Hin sígilda samsetning af svörtum og hvítum lit var
þarna líka en Lagerfeld er hrifinn af svörtu. Lagerfeld kann að meta
orðaleiki og sagði bláa litinn tengjast „Blue Moon“ með Elvis, Kind
of Blue með Miles Davis og bjartsýni heiðblás himins. Hann sagði
hann tengjast öllu nema blús, hann væri ekki þunglyndur.
Útlínan var afslöppuð. Mittið var lágt, það lágt að Lagerfeld sagði
að það ætti að minna á stráka sem ganga um með buxurnar á hæl-
unum. Meira að segja síðkjólarnir voru með vasa sem lögðu
áherslu á þessa línu. Efnin voru auðvitað ekki nema þau fínustu
og mikið um útsaum og handavinnu að hætti hátískunnar.
Sviðið var „flugvél“ að hætti Lagerfelds með Chanel-lógóinu í
teppinu. Það er varla mikið mál fyrir Lagefeld að láta búa til eitt stykki
flugvélasvið en hann hefur áður flutt ísjaka til Parísar, búið til garð í
höll og byggt minnisvarða um frægustu tösku tískuhússins. Í þessari
flugvél var meira að segja „flugstjórnarklefi“ og auðvitað kom enginn annar en
hönnuðurinn sjálfur út úr honum að sýningunni lokinni.
Mikil handavinna liggur að baki þessum fallegu hátískukjólum. Hárgreiðslan var oftar en ekki pönkuð að hætti fyrirsætunnar Alice Dellal, sem var skemmtileg andstæða við fínu kjólana.
Á fyrsta
farrými
Karl Lagerfeld fór með gesti á
flug um tískuheim sinn á há-
tískusýningu Chanel í París.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Reuters
Það vantar ekki hugarflugið hjá Karli
Lagerfeld en sýningin fór fram í rými
sem leit út fyrir að vera flugvél.