SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 14
14 29. janúar 2012 Anna Lilja fékk fyrsta flogið 15ára gömul. Framan af voruþau væg og komu með umþað bil tveggja mánaða milli- bili. „Þetta lýsir sér þannig að fyrst byrj- ar annar handleggurinn að hristast og svo færast krampaköstin út í aðra útlimi. Ef ég stóð þá féll ég einfaldlega í gólfið, en ég var reyndar heppin að því leyti að ég fékk aldrei flog nema á kvöldin eða nóttunni,“ segir Anna Lilja í samtali við Sunnudagsmoggann. Tvö ár eru liðin frá því hún fór í heila- skurðaðgerð í Bandaríkjunum; á Mayo Clinic í Rochester í Minnesota-ríki, og hún hefur ekki fengið flog síðan. Anna Lilja segir það eins og að öðlast nýtt líf. Áratug áður en hún fór í aðgerðina var Anna Lilja í sömu erindagjörðum á sömu stofnun en þá treystu læknar henni ekki í aðgerð. Ekki varð við þetta lifað Gunnar Friðriksson er læknir Önnu Lilju á Akureyri og hún var líka hjá Elíasi Ólafssyni, yfirlækni taugalækn- ingadeildar Landspítala - háskólasjúkra- húss, á sínum tíma. Báðum ber hún afar vel söguna og hrósar starfsfólki Sjúkra- hússins á Akureyri (FSA) líka sérstaklega fyrir góða umönnun í gegnum tíðina. Anna og eiginmaður hennar voru tíðir gestir þar á tímabili. „Ég var farin að þekkja flest starfsfólkið á FSA með nafni! Það á mikið hrós skilið fyrir ótrúlega þolinmæði; í hvert skipti sem ég kom voru allir tilbúnir að gefa svo mikið af sér að það var yndislegt.“ Árið 2009 lenti Anna Lilja hvað eftir annað á FSA, aldrei þó lengi í einu, en samtals var hún þar um það bil þriðjung ársins. Þá sagði hún við sjálfa sig: Nú er nóg komið! Hún yrði að prófa eitthvað! Fór að velta því fyrir sér á ný að komast til Bandaríkjanna í aðgerð. Þær voru þrjár saman, íslenskar kon- ur, í fyrra skiptið. „Aðgerðin tókst hjá hinum tveimur; hjá annarri hafði fæðingarblettur vaxið á heilanum og hjá hinni var æðaflækja, en hjá mér var meinið svo nálægt hreyfistöð að það var hætta á að ég myndi lamast. Ákvörðunin var mín en læknarnir sögðu að í mínum sporum myndu þeir ekki fara í aðgerð.“ Að tíu árum liðnum gekk dæmið upp, sem betur fer. „Flogaveikin var þá orðin svo slæm að ekki varð lifað við þetta. Ég réð því auðvitað, eins og áður, hvort ég færi í aðgerðina eða ekki.“ Anna Lilja fór í ítarlegar rannsóknir á Landspítalanum í september 2009 og að þremur vikum liðnum mátu læknar stöðuna svo að hún gæti farið í aðgerð. „Vandinn við að rannsaka flogin er hvað þau standa stutt yfir, yfirleitt ekki nema í eina til tvær mínútur,“ segir Elías Ólafsson í samtali við Sunnudagsmogg- ann. Til þess þarf mjög sérstaka tækni sem þróast hefur á síðustu áratugum. „Þá eru upptök floganna í heilanum staðsett og metið hvort hægt sé að fjar- lægja meinið án þess að aðgerð valdi skaða. Það er ekki alltaf auðvelt og nið- urstaðan er oft sú að ekki sé hægt að gera neitt. Annaðhvort er þá ekki hægt að finna hvar meinið er eða þá að það er á svæði sem ekki er hægt að hrófla við,“ segir Elías. Þá er meinið of nálægt hreyfi- eða málsvæði heilans til þess að réttlætanlegt sé að gera tilraun til að fjarlægja það. Í tilviki Önnu Lilju teygðu læknar sig eins langt og þeir töldu mögulegt og ökkli vinstri fótar er stífur þannig að hún getur ekki hreyft hann. Hún segir það þó góð skipti fyrst hún losnaði við flogin. Um 50 flogaveikir Íslendingar hafa verið á Mayo-stofnuninni, en reyndar ekki allir farið í aðgerð. Sumir þeirra sem fóru í aðgerð hafa algjörlega losnað við langvarandi sjúkdóma, sem er mjög óal- gengt, að sögn Elíasar, þrátt fyrir allar nýjungar í nútímalæknisfræði. „Það er algjört kraftaverk,“ segir hann. Eitt besta sjúkrahúsið Elías segir það mikla gæfu að Íslend- ingum standi til boða að fara á Mayo Cli- nic. Þess má geta að stofnunin hefur síð- ustu tvo áratugi verið ofarlega á lista fréttatímaritsins U.S. News and World Report yfir bestu sjúkrahús í heimi, þannig að þar er ekki í kot vísað. Það er ekki fyrr en eftir frekar rann- sóknir á Mayo sem endanleg ákvörðun er tekin um aðgerð og það er ekki alltaf auðveld ákvörðun. „Við vorum svo heppin að þekkja ís- lensk hjón sem búa á staðnum, Katrínu Frímannsdóttur frá Akureyri, og Harald Bjarnason, sem er einmitt læknir á sama sjúkrahúsi og ég fór á. Ég ráðfærði mig Eins og nýtt líf Anna Lilja Stefánsdóttir á Akureyri hafði glímt við flogaveiki í mörg ár þegar hún fór í heilaskurðagerð í Bandaríkjunum í ársbyrjun 2010, rúmlega fertug, og hefur ekki fengið flog síðan. Áratug áður fór hún vestur í sömu erindagjörðum en þá treystu læknar henni ekki í aðgerð. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Höfuðkúpan er opnuð og rafskaut lögð á heilann til að staðsetja meinin sem valda flogum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.