SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Side 15
29. janúar 2012 15
við hann sem var mjög gott; það er
miklu betra en að ræða við einhvern sem
er ekki hlutdrægur, eins og maki manns
myndi vera,“ segir Anna Lilja.
„Haraldur sagði strax að sér fyndist
ekki spurning að ég ætti að fara í þetta.“
Anna Lilja segir að það hafi verið tölu-
verður léttir að heyra þá skoðun Har-
aldar. „Ég var samt aldrei kvíðin fyrir
aðgerðinni.“
Rafskaut lögð á heilann
Hér heima er fólk fyrst rannsakað ít-
arlega og læknar meta hvort sjúklingum
er hæfur í aðgerð. Ytra er gengið skrefinu
lengra; höfuðkúpan er þá opnuð, plast-
þynna með nokkrum tugum rafskauta
lögð ofan á yfirborð heilans og síðan er
lokað aftur. Að því loknu er fólk flutt á
sérútbúna deild þar sem reynt er að
staðsetja þau mein í heilanum sem flog-
unum valda.
Anna og Sigmundur Einar Ófeigsson,
eiginmaður hennar, héldu vestur um haf
í lok janúar 2010. Með í för var nágranni
þeirra í Jörvabyggðinni á Akureyri, Björn
Gunnarsson læknir. „Ég treysti mér ekki
til þess að fljúga alla leið til New York
nema í fylgd hjúkrunarfræðings eða
læknis,“ segir Anna. Björn bauðst því til
að koma með og kvaddi þau í New York.
„Hann mátti hvort sem er ekki taka upp
sprautu eftir að komið var inn í landið,“
segir Sigmundur.
Þau áttu ekki rétt á fylgdarmanni á
leiðinni út og greiddu því sjálf fyrir.
Hjónin voru tvo mánuði ytra eftir að-
gerðina. Áttu upphaflega að vera einn en
Sigmundur hrósar Tryggingastofnun
fyrir að bregðast hratt við þegar banda-
rísku sérfræðingarnir mátu stöðuna
þannig að Anna Lilja yrði að vera annan
mánuð hjá þeim í meðferð.
Frá New York flugu hjónin til Minnea-
polis þar sem þau gistu eina nótt hjá ná-
frænku Önnu Lilju og fjölskyldu hennar
áður en haldið var á leiðarenda.
Sigmundur Einar lýsir aðgerðum svo
að stór hluti annarrar hliðar höfuðkúp-
unnar hafi verið skorinn af og settur í
frost. Þá hafi þynnan sem áður var lýst
verið lögð á heilann og fjöldi rafskauta
tengdur. „Síðan var að setja straum og
bíða eftir því að kæmi flog; þannig átti að
greina hvar ertingin væri.“
Þá tók við fimm daga bið eftir flogi.
Mönnum var hætt að lítast á blikuna
þegar ekkert gerðist þrátt fyrir að Anna
Lilja væri tekin af lyfjum. „Ég held þeir
hafi verið farnir að hugsa um að taka
græjurnar úr sambandi þegar loksins
kom flog,“ segir Sigmundur.
Í ljós kom að um 28 mein var að ræða.
„Settur var straumur á einn punkt í einu.
Í eitt skiptið var eins og Anna hefði lam-
ast í framan; þá höfðu þeir hitt á vöðva-
stýringu og ekki hægt að fjarlægja þann
punkt,“ segir Sigmundur.
Þannig var haldið áfram, koll af kolli.
Anna Lilja var látin þekkja hina og þessa
hluti á myndum, látin telja og þar fram
eftir götunum. Vandlega var merkt við
hvað mætti fjarlægja og hvað ekki.
„Hún var látin telja upp að tíu á ensku
og það gekk að óskum, en þegar þeir
settu straum á annan blett og hún taldi
afturábak vissu þeir að þann blett mátti
ekki fjarlægja!“
Sigmundur segir læknana hafa fjarlægt
16 af þessum 28 meinum sem þeir náðu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Anna Lilja á Mayo Clinic fljótlega eftir aðgerðina. Eins og sjá má var skurðurinn stór.
Ljósmynd/Sigmundur Einar