SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 20
20 29. janúar 2012 Gunnar segir það alls ekki hafa verið sjálfgefið að hann legði fyrir sig ljós- myndun, hvað þá að hann tæki við af föður sínum sem ljósmyndari stjórn- arráðins og forsetaembættisins. „Ég var ekki með neina ljósmyndadellu sem drengur og unglingur,“ upplýsir hann. „Þetta bara gerðist. Ljósmyndun er ekk- ert verri en hvað annað.“ Hann glottir. Gaf syninum góð ráð Vigfús sá um að mynda embættistöku Kristjáns Eldjárns sumarið 1968 en upp frá því fór hann að rifa seglin, orðinn 68 ára, og Gunnar tók smátt og smátt við. Að sögn Gunnars dró faðir hans sig þó aldrei alveg í hlé. „Hann var áfram með hugann við ljósmyndina til dauðadags, 1984, og gaf góð ráð.“ Ógrynni mynda liggur eftir Vigfús af ríkisstjórnum og forsetum þessa lands og er það allt í fórum Gunnars og Berthu systur hans. Hann segir ótvírætt hagræði í því fólgið að hafa myndefnið á einum og sama staðnum. Spurður hvort hann langi ekki að gera eitthvað með þessa sjötíu ára sögu þeirra feðga, svo sem að setja upp sýningu eða gefa út bók, við- urkennir Gunnar að það væri vissulega gaman. Engin áform eru þó uppi um slíkt – alltént ekki enn. Ásgeir Ásgeirsson er eini forsetinn sem tekið hefur ljósmyndara með sér í opinberar heimsóknir erlendis, í tíð Kristjáns Eldjárns, Vigdísar Finn- bogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar hefur hlutverk Gunnars einkum verið í því fólgið að mynda opinberar heim- sóknir forsetans innanlands og opinber- ar heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja hingað. Leiðtogafundurinn minnisstæður Spurður hvort einstakir viðburðir standi upp úr nefnir Gunnar annars vegar op- inbera heimsókn Margrétar Þórhildar Danadrottningar árið 1973, en það var fyrsta heimsóknin af þessu tagi sem hann myndaði, og hins vegar leiðtoga- fund Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatjovs, leiðtoga Sov- étríkjanna, í Reykjavík 1986. „Sem ljós- myndari forsetaembættisins fékk ég mun betri aðgang að þeim en ljósmynd- arar blaðanna. Leiðtogafundurinn var mjög skemmtilegt verkefni.“ Gunnar segir alltaf jafnánægjulegt að fylgja forsetanum í heimsóknir innan- lands. „Það er augljóst af mannfjöld- anum og viðtökunum sem forsetinn fær að þessar heimsóknir skipta miklu máli fyrir fólkið í landinu.“ Hann segir lítinn mun á því að mynda Kristján, Vigdísi og Ólaf Ragnar. Þau hafi öll verið boðin og búin að taka tillit til þarfa ljósmyndarans. „Engan skugga hefur borið á samstarf mitt við forsetana allan þennan tíma. Þetta er allt mjög við- kunnanlegt fólk, hvert á sinn hátt.“ Tíðar ferðir á Bessastaði Gunnar hefur sinnt fleiri verkefnum fyrir íslenska ríkið gegnum árin. Hann hefur til dæmis myndað mikið fyrir bisk- upsstofu og fjölmarga sendiherra er- lendra ríkja hér á landi þegar þeir af- henda forsetanum trúnaðarbréf sitt. Þær myndir eru iðulega teknar á sama stað í stofunni á Bessastöðum en hafa eigi að síður mismunandi blæ enda fólkið eins ólíkt og það er margt. Ferðirnar á Bessastaði eru orðnar ófáar og líklega hafa fáir núlifandi Íslendingar, sem ekki eru fastráðnir við embætti for- seta, komið þangað oftar en Gunnar. „Þú segir nokkuð,“ segir hann og veltir vöng- um. „Ég hef satt best að segja ekki hug- leitt þetta.“ Forsetakjör er framundan á þessu ári og mögulega tekur nýr húsbóndi við á Bessa- stöðum. Gunnar segir það ekki í sínum verkahring að ákveða hvort hann verði áfram ljósmyndari embættisins en kveðst vel geta hugsað sér það. „Meðan heilsan leyfir gef ég áfram kost á mér í starfið. Ég hef haft reglulega gaman af þessu alla tíð.“ Fyrsta ríkisstjórnin sem Gunnar Geir myndaði á Bessastöðum árið 1974. Ljósmynd/Gunnar G.Vigfússon Núverandi ríkisstjórn mynduð af Gunnari um síðustu áramót. Ljósmynd/Gunnar G.Vigfússon Sveinn Björnsson á leið í land í opinbera heimsókn. Oft var farið með varðskipum. Til hægri er Guðmundur Kjærnested, síðar skipherra. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson ’ Engan skugga hefur borið á samstarf mitt við forsetana allan þennan tíma. Þetta er allt mjög viðkunn- anlegt fólk, hvert á sinn hátt.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.