SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 22
22 29. janúar 2012 Vefþjóðviljinn, lífseigasta og oft eináhugaverðasta síðan í netheimum segirí gær: „Ríkisútvarp vinstrimanna,RÚV, er einstakt. Mikið hefur verið deilt um afturköllun ákæru gegn Geir Haarde. Afsökun forystu Samfylking- arinnar fyrir að afturkalla ekki ákæruna hefur fyrst og fremst verið sú að með slíkri afturköllun væri Alþingi með „íhlutun í dómsmál“. Í gær barst verulega fréttnæmt innlegg í þá deilu. Það innlegg var stjórnmálafrétt dagsins. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, lýsti því yfir aðspurð að þessi skilningur væri rangur. Það væru alls ekki afskipti af dómsmáli ef Alþingi afturkallaði ákæruna. Alþingi hefði þvert á móti fulla heimild til þess. Í fréttayfirliti í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var ekki minnst á þetta. Í frétta- yfirlitið náðu hins vegar áríðandi mál eins og „skákdagurinn“ og óánægja kaupmanns með að aðrir fengju lægra verð frá birgjum. Þegar hvorki meira né minna en tólf mínútur og sautján sekúndur voru liðnar af fréttatímanum las Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir upp inngang að eigin frétt sinni um orð saksóknarans. Inngang- urinn var þessi: Saksóknari Alþingis segir afar brýnt að þingið ljúki sem fyrst umfjöllun um afturköllun ákæru á hendur Geir Haarde. Óþægilegt sé að vinna að málinu við núverandi aðstæður. Hann segir ekk- ert hafa breyst efnislega í málinu frá því ákært var. Þetta er það sem Ríkissjónvarpinu þykir frétt- næmast fyrir sjónvarpsáhorfendur. Óþægilegt að vinna að málinu, en ekkert hefur breyst. Í viðtalinu er saksóknari Alþingis hins vegar spurður: „En afturköllun ákæru, er það íhlutun í dómsmál?“ Og saksóknarinn svarar: „Það er það nú ekki, nei. Það er þannig að ákærandinn í mál- inu hann hefur forræði á því, og á sakarefninu, alveg þangað til að dómur fellur. Þannig að sam- kvæmt sakamálalögunum þá getur hann í raun- inni afturkallað ákæru alveg þangað til að dómur fellur.“ Og ef einhver heldur að „ákærandinn“ sé í raun saksóknarinn, þá tók Sigríður Friðjónsdóttir það skýrt fram í viðtalinu að ákæruvaldið í málinu væri hjá Alþingi, en ekki henni. Þetta er afar fréttnæmt. Saksóknari Alþingis blæs algerlega á meginafsökun forystu Samfylk- ingarinnar, ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrir því að afturkalla ekki ákæruna. En ekki ratar þetta í fréttayfirlit. Ekki einu sinni í inngang fréttarinnar. Og ekki dettur fréttamönnum í hug að sýna nú stór orð Jóhönnu og flestra annarra þingmanna Samfylkingarinnar sem margsinnis hafa fullyrt hið gagnstæða úr ræðustól und- anfarið. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins, þar sem fréttir kvöldsins eru birtar, er þessi frétt sú áttunda í röðinni, og ber heitið „Ekkert breyst í málinu gegn Geir Haarde.“ Ríkisútvarpið er algerlega einstakt. Og þar sem það er í þeirri einstöku stöðu að starfsmenn þess bera enga ábyrgð, lúta engu eftirliti en eru áskrif- endur að fjármunum almennings, þá viðurkenna stjórnendur þess aldrei mistök. Ef þeir svara gagnrýni er það oftast með skítkasti og skætingi.“ Öryggishlutverkið sem gufaði upp Við þessa sláandi lýsingu er svo sem ekki miklu að bæta. Lausamaður á Ríkisútvarpinu á árum áður hafði löngum síðar hlýjar taugar til starf- seminnar þar. Hafði hann þar kynnst merku fólki og fengið þar heilladrjúgar leiðbeiningar um margt sem síðar nýttist vel, þótt þeim sömu verði ekki kennt um neitt sem miður kann að hafa far- ið. Honum er því innanbrjósts eins og mörgum öðrum við að sjá hvernig sífellt hefur sigið á ógæfuhlið á þessum bænum. Stórkostlegasta mis- notkun fjölmiðils í íslenskri sögu var auðvitað hin yfirgengilega framganga Stöðvar 2 í ofsafengnum árásum vegna fjölmiðlafrumvarps sem eigandinn taldi snúast gegn sér. Þá voru engin mörk virt. En sú hrikalega misnotkun hafði þó þá skýringu sem þarna var nefnd, og því ekki jafnmikið furðuefni og ella. En vissulega var einkar dapurlegt að horfa upp á lykilstarfsmenn á þessum stað taka þátt í þessum ósköpum, þótt þeim hafi sjálfsagt þótt lífsviðurværi sitt í húfi. Framganga RÚV var raunar ekki mikið betri og þess vegna var hún skelfileg fyrir stofnun sem átti að vera hlutlæg og launaseðlar starfsmanna á þeim bæ myndu hafa borist um hver mán- aðarmót. Stjórn Árvakurs, eiganda Morgunblaðs- ins, ályktaði gegn fjölmiðlafrumvarpinu. Ritstjóri Morgunblaðsins gerði ekkert með það. Það var önnur og stórmannlegri framganga og virðing fyrir starfi sínu en sýnd var á „fjölmiðli fólksins.“ En við borgararnir erum píndir til að borga uppi- hald RÚV og starfsmanna þess, sem nú eru komnir inn í stofnun sem orðin er óskiljanlegur blendingur ríkis- og einkahlutafélags, þar sem búið er að tryggja að almenningur hefur ekki í raun neina aðkomu að. Hann getur ekki sagt upp RÚV eins og sú stofnun hvatti áskrifendur Morg- unblaðsins til að gera þegar nýir ritstjórar voru ráðnir að því einkafyrirtæki. Hálfan daginn birti RÚV á textavarpi sínu það símanúmer sem áskrifendur ættu að hringja í til þess að segja upp blaðinu. Ef snefill af manndómi væri í yfirmanni útvarpsins hefði hann beðið bæði persónulega og opinberlega afsökunar á framgangi þessa op- inbera einkahlutafélags þá. Hann hefur það eitt sér til afsökunar að þá er ekki víst að Óðinn leyfði honum áfram að þylja fréttirnar. Lengi vel borguðu margir afnotagjöldin bæri- lega sáttir. Og þá var auðvitað vísað í hið lítt skil- greinda öryggishlutverk Ríkisútvarpsins. En þeg- ar jarðskjálftarnir miklu urðu á Suðurlandi og fjöldi heimila gjöreyðilagðist, þótti RÚV ekki einu sinni ástæða til að rjúfa útsendingu frá bolta- kappleik sem þá stóð yfir. Þegar gjósa fór á svæði Eyjafjallajökuls kom frétt um það í útvarpi rík- isins 45 mínútum eftir að sagt var frá gosinu á MBL.is. Það var auðvitað gott að MBL.is var svona vel vakandi, en fréttir vefsins ná ekki endilega til fólks í bifreiðum í nánd við eldstöðvarnar eða í sumarhúsum án tölvusambands. Og MBL.is hefur ekki að lögum það öryggishlutverk sem notað hefur verið til að réttlæta rekstur RÚV. Hið fréttalega öryggishlutverk RÚV er löngu fokið út í veður og vind vegna óburðugs frétta- flutnings og vegna áberandi þjónkunar og ein- hliða áróðurs fréttastofu fyrirtækisins undir stjórn hins herskáa samfylkingarmanns Óðins Jónssonar. Og þegar hinn öryggisþátturinn hefur farið eins og nefnt var hér að framan þá er rétt- Reykjavíkurbréf 27.01.12 Fær hún fréttamat úr mötu Andstæðingum Björns Jónssonar þótti leggjast lítið fyrir kappann frammi fyrir konungi eftir þrumuræðurnar sem hann hélt yfir Íslendingum. Steingrímur hitti stækkunarstjóra ESB í lok vikunnar.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.