SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 26
26 29. janúar 2012
Hún er stelpuleg í fasi með hlýtt viðmót enmaður þarf ekki að vera lengi nálægthenni til að sjá að hér er á ferð kvenskör-ungur mikill. Sigrún Daníelsdóttir er sál-
fræðingur að mennt og hefur um nokkurra ára skeið
fengist við átraskanir meðal barna og unglinga. Hún
hefur verið að þróa forvarnir gegn átröskunum og á
sama tíma stundað rannsóknir á þeim ásamt sam-
starfskonu sinni, Elvu Björk Ágústsdóttur. Hún hefur
staðið fyrir megrunarlausa deginum síðan 2006 og
bloggað um líkamsvirðingu í nokkurn tíma. Sigrún
segir samfélagið alltof upptekið af útliti og holdafari
sem birtist meðal annars í fitufordómum og almennri
vanlíðan yfir líkamsvexti.
„Það er markmið mitt að vekja samfélagið til vit-
undar og umhugsunar um líkamsvirðingu og málefni
henni tengd. Það er alveg ótrúlegt hvað vanlíðan og
þráhyggja í sambandi við líkamsvöxt, útlit, mataræði
og hreyfingu er stór hluti af lífi margra. Oft þegar
konur fara að velta þessu fyrir sér sjá þær að þetta
hefur verið gegnumgangandi stef í lífi þeirra og stýrt
sjálfsmati þeirra að miklu leyti. Þá erum við ekkert
að tala um konur sem þjást af átröskun, heldur bara
venjulegar konur. Þær eru alltaf innst inni ósáttar við
sig. Lifa ár frá ári í líkama sem þær eru óánægðar
með og eru alltaf að gera áform um að breyta sér. Það
er þessi stöðuga barátta við holdið sem er svo eyði-
leggjandi,“ segir Sigrún
Feitir eru leyfileg skotmörk
Áhugi Sigrúnar á þessu málefni er ekki sprottinn upp
úr engu. Hún segist hafa fitnað á tímabili sem barn
og samstundis fundið fyrir vanþóknun umhverfisins á
feitum líkömum. „Ég fann nánast á einum degi
hvernig allir litu mig öðrum augum en áður. Allt í
einu var ég leyfilegt skotmark fyrir allskonar glósur
og þær komu úr ótrúlegustu áttum. Allt frá skóla-
félögum mínum til afgreiðslufólks í búðum og jafnvel
foreldrum vina minna fannst við hæfi að gera at-
hugasemdir við holdafar mitt. Þarna kemur fram
mjög kerfisbundin andúð og mótmæli umhverfisins
gegn þér. Og af því að þetta kemur úr öllum áttum er
alveg ljóst að gagnrýnin er ekki bundin bara við eina
manneskju eða ákveðinn hóp, þetta kemur alls staðar
frá og þá hlýtur vandamálið að vera þú og líkami
þinn. Það er þessi hugmynd, að ákveðnir líkamar séu
óæskilegir, sem við, samfélagið í heild, þurfum að
breyta.“
Þegar Sigrún hóf sálfræðinám vaknaði vitund
hennar gagnvart því hvernig samfélagið elur á slæmri
líkamsmynd og hversu ósanngjörn skilaboð við með-
tökum á hverjum degi um hvernig líkami okkar á að
vera. „Það hlýtur að ríkja margbreytileiki í sambandi
við holdafar eins og alla aðra mannlega eiginleika.
Þessi hugmynd um að við eigum öll að vera grönn er
fáránleg í eðli sínu. Þegar ég uppgötvaði þetta hætti
ég að gagnrýna líkama minn og fór að átta mig á því
að vandamálið lægi í umhverfi sem gerir ekki ráð
fyrir þessum fjölbreytileika. Þegar ég gekk síðan í al-
þjóðlegt fagfélag um átraskanir og fór að sækja ráð-
stefnur hjá því kynntist ég fagfólki sem aðhylltist
þessa hugmyndafræði að við eigum að samþykkja
líkama fólks og ef við viljum gera breytingar þá eiga
þær að snúast um hegðun og viðhorf. Þetta sam-
ræmdist minni menntun á sviði sálfræði svo mér
fannst það hljóma skynsamlega. Þessi hugmyndafræði
nefnist heilsa óháð holdafari eða Health At Every Size
og er útlistun á því hvernig við getum nálgast heilsu-
eflingu án áherslu á þyngdina. Sú hugmynd að það
þurfi alltaf að grennast til þess að öðlast betra líf,
betri heilsu og betri líðan er svo rík í okkur. Þá verð-
ur þyngdartap eins og hlið sem þarf að komast í
gegnum til að uppskera jákvæðar breytingar og það
er hrikalega erfitt. Fólk er ekki fyrr komið inn fyrir
hliðið en það sogast aftur til baka og þá verður allt
svo vonlaust. Þá verður heilsa bara fyrir einhverja fáa
útvalda og hinir eru bara alltaf að ströggla og ná
aldrei að vera á þeim stað í lífinu að lifa heilbrigðu og
uppbyggilegu lífi,“ segir Sigrún.
Erum ekki næstfeitust
Í októberlok varð sú frétt um að Íslendingar væru
næstfeitastir í heimi áberandi í öllum fjölmiðlum. Að
þessar niðurstöðu væru byggðar á misskilningi og að
við værum í raun í sjötta sæti líkt og árið á undan
komst aftur á móti seint og illa í kastljós fjölmiðlanna
og er vafalaust enn í dag eitthvað sem fáir vita. „Það
er svolítið þannig með fréttir sem sjokkera að það fer
að verða aukaatriði hvort þær eru réttar eða rangar.
Nú er umfjöllun eftir umfjöllun um hvað þetta sé
agalegt og stjórnvöld eru krafin um aðgerðir. Það er
verið að halda fram alls konar vitleysu eins og því að
sú kynslóð barna sem nú er að vaxa upp eigi eftir að
vera skammlífari en foreldrar þeirra sem er ekki
byggt á neinum rannsóknum heldur eru bara getgát-
ur og yfirlýsingar. Þessar hörmungaspár hafa verið í
gangi síðastliðin 10-15 ár. Þetta fer að verða eins og í
sögunni um strákinn sem hrópaði úlfur úlfur, það er
alltaf verið að spá einhverjum heimsendi sem síðan
verður ekki. Fáir átta sig á því að allan þann tíma
sem offita hefur verið að aukast hafa lífsvenjur og
heilsa almennt farið batnandi. Við lifum miklu betra
lífi í dag en við gerðum áður, við borðum hollara
fæði, reykjum minna og leggjum betri rækt við lík-
ama og sál. Við fáum króníska sjúkdóma síðar á æv-
inni og lifum einna lengst allra jarðarbúa. Yfirlýsingar
um að það sé bara tímaspursmál hvenær heilbrigð-
iskerfið okkar hrynur vegna offitutengdra sjúkdóma
verða bara kjánalegar í þessu samhengi. Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin spáði þessu skömmu fyrir alda-
mót en þrátt fyrir að ekkert hafi dregið úr offitu ból-
ar ekkert á hruninu. Það varð reyndar stórfellt hrun
sem ógnar heilbrigðiskerfinu, en það var ekki feitu
fólki að kenna heldur peningafólkinu. Við hefðum
kannski betur beint sjónum okkar að vaxandi pen-
ingagræðgi þjóðarinnar en meintri matgræðgi. Ég
hugsa að það hafi eftir á að hyggja verið stærra þjóð-
félagslegt vandamál.“
Heilbrigt líf er markmiðið
Þegar Sigrún er innt eftir því hvernig við aðskiljum
áherslu á heilbrigt líferni og þyngd segir hún svarið
mjög einfalt. „Það felst í raun í því að í staðinn fyrir
að segja að feitt fólk sé vandamálið þá segjum við að
óheilbrigðar lífsvenjur séu vandamálið. Í stað þess að
segja að fita sé slæm og eitthvað sem einstaklingurinn
þurfi að losa sig við þá segjum við að það þurfi allir
að hugsa vel um líkama sinn hvort sem að þeir eru
feitir eða grannir. Þegar fólk er farið að lifa heil-
brigðara lífi þá getur orðið mikil heilsubót af því einu
og sér. Af hverju ætti heilbrigt líf ekki að vera mark-
mið í sjálfu sér?“
Sigrún vill meina að ekki sé víst að líkamsfita sem
slík valdi heilsufarsvanda þeirra sem eru of þungir.
„Við vitum að aukin líkamsþyngd tengist slæmum
Í herför
gegn fitu-
fordómum
Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur hefur um
nokkurt skeið verið ötul í baráttu gegn fitu-
fordómum og hugmyndafræðin heilsa óháð
holdafari hefur verið útgangspunktur í pistlum
hennar og fyrirlestrum.
Texti: Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is