SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Side 29

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Side 29
29. janúar 2012 29 sem ég fékk annað hjartaáfall og það þriðja. Líffærin voru hætt að starfa en fóru í gang aftur og ég fékk gervidælu sem ég gekk með í nokkra mánuði meðan ég beið eftir nýju hjarta. En mikið fannst mér gaman að kynnast lífinu á spít- alanum. Þar gerast kraftaverk á hverjum degi. Ég hefði ekki viljað fara á mis við að kynnast þeim heimi. Áður hafði ég ekki hugmynd um hvað gerðist á spítala, ekki frekar en ég vissi hvað væri að gerast á tunglinu. Það að kynnast spítalalífinu dýpkaði sýn mína á lífið. Annars er ég næstum búinn að gleyma því að þetta hafi gerst. Ég var sendur til Svíþjóðar árið 2009 í aðgerð þar sem ég fékk nýtt og gott hjarta. Ég hlakkaði til að fara inn á skurðstofuna og losna við gamla hjartað og sagði eft- irvæntingarfullur við hjúkrunarfólkið: Ég sé ykkur á eft- ir!“ Varstu aldrei hræddur um að þú myndir deyja? „Nei, ég var alveg viss um að ég myndi ekki deyja. Mér fannst ekki koma til greina að kveðja þennan heim. Á heimleið í flugvélinni var ég á sterkum lyfjum og sá alls konar ruglsýnir. Ég sá seglskip með víkingum sem komu við í Orkneyjum og rændu þar konum á strigapilsum. Mér lá svo á að komast heim að ég kallaði til þeirra: Hættið þessari vitleysu, komum okkur af stað, það er nóg af konum heima! Í annarri sýn var ég í rimlalyftu sem var á uppleið og alls kyns fólk, sem ég þekkti, kom til að tala við mig. Í enn annarri sýn var ég fastur í svartri jök- lulsprungu með skrattanum. Það var skelfilegt að standa fyrir framan hann. Ég benti á hann með krossaða fingur meðan ég endurtók bút úr síðustu ræðu Sigurbjarnar Einarssonar í Reykholti: Jesú bregst aldrei, Jesú er alltaf til staðar, og endurtók þau orð þar til hann hörfaði undan mér, helvítis andskotinn! Það tók tíma að jafna sig en þegar ég var kominn aftur á stjá var ég svo glaður að í þó nokkurn tíma langaði mig hreinlega til að ganga að næsta manni og taka í höndina á honum. Fólk kom oft til mín og óskaði mér til hamingu með batann og er enn að því. Ég á ekki orð yfir hvað ég er þakklátur því hjúkrunarfólki sem sá um mig og líka þeim sem koma til mín til að segja að þeir séu ánægðir með að ég skuli enn vera á lífi. Þegar nýja hjartað varð eins árs fór ég í fjallgöngu og ég fór í tvær fjallgöngur síðasta sumar og finn ekki fyrir neinu.“ Þegar þögnin öskrar Hvað gerirðu í frístundum? „Ég les á kvöldin. Síðustu árin hef ég lesið mikið í sögu og neftóbaksfræðum eða sögulegum fróðleik, eins og aðrir kalla það. Núna er ég að lesa Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson. Ég er hálfnaður með bókina og hef ánægju af lestrinum. Ég blaða í Sjálfstæðu fólki nokkrum sinnum á ári, les hana bæði aftur á bak og áfram, og finn alltaf eitthvað nýtt í henni. Fyrir örfáum árum las ég bunka af verkum Guðmundar G. Hagalín og það var ansi hressandi lestur. Guðmundur þekkti ömmu mína og ég heimsótti hann eitt sinn og hann sagði mér sögur hárri röddu alla nóttina meðan hann gekk fram og til baka með kreppta hnefana.“ Líturðu svo á að þú sért í samkeppni við aðrar eftirhermur? „Nei, ég er eins og ég er og ætla bara að vera þannig. Ég velti samkeppni aldrei fyrir mér. Við sem störfum sem eftirhermur erum svo ólík innbyrðis, þar eru ekki allir að gera það sama. Ég held bara mínu striki og hef ekki hugs- að mér að hætta. Ég ákvað reyndar aldrei að byrja í þessu starfi þannig að ég get ekki hætt.“ Sérðu aldrei eftir því að hafa gerst skemmtikraftur? „Nei. Ég hef verið í þessu starfi frá nítján ára aldri og gæti ekki lifað án þess. Ef það líður hálfur mánuður eða meira á milli skemmtana finnst mér eitthvað vanta í líf mitt. Kannski er það adrenalínið! En ég væri svosem ekki ýkja hrifinn af því að börnin mín færu út í þetta og myndi segja þeim að gera frekar eitthvað af viti. Dóttir mín, Vaka, hefur verið að leika og dansa, bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, og ég er alltaf að brýna fyrir henni að láta ekki leiðast út í leiklistina. En ég segi það reyndar meira í gríni en alvöru.“ Var einhver sem sagði eitthvað svipað við þig á sín- um tíma? „Nei, reyndar ekki. En það kemur enn fyrir að menn spyrji mig við hvað ég vinni þótt þeir viti að ég sé skemmtikraftur. Aðalvinnan mín er að skemmta fólki, þótt ég hafi líka, meðan gamla hjartað var í lagi, starfað sem landvörður, fararstjóri og fleira á sumrum. Ég hef alltaf verið mikill náttúruunnandi. Í náttúrunni finnur maðurinn ró. Það er gott að komast upp á fjall og hlusta á þögnina. Þar er þögnin stundum svo hávær að hún sker í eyrun. Það getur verið gott að hlusta á hana öskra hátt.“ ’ Fólk kom oft til mín og óskaði mér til hamingu með batann og er enn að því. Ég á ekki orð yfir hvað ég er þakklátur því hjúkrunarfólki sem sá um mig og líka þeim sem koma til mín til að segja að þeir séu ánægðir með að ég skuli enn vera á lífi. Morgunblaðið/Kristinn „Ég held bara mínu striki og hef ekki hugsað mér að hætta.“

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.