SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 31

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Page 31
29. janúar 2012 31 Páll Ragnar Pálsson gekk lengstaf undir nafninu Palli í Mausen rokkhljómsveitin Maus ernú hætt störfum eftir langan og farsælan feril. Páll Ragnar er enn í tónlist, nema af öðrum toga, en hann er í doktorsnámi í klassískum tón- smíðum í Eistlandi. Hann flutti til landsins árið 2007, „á hápunkti góð- ærisins“, og fór í meistaranám. „Mig langaði að fara til staðar sem væri aðeins út úr þessari venjulegu leið og eftir miklar pælingar varð Tallinn fyrir valinu,“ segir Páll sem hafði ekki komið þangað áður. „Ég vissi ekki al- veg hvað ég væri að fara út í,“ segir hann en ákvörðunin hefur reynst af- drifarík en í Eistlandi kynntist hann núverandi kærustu sinni Tui Hirv og eiga þau saman eitt barn, Eirík Hirv. Greinilegt er að honum þykir vænt um nýja heimalandið og er búinn að kynn- ast því vel. Hann fór úr góðærinu hér til Eist- lands. Þar ríkti vissulega líka góðæri en engu að síður voru það mikil viðbrigði að flytja út. „Eitt það fyrsta sem ég tók eftir var hvað það var mikið af yfirgefnum hús- um sem höfðu greinilega staðið auð í áratugi, tæmst þegar fólk var sent í gúlagið. Kannski er ennþá verið að deila um eignarhald því þegar Eistar fengu sjálfstæði fékk fólk húsin sín aft- ur, jafnvel þótt það byggi einhver ann- ar þar,“ segir Páll en tekur upp léttara hjal og segir að það allra fyrsta sem fólk taki eftir þegar það kemur til Tall- inn í fyrsta sinn sé hvað þetta er falleg borg. „Gamli bærinn er sérstaklega fal- legur. Hann er frá því á miðöldum. Það liggur borgarmúr í kringum þennan gamla miðbæ, sem er haldið mjög vel við,“ segir hann en gamli miðbærinn er á heimsminjaskrá UNESCO. „Þetta er algjör ævintýraheimur, rosalega róm- antískt og fallegt.“ Námið ytra hefur haft mikil áhrif á hann og ekki síður landið og sagan. „Ég hef ekki aðeins skoðað Tallinn heldur líka mikið ferðast um landið.“ Hann útskýrir að mörg húsin í Tall- inn utan miðbæjarins hafi verið byggð á fyrri sjálfstæðistíma þjóðarinnar á milli 1918 og 1940. „Þá var mikill blómatími hjá þjóðinni, uppbygging og Ekki nein stofnanatónlist Páll Ragnar Pálsson hefur verið við nám í klassískum tónsmíðum í Eistlandi síðustu ár. Það er breyting frá því sem áður var en hann spilaði í mörg ár á gítar í rokksveitinni Maus, sem naut töluverðra vinsælda. Dvölin í landinu hefur haft mikil áhrif á hann faglega og persónulega en hann hefur stofnað fjölskyldu í Tallinn og er ekki á leið heim til Íslands í bráð. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Mynd: Árni Sæberg saeberg@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.