SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 32

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 32
32 29. janúar 2012 hugur í fólki. Núna er verið að reyna að halda áfram þaðan.“ Páll hefur lengst af búið á sama staðnum, hverfinu Nõmme, sem er eins og sveitaþorp inni í borginni. „Þetta var þorp þar sem yfirstéttin var með sumarhús en núna hefur það innlimast í borgina. Hverfið er vin- sælt hjá listamönnum, það er rosalega gróið, mestmegnis lítil hús með garði. Þarna er alltaf reykjarlykt því það er svo mikið kynt með viði þarna.“ Lýsingin hljómar eins og það búi ef til vill gamaldags rómantíker í tón- skáldinu. „Þetta hljómar rómantískara en það er. Það er ekkert sérstaklega róm- antískt að vera í svona timburhúsi í þrjátíu stiga frosti!“ Hann segir það vera karakter- einkenni á þjóðinni hvað Eistarnir séu í djúpri snertingu við náttúruna. „Þeir hafa gjarnan einfalda og jarð- bundna lífssýn. Þarna fara allir út í skóg, tína ber og sjóða sultu eða tína sveppi. Það reyna allir að vera í sveit- inni yfir sumartímann og koma eins lítið og þeir geta inn í borgina.“ Kennarar Páls hafa verið duglegir að bjóða fjölskyldunni í sumarhúsin sín. „Þá tekur maður allan pakkann, fer í göngutúr í skóginum, sánu og baðar sig í vatninu. Sánan er þjóð- aríþrótt þarna ef svo má segja.“ Það hljómar ekki svo ólíkt ná- grönnunum Finnum. „Þeir horfa mikið til Norðurlandanna og vilja búa sér góð lífsskilyrði eins og eru þar.“ Tímamót í Tallinn Páll kynntist Tui þegar hann var bú- inn að vera úti í hálft ár en hún er söngkona. „Hún var að syngja í kór- verki eftir mig og þetta kórverk heitir Tímamót,“ segir hann en verkið olli sannarlega tímamótum í lífi Páls. „Sama kvöld og verkið var frumflutt fórum við og fengum okkur súpu saman.“ Og eitt leiddi af öðru. „Heldur bet- ur því núna eigum við strák sem varð tveggja ára í desember,“ segir hann og var það því sannarlega örlagarík ákvörðun að flytja út. „Þegar ég var búinn að vera þarna í nokkra mánuði einn í Tallinn hafði ég mjög sterka sannfæringu um að ég væri á réttum stað. Ég var búinn að átta mig á því að tónlistarlega væri þetta mjög spennandi staður. Ég var búinn að komast að hjá frábærum kennara sem ég er ennþá hjá,“ segir Páll en auk þess að vera par hafa hann og Tui unnið mikið saman. „Það er ótrúlega gaman. Við vorum ekkert að pæla í þessu til að byrja með. Hún byrjaði fljótlega að starfa sem at- vinnusöngkona í Fílharmóníukamm- erkór Eistlands, sem er einn af fáum atvinnukórum í heiminum. Hún var þar þangað til hún fór í barneignarfrí en eftir það hefur hún unnið sjálfstætt. Hana langaði ekki aftur í fullt starf þarna en hún hafði oft þurft að neita spennandi verkefnum vegna kórsins og ákvað því að láta reyna á það að vinna sjálfstætt. Við prófuðum að vinna sam- an og það var ótrúlega gaman. Við ákváðum að ég myndi byrja að skrifa fyrir hana. Þá samdi ég Náttúruljóð,“ segir hann en það verk er við ljóð eftir Sjón líkt og Tímamót. „Þegar ég var að gera Tímamót hafði ég samband við Sjón og bað hann að senda mér ljóð að eigin vali. Svo fór ég að lesa bókina sem ljóðið var í en hún heitir Söngur steinasafnarans og rakst þá á Náttúruljóð,“ útskýrir hann. Hann segir samvinnuna bara styrkja fjölskylduna og auka samveruna. „Ég sem ekki eingöngu fyrir Tui en alveg annað hvert verk. Það fylgir þessu tón- listarlífi mikið flakk og það er gaman að geta flakkað saman. Þetta hefur virkað mjög vel og verið ótrúlega gef- andi. Það myndast einhver sérstakur galdur þegar við vinnum saman. Ég held það heyrist alveg á tónlistinni. Ég þekki röddina hennar rosalega vel og veit hvernig ég get notað hana. Hún veit alveg hverju ég vil ná fram og það fer algjörlega saman við hennar fag- urfræði,“ segir hann en nú hefur meira að segja verið pantað verk þar sem þau voru sérstaklega beðin um að vinna saman. Skipuleggja sjálf tónleika Ennfremur hafa þau verið að skipu- leggja tónleika sjálf í gegnum fyrirtæki sitt sem heitir Konveier. „Við höfum skipulagt nokkra tónleika þarna í Tall- inn. Takmarkið er tónlist eftir mig, sem hún flytur. Og svo tónlist sem okkur langar að heyrist á tónleikum, með áherslu á nýlega kammertónlist.“ Páll hefur verið að semja töluvert af kammertónlist. „Síðustu tvö árin hef ég einbeitt mér eingöngu að kamm- ertónlist. Það er gott form til að þróa hugmyndir sem maður heldur áfram með og notar jafnvel í stærra samhengi seinna meir. Það er skemmtilegt að hafa einhvern ramma en þetta eru oft þrjú til fimm hljóðfæri. Góðir kamm- ertónleikar eru það skemmtilegasta sem ég veit. Það er svo mikil nánd.“ Páll var með verk á síðustu Norrænu músíkdögum og dvaldi þá mikið í Hörpu og er aldeilis ánægður með þetta nýja tónlistarhús. „Mér finnst þetta hafa breytt rosa- lega miklu. Þvílíkur fjöldi tónleika og þvílík mæting. Ég er búinn að vera þarna við mörg ólík tækifæri og húsið er alltaf fullt af fólki. Loksins geta flytjendur flutt tónlist við topp- aðstæður og aðeins þannig geta þeir líka skilað sínu besta. Þá fá áhorfend- urnir bestu mögulegu upplifun.“ Hvernig nýtist bakgrunnur þinn í rokktónlist? „Ég myndi segja að þetta væri mjög ólíkt. Fólk talar oft um bræðing milli popps og klassíkur en ég gef ekki mikið fyrir þær pælingar. Þetta er ólík nálgun en auðvitað er þetta allt tónlist. Þegar maður fer dýpra inn í þetta verða skilin „Eldavélin hægra megin á myndinni er ekki safngripur heldur algeng sjón á eistneskum heimilum, þessi var búin til á níunda áratugnum. Maturinn úr þeim bragðast ekki bara frábærlega heldur hita þær húsin vel líka,“ segir Páll. Handskrifað nótnablað tónskáldsins. Páll Ragnar er búinn að taka upp efni á heila plötu, sem hann á eftir að full- vinna en hann á von á því að platan komi út á þessu ári. Þar verður samstarf hans og kærustunnar Tui Hirv söngkonu að vonum áberandi. „Þetta verða þrjú heildarverk sem skiptast niður í smærri einingar.“ Eitt verkanna er að segja má mjög svo innblásið af eistneskri náttúru og sögu en heimsókn á eyjuna Vormsi/Ormsö, sem er út af vesturströnd Eist- lands, hafði mikil áhrif á hann. „Við fórum þarna í ágúst 2010 og það var rosa- leg upplifun. Þarna var sænskt samfélag, mjög gamaldags, alveg fram að sov- éttímanum. Þegar ljóst var í hvað stefndi bauð sænska ríkisstjórnin þeim að drífa sig yfir og þarna lagðist allt af. Maður sér rosalega vel á þessari litlu eyju hvernig sovéttíminn valtaði yfir allt. Ég samdi verk sem endurspeglar það sem sem ég sá og var að því allan síðasta vetur. Ég hef orðið fyrir miklum áhrifum af Eistlandi, náttúru, mannlífi og sögu. Óbeinu áhrifin eru mikil en ég tek líka alveg meðvitaða ákvörðun um að skrásetja það sem ég hef upplifað. Það er ótrúleg saga þarna. Eistland er algjörlega á mörkum austurs og vest- urs. Vesturströndin er undir sænskum áhrifum og austurhlutinn alveg rúss- neskur. Minn mesti skóli er þetta: Að vera þarna og drekka í mig allt sem ég sé og upplifi.“ Hann segir tónlistarheiminn úti í Eistlandi ólíkan þeim hérna heima. „Mér finnst ég vera á rosalega góðum stað. Þetta er gamall skóli og mikil hefð. Það er gaman að kynnast þessum rótum. Það er oft talað um að það sé svo gott við Ísland að hér sé engin hefð og því megi gera allt. En það er kannski ekki alltaf nóg að hugsa svona. Til þess að geta markað okkar eigin leið þurfum við að þekkja hvað aðrir hafa gert. Annars erum við bara að finna aftur upp hjólið. Það er ekki alltaf nóg að kýla út í loftið.“ Eins og áður sagði er Páll byrjaður í doktorsnámi eftir að hafa klárað meist- aragráðuna þarna úti. „Mér fannst ég eiga svo mikið ólært og vera á svo góðu róli, bæði persónulega og í einkalífinu. Mig langaði bara ekkert að fara og ég er ennfremur hjá frábærum kennara, sem mér fannst ég eiga mikið ólært af. Hún hefur haft mikil áhrif á mig,“ segir hann en kennarinn heitir Helena Tulve. „Hún er með persónulega nálgun á tónlist sem byggist á góðri þekkingu á því sem hefur verið gert. Hún hefur þessa náttúrulegu nálgun á tónlistina sem er einkennandi í Eistlandi. Þarna þekkir fólk öll vísindin en semur með hjart- anu, með alla vitneskjuna á bak við eyrað. Það er mikilvægt að tónlistin komi frá hjartanu. Þessi nálgun finnst mér góð, þetta jafnvægi, annars vegar ræt- urnar á trénu sem ná langt ofan í jörðina og hins vegar greinarnar sem teygja sig til himins. Þannig er þetta skógi vaxna land.“ Eistnesku áhrifin í tónlistinni

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.