SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 39
29. janúar 2012 39
lenskir örlagaþættir, til og gjarnan gripið í. En auðvitað voru það ljóða-
bækurnar sem skópu Tómasi nafn og þeirra kunnust er líklega Fagra
veröld, sem út kom árið 1934. Yrkisefni skáldsins úr Grímsnesinu þar
voru gjarnan mannlíf og svipmyndir í Reykjavík sem á þessum tíma
var að breytast úr bæ í borg. Í vitund almennings þótti staðurinn ekki
neitt sérstaklega fínn en bókin átti þátt í því að breyta viðhorfum.
Reykjavík komst á kortið og Tómas varð hið viðurkennda borgarskáld.
Tómas Guðmundsson lést í Reykjavík í nóvember 1983. Margir
minntust hans þá í Morgunblaðsgreinum og þeirra á meðal var Gylfi
Þ.Gíslason fv. menntamálaráðherra. Þar sagði hann að Tómas hefði
haft meiri og dýpri áhrif á hugarheim heillar kynslóðar á Íslandi en
nokkurt skáld annað á þessari öld. Hann hefði leitt fegurðina til hásæt-
is í íslenzkum skáldskap, eins og Jónas Hallgrímsson.
„Við hlið Jónasar er hann skáld fegurðarinnar í íslenzkum bók-
menntum. En Fögur veröld Tómasar Guðmundssonar er ekki aðeins
fágaður heimur göfugs listamanns, þar sem Stjörnur vorsins skína og
vekja unað ástar og vináttu, — við Sundin blá er einnig gleði og fögn-
uður, kímni og kátína. Jafnframt heyrist úr Fljótinu helga niður þeirrar
lífsgátu, sem engin vísindi fá ráðið ... Tómas Guðmundsson er það
skáld íslenzkrar þjóðar á þessari öld, sem kveðið hefur fegurð veraldar
og fegurð mannlífs, ást og gleði ljúfast lof, og unnið frelsi og mannúð,
ættjörð og arferni dýrust heit. Í kvæðum, sem munu lifa meðan íslenzk
tunga er töluð, minnti hann okkur á að gleyma ekki bláu blómi, litlum
fugli né helgu fljóti, — á það, sem gerist hvergi nema í hjörtum mann-
anna.“
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Tómas Guð-
mundsson er
það skáld ís-
lenzkrar þjóðar á
þessari öld, sem
kveðið hefur fegurð
veraldar og fegurð
mannlífs.
Gylfi Þ. Gíslason.
Síðustu tvö og hálft árið hefur Spitz líka gefið
eigin gangverki aukinn gaum en hann fór í opna
hjartaaðgerð sumarið 2009. Spitz, sem fagnar 49
ára afmæli sínu nú um helgina, fann fyrir and-
nauð og lét lækni hlusta á sér brjóstið í örygg-
isskyni. Fáeinum tímum síðar fór hann undir
hnífinn. „Þetta var ótrúlegt. Kransæðin reyndist
90% stífluð. Hvernig gat þetta komið fyrir mig,
mann sem æfir á hverjum degi, hvorki reykir né
drekkur og sneiðir hjá rauðu kjöti? Finnir þú fyrir
andnauð eða brjóstverkjum brunaðu þá beint til
læknis. Fyrst þetta kom fyrir mig getur þetta
hæglega komið fyrir þig!“
Dan Spitz er víð góða heilsu í dag.
Gullaldarlið Anthrax: Frank Bello, Scott Ian, Charlie Benante, Joey Belladonna og Dan Spitz.
’
Hvernig gat þetta komið
fyrir mig, mann sem æfir á
hverjum degi, hvorki reyk-
ir né drekkur og sneiðir hjá
rauðu kjöti?
Úrsmiðurinn Dan Spitz að störfum.
Hún var í miklu uppnámi, unglings-
stúlkan sem hringdi í neyðarlínuna
frá heimili sínu í Flórída í Bandaríkj-
unum eina nóttina fyrir skemmstu
og óskaði eftir því að fá lög-
reglufylgd í næsta unglingaathvarf.
Ástæðan? Móðir hennar var að
stunda kynmök með gesti í næsta
svefnherbergi – með óhljóðum.
Særði athæfið að vonum blygð-
unarkennd aumingja stúlkunnar, sem er fimmtán ára.
Þegar lögreglu bar að garði var móðirin full iðrunar og
harmaði að ástarleikurinn hefði farið úr böndunum.
Aldrei hefði staðið til að vekja dótturina. Eftir reki-
stefnu féllst dóttirin á að vera um kyrrt á heimilinu.
Óhljóð undir voðum
Uss, uss, kona.
85 ára gömul kona í Alaska,
Bandaríkjunum, vann mikla hetju-
dáð á dögunum þegar hún bjargaði
bónda sínum undan elg. Ekki
vatnselg, heldur elgsdýri. Er það
mál manna að Dorothea Murphy
hafi bjargað lífi eiginmanns síns,
George. Hjónin voru að viðra
hundana sína í grennd við flugvöll-
inn í Willow þegar illa upplagður
elgur varð á vegi þeirra. George brá við þetta og stakk
sér á kaf í snjóinn. Skipti þá engum togum að elg-
urinn byrjaði að traðka á honum. Þá var Dorotheu,
sem er 152 sentimetrar á hæð og vegur 44 kg, nóg
boðið og barði hún elginn í haus og búk með skóflu.
Við það kom styggð að dýrinu sem lagði á flótta.
George var fluttur á spítala og er óðum að jafna sig.
Elgur fékk það óþvegið
Týpískur elgur.
Maður úti að ganga með hundinn í gær 17 stiga frosti í Victory Park í
rússnesku borginni Stavropol.
Reuters
Frost um
víða veröld
Skeggið á einum 1.100 skautahlaupara safnaði snjó og klaka meðan á
200 km skautahlaupi stóð í Techendorf í Austurríki í gær.
Skóflan á lofti norðaustur af Búkarest í Rúmeníu gær. Herinn hefur verið
kallaður út til að bjarga hundruðum ferðamanna sem sitja fastir í snjónum.