SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Síða 41

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Síða 41
29. janúar 2012 41 LÁRÉTT 1. Ræ með manninn og djöfulinn. (9) 5. Afkimi sleppir ekki pottþéttum. (10) 8. Ó, þar borði ekki gagnlausasti. (9) 9. Af tilviljun uppgötvum afgreiðslu. (2,8) 11. Er vakt augljóslega á reipi? (6) 12. Helvítið, svar djöfuls sést. (5) 14. Ætt nægir fyrir skrýtnar. (8) 15. Fljótlega að Bjarna ráðum (6) 17. Verðmæt slá hjá skepnu. (5) 19. Felldi í hendingskasti (5) 20. Útrýma Rafmálafélaginu. (4) 21. Bankar ber og rugluð út af kjánaskap. (9) 23. Skánandi skítur fyrir skárri. (9) 26. Reipið fyrir fljótan. (6) 29. Drapst drukkin óvættur, trúi ég starfsmanni réttar. (14) 30. Hreinn en án heys. (9) 31. Að skemma einhvern veginn bak afa. (6) 32. Hmm, æpa þannig að renni saman við að bika. (6) 34. Best með hálf troð á bjálka. (7) 35. Drepa enn einn með ávexti. (6) 36. Syrgir heimskar. (6) 37. Hvetur þann sem er ekki ákafur lengur. (5) LÓÐRÉTT 1. Bera á skrjóðana. (5) 2. Róta varla meiddir með amagjörnum. (10) 3. Dýrbít elduðu og hegndu. (7) 4. Missi vin frá Ytri-Hvanná út af dropasælum. (7) 5. Fiskarnir gefa af sér áburð. (5) 6. Flugelda má gera úr dýri. (8) 7. Sveiflu hendir í þá sem eru mest af frændþjóð okkar. (10) 10. Stakur, ekki óþekktur. (4) 13. Skrá játun fyrir þann fyrsta til að braka. (7) 16. Mar og sár eftir krydd hjá furðuveru. (10) 18. Áta án Knattspyrnufélags Akureyrar birtist auðveld- lega. (10) 19. Leikföng úr líni sýna skort. (7) 22. Ennþá brjálað alltaf nær að klára það nálægara. (9) 24. Illa klæddir dimmraddaðir söngvarar eru ræflar. (11) 25. Upp.is fær líkama en verður samt sem áður alls- laus. (11) 27. Þokkalegt bit karlkynsins yfir snyrtivöru. (9) 28. Skortir á daður hjá heiðarlegum? (8) 33. Braskar með ílát. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 29. janúar rennur út á hádegi 3. febrúar. Nafn vinningshafans birtist í Sunnudagsmogganum 5. febrúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 22. janúar er Margrét Jónsdóttir, Hjarðarhaga 48, 108 Reykjavík. Hún hlýt- ur að launum bókina Allt með kossi vekur eftir Guð- rúnu Evu Mínervudóttur. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Keppni á Skákþingi Reykjavíkur hefur þróast með nokkuð öðrum hætti en búast mátti við. Þrír stigahæstu keppendur mótsins, Hjörvar Steinn Grétarsson og bræðurnir Bragi og Björn Þor- finnssynir sem allir áttu sæti í síðasta ólympíuliði Íslands hafa vissulega einhverja möguleika á sigri en Guðmundur Kjartansson og Ingvar Þ. Jóhannesson hafa hinsvegar skipst á að halda for- ystunni. Fyrir lokaumferðina á föstudagskvöldið var staðan þessi: 1. Ingvar Þ. Jóhannesson 7 v. af 8 2. Guðmundur Kjartansson 6 ½ v. 3.-6. Hjörvar Steinn Grét- arsson, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson og Einar Hjalti Jens- son 6 v. Guðmundur lagði Braga að velli í 7. umferð en Björn bróðir náði fram hefndum fyrir yngri bróður sinn í næstu umferð og því ríkti mikil óvissa um það hver bæri sigur úr býtum en sex skákmenn áttu fræðilega mögu- leika á titlinum þegar loka- umferðin hófst. Þá áttust við sex efstu menn: Ingvar var settur á móti Braga Þorfinnssyni og hafði hvítt, Guðmundur var með hvítt gegn Hjörvari Steini og Einar Hjalti með hvítt gegn Birni. Mið- að við hvernig viðureignir hafa raðast í þessu móti hefði alveg mátt hafa ellefu umferðir sem breytir þó engu um það að frammistaða Ingvars og Guð- mundar hefur verið stórgóð og Ingvar vitanlega sá keppandi sem mest hefur komið á óvart. Af mörgum skemmtilegum skákum mótsins stendur viður- eign Guðmundar Kjartanssonar við Braga Þorfinnsson upp úr en þar vann Guðmundur eftir afar beinskeytta atlögu í byrjun tafls: Guðmundur Kjartansson – Bragi Þorfinnsson Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Rh4 Bc8 7. Rf3 Bf5 8. Rh4 Bc8 9. e3 e5 10. Bxc4 exd4 11. exd4 Þessi byrjun er m.a. þekkt úr skák Kasparovs og Tal frá heims- bikarmótinu í Reykjavík 1988. 11. … Be7 12. Db3 0-0 13. Rf3 Db6 14. Da2 Bg4? Ónákvæmur leikur. Guð- mundur taldi 14. … Ra6 best. Eft- ir 15. Re5 Rb4! 16. Bxf7+ Kh8 17. Db3 Dxd4 er svarta staðan ekki verri. 15. Re5! Dxd4 16. Rxf7 Rd5 17. 0-0 Ra6 Ekki 17. … Hxf7 18. Rxd5 cxd5 19. Bxd5 Bh5 20. Dxb7 og vinnur. 18. Be3! Rxe3 19. fxe3 Dxe3+ 20. Kh1 Rb4 21. Db3 b5 22. axb5 cxb5 23. Bd5! Bráðsnjall leikur. Í fljótu bragði virðist leikurinn ekki ganga upp því eftir 23. … Rxd5 24. Dxd5 Be6! fellur riddarinn á f7. Guð- mundur hafði annað í huga, 24. Rxd5!! Dxb3 25. Rxe7 mát! 23. … Hab8 24. Rh6+! Kh8 25. Rxg4 Skyndilega er hvítur manni yfir. Úrvinnslan vefst ekki fyrir Guðmundi. 25. … Dd4 26. Bf3 h5 27. Had1 Df4 28. Re2 Dg5 29. Rf2 a5 30. Rd4 Hfd8 31. Df7 Bf6 32. Re4 Dd5 33. Re6 – og svartur gafst upp. Aronjan með vinnings forskot í Wijk aan Zee Eftir góða byrjun hefur Magnúsi Carlssyni fatast flugið á stór- mótinu i Wijk aan Zee sem lýkur um helgina. Hann tapaði óvænt með hvítu fyrir Karjakin í 8. um- ferð. Armeninn Lev Aronjan hef- ur hvergi misstigið sig og heldur vinningsforskoti fyrir loka- sprettinn: 1. Aronjan 7 ½ v. af 10 2. Ivant- sjúk 6 ½ v. 3.-4. Carlsen og Radjabov 6 v. 5.-6. Nakamura og Caruana 5 ½ v. Keppendur í efsta flokki eru 14 talsins. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Mikil spenna fyrir lokaumferðina á Skákþingi Reykjavíkur Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.