SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Qupperneq 44
44 29. janúar 2012 E.H. Gombrich – Little History of the World  Þessi rómaða bók Gombrich, mannkynssaga fyr- ir ungt fólk, kom fyrst út í Austurríki árið 1936 við litla hrifningu nasista sem höfðu ímigust á friðarboðskap höfundarins. Bókin hefur margoft verið endurútgefin og komið út víða um heim en höfundurinn endurskoðaði hana nokkrum sinn- um og bætti við köflum eftir því sem árin liðu. Nýlega komin bókin út í afar fallegri mynd- skreyttri útgáfu í Englandi. Þótt bókin sé skrifuð fyrir ungt fólk er hin einnig mikill yndislestur fyrir fullorðið fólk. Hún er fallega skrifuð, full af hlýju, húmor og mannskilningi. Gombrich rekur þarna sögu mannkyns frá steinöld og að árinu 1945 þegar kjarnorkusprengju var kastað á Hiroshima. Þetta er bók sem býður upp á fjölbreytilegar myndskreytingar og því er þessi útgáfa alveg einstaklega falleg og á heima á hverju bóka- heimili – og vonandi eru þau ennþá mörg til í þessu landi. Gombrich varð háaldraður, fæddist 1909 og lést árið 2001. Hann var einungis 26 ára þegar hann hóf að skrifa bókina og lauk henni á sex vikum. Gombrich var listfræðingur og er einnig þekktur sem höf- undur metsölubókarinnar The Story of Art sem fjölmargir listunn- endur hafa lesið sér til ánægju og fróðleiks og er löngu orðið að klassísku riti. Rétt eins og þessi góða bók! Joy Fielding – Now You See Her mnnn Kanadíski rithöfundurinn Joy Fielding er í hópi þeirra afkastamikilla metsöluhöfunda sem ein- beita sér að samningu spennusagna. Hún hefur sýnt að hún kann ýmislegt fyrir sér þegar kemur að því að byggja upp spennu og halda lesandanum við efnið. Lesendur hennar vita einnig að hún er afar misstækur höfundur og á sína vondu daga. Hér bregst henni til dæmis illilega bogalistin. Aðalpersónan Marcy Taggert missti dóttur sína í slysi en lík hennar kom aldrei í leitirnar. Þegar Marcy er í fríi á Írlandi þykist hún koma auga á dóttur sína og hefur leit að henni. Hún kynnist síðan tveimur karlmönnum sem hafa áhrif á hana en í erfiðum aðstæðum veit hún ekki fyllilega hverjum er óhætt að treysta. Þetta er áberandi illa skrifuð bók, en það telst reyndar ekki til sér- legra tíðinda, hvorki hér á landi né annars staðar, þegar metsölu- höfundar nenna ekki að pússa stíl sinn. Og alltof oft virðast þeir ekki fá nokkrar leiðbeiningar eða aðstoð frá glöggum yfirlesurum, sem bókaforlög ættu þó að hafa efni á að hafa í vinnu hjá sér. Fielding hefði ekki veitt af hörðum yfirlestri. Söguþráður bókarinnar er heldur klénn og fyrirsjáanlegur og seinni hluti bókarinnar rennur út í tóma vitleysu og væmnisfullt hjal. Þannig hefur þessi bók fátt sér til ágætis nema helst fyrstu kaflana sem eru alveg þolanlegir. En það nægir vitaskuld engan veginn og verkið er misheppnað. Kolbrún Bergþórdóttir kolbrun@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Inheritance – Christopher Pa- olini 2. Game of Thrones – George R.R. Martin 3. I’ll Walk Alone – Mary Higgins Clark 4. Clash of Kings – George R.R. Martin 5. Daughters in Law – Joanna Trollope 6. The Bomber – Liza Marklund 7. Live Wire – Harlan Coben 8. Switched – Amanda Hocking 9. Dead or Alive – Tom Clancy 10. Mystery – Jonathan Kell- erman New York Times 1. The Girl with the Dragon Tattoo – Stieg Larsson 2. The Girl who Played with Fire – Stieg Larsson 3. Skeleton Coast – Clive Cuss- ler með Jack Du Brul 4. The Jefferson Key – Steve Berry 5. Hidden Summit – by Robyn Carr 6. You … again – Debbie Macom- ber 7. Spirit Bound – Christine Feehan 8. Mr. and Mrs. Anonymous – Fern Michaels 9. Moonlight in the Morning – Jude Deveraux 10. A Game of Thrones – George R.R. Martin Waterstone’s 1. Inheritance – Christopher Paol- ini 2. Steve Jobs – Walter Isaacson 3. Diary of a Wimpy Kid: Cabin Fe- ver – Jeff Kinney 4. Before I Go to Sleep – S.J. Wat- son 5. The House of Silk – Anthony Horowitz 6. Daughters-in-law – Joanna Trol- lope 7. Death Comes to Pemberley – P.D. James o.fl. 8. Jamie’s Great Britain – Jamie Oliver 9. Gangsta Granny – David Walli- ams 10. Frozen Planet – Alastair Fother- gill o.fl. Bóksölulisti Lesbókbækur Breski rithöfundurinn Sebastian Faulks,höfundur skáldsögunnar Birdsong, hef-ur skrifað bók um þekktar skáldsagna-persónur í breskum bókmenntum. Bók- in nefnist einfaldlega Faulks on Fiction og var skrifuð í samhengi við sjónvarpsþáttaröð. Í for- mála bókarinnar segist Faulks skoða skáldsagna- persónurnar eins og væru þær lifandi fólk, enda séu þær lifandi í huga sér og milljóna lesenda um allan heim. Faulks skiptir bókinni í fjóra kafla: Hetjur, Elskendur, Snobbhæns og Varmenni. Persón- urnar koma víðs vegar að, bæði úr gömlum skáld- verkum og nýjum. Hetjan sem tapaði Sherlock Holmes er ein af þeim hetjum sem talað er um í bókinni en Faulks ber hann saman við Sigmund Freud og segir greiningar Holmes vís- indalegri en greiningar Freuds. Winston Smith, aðalpersónan í skáldsögu George Orwells, 1984, fær sérkafla sem hetjan sem tapaði. Orwell hefur haft mikil áhrif á Faulks sem segist fjórtán ára gamall hafa lesið ritgerð Orwells um aftöku sem hann var viðstaddur í Búrma, og að þessi skrif Or- wells hafi breytt sýn hans á heiminn. Faulks segir að hetjan í bókmenntum 20. aldar sé yfirleitt fangi aðstæðna og geti ekki eins og Tom Jones eða Becky Sharp verið í uppreisn gegn þjóðfélaginu eða eins og Róbinson Krúsó yfir- unnið erfiðar aðstæður vegna eigin styrks og þrautseigju. Bond og Jeeves Þegar kemur að snobbhænsnum er af ýmsu að taka. Þar fær James Bond sérkafla en Faulks eyðir þar allt of miklum tíma í að segja lesandanum frá James Bond-bókinni Devil May Care, sem hann sjálfur skrifaði og kom út árið 2008. Auðvitað verður að hafa umburðarlyndi fyrir því að höf- undar hafi meiri áhuga á eigin verkum en ann- arra, en þessi áhersla Faulks verður til þess að les- andinn fær ekki nægar upplýsingar um Bond sjálfan en veit því meir um Bond-skáldsögu Seb- astians Faulks. En við vissum svosem fyrir að Bond heillast af rándýrum vörumerkjum, hvort sem um er að ræða bíla, byssur, föt eða áfengi. Annar snobbari er þjónninn Jeeves í hinum dásamlegu sögum Wodehouse. Þótt kaflinn um Jeeves sé skemmtilegur, eins og flestir kaflar bók- arinnar, þá tekst Faulks ekki að sýna fram á að Jeeves sé raunverulega snobbaður – nokkuð sem maður hefði talið fyrirfram að væri auðvelt að sanna. Athugul greining á Fagin Faulks er hins vegar sérlega athugull þegar kemur að illmenninu Fagin í Oliver Twist, sem hann segir best heppnuðu persónusköpun verksins. Það er örugglega rétt sem Faulks segir að Dickens var ekki upptekinn af því að Fagin væri gyðingur, þótt einhverjir lesendur hafi látið það fara furðu- mikið í taugarnar á sér. Faulks segir að það að vera heltekinn af því að Fagin sé gyðingur sé eins og að fara í langar rökræður um það af hvaða teg- und hundur Bills Sikes sé. Faulks hefur skemmti- lega sýn á Fagin og bendir á að þessi frægi þorpari sé fyrsti maður til að sýna Oliver Twist kurteisi með orðunum: „Það gleður okkur að sjá þig,“ og Fagin bætir um betur og gefur Oliver að borða. Hann kætir Oliver og fær hann til að hlæja, nokk- uð sem góða fólkinu í skáldsögunni tekst ekki. Þessi bók Faulks er vel heppnuð. Þar gefst les- endum tækifæri til að endurnýja kynni við litríkar skáldsagnapersónur og öðlast dýpri skilning á þeim en áður. Sean Connery í hlutverki hin snobbaða James Bond. © Bettmann/CORBIS Snobbaður Bond og flókinn Fagin Breski rithöfundurinn Sebastian Faulks hefur skrifað bók um þekktar skáldsagnapersónur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.