SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Síða 45
29. janúar 2012 45
Hvað ætlar þú að lesa fyrir barnið þitt í kvöld?“ Á þessarispurningu endaði rithöfundurinn Jón Kalman Stef-ánsson fyrirlestur á ráðstefnunni Alvara málsins –bókaþjóð í ólestri, sem var haldin í Norræna húsinu síð-
asta laugardag. Fyrirlestrinum var útvarpað á Rás eitt í vikunni og
það var við þessa spurningu sem ég fór að velta fyrir mér skyldu
minni sem foreldri að lesa fyrir barnið mitt. Því í mínum huga er það
skylda að foreldrar lesi fyrir börnin sín. Í hugum margra ber orðið
skylda neikvæða merkingu en skyldurnar eru líka margar jákvæðar.
Mín ljúfasta skylda er að lesa fyrir barnið
mitt á kvöldin, áður en það fer að sofa. Því
miður eru margir foreldrar sem láta þessa
ánægjustund framhjá sér fara.
Það er ekki aðeins að lestur auki orða-
forða og skilning hjá barninu heldur gefur
það því svo margt annað auk samvista við
þann sem gefur sér tíma til að lesa fyrir það.
Út frá bókavali barnsins má sjá ýmislegt um
þroskastig þess. Sonur minn er að verða
fjögurra ára og um nokkurt skeið hafa bæk-
ur með smá hryllingi verið í uppáhaldi,
hann er líka að uppgötva heiminn og sjálfstæði sitt. Nú eru það bæk-
ur með úlfum, refum, bófum, sjóræningjum og skrímslum sem
verða fyrir valinu. Hin klassíska íslenska barnabók Helgi skoðar
heiminn er líka vinsæl enda Helgi lítill pjakkur sem fer einn í ferða-
lag um heiminn sinn og lendir í ýmsum ævintýrum. Oft getur verið
erfitt að komast í gegnum kvöldlesturinn því spurningaflóðið er
mikið; afhverju og hvað þýðir þetta orð? Spurningunum verður að
svara því það er hluti af lestrarstundinni að fræða og hjálpa þeim að
skilja það sem lesið er.
Ég trúi ekki að nokkurt foreldri vilji fara á mis við þá ánægjustund
að lesa fyrir barnið sitt. Hvað
ætlar þú að lesa fyrir barnið
þitt í kvöld?
Mín ljúfasta
skylda
’
Spurn-
inga-
flóðið er
mikið; af-
hverju og hvað
þýðir þetta
orð?
Orðanna
hljóðan
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Sakramenti
Einhver hefur saumað útlínur drekans með hárfínum rauðum þræði, líkt og grun, eða skugga, í
rautt silkið.
Það er um tvo kosti að velja: að segja já við hinu óumflýjanlega og hefja gullgerð en hafna því
ella og búast til varnar.
Há-karlinn hefur verið brytjaður í örsmáa, rauðleita teninga. Ég þigg bita úr silfurskálinni.
Lausnarorð
Hann elskar mig og ég elska hann, glæpamann, morðingja. Við hittumst á torginu og hann vef-
ur mig örmum. „Hvernig hefurðu það, ELSKAN?“ Orðið kemur eðlilega og átakalaust út fyrir
varir mínar. Við höldum hvort yfirum annað, elskendur frá upphafi vega, og hringsólum hlið
við hlið innan um óljósan fjöldann.
Hver var sá guð sem skapaði okkur að skilja?
Opinberun
Fríkirkjan stóð þar sem ég stend nú. Við erum mörg við þessa messu. Horfum í vesturátt og sjá,
skyndilega fyllist tjörnin og húmdökkur himinninn yfir af blóðroða. Fagnandi teyga ég hina
gullnu veig meðan býðst. Svo er hún jafnskyndilega horfin.
Eftir lifir grunur um gljásvartan flygil undir ísnum á vatni við veginn.
Ljóðið bar sigur úr býtum í keppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Höfundurinn hlaut kr. 500.000 í verð-
laun og er handhafi Ljóðstafsins næsta árið. Um 350 ljóð bárust í samkeppnina.
Hallfríður J. Ragnheiðardóttir:
Triptych
Vladimír Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, skrifaði um fjölmenn-
ingu í blaðið Nesavisimaja Gaseta
í vikunni og vill nota bókmenntir
til að skapa þjóðareiningu.
„Á þriðja áratug 20. aldar ráku
nokkrir leiðandi háskólar í Banda-
ríkjunum áróður fyrir það sem þeir
kölluðu vestrænt úrval, úrval
bóka, sem taldar voru hafa haft
mest að segja um að móta vest-
ræna menningu,“ skrifar Pútín.
„Hver námsmaður með sjálfsvirð-
ingu átti að lesa 100 bækur á sér-
stökum lista yfir helstu bækur
hins vestræna heims. Sumir há-
skólar halda enn í þessa hefð.
Rússum hefur alltaf verið lýst sem
„lestrarþjóð“. Við skulum gera
könnun meðal okkar helstu menn-
ingarvita og taka saman úrval
100 bóka sem hver Rússi á að
hafa lesið þegar hann lýkur skóla-
göngu – það er að lesa heima
fremur en að læra í skóla eða
leggja á minnið. Og síðan yrðu
þeir að skrifa ritgerð um eina
þeirra á lokaprófi.“
Hugmyndinni hefur verið misvel
tekið. Sagði blaðamaðurinn Alex-
ander Nasarjan áætlun Pútíns um
að búa til þjóðareiningu í gegnum
bókmenntir hrollvekjandi.
Pútín vill að hver nemandi lesi 100 bækur
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
Í AFBYGGINGU
Libia Castro & Ólafur Ólafsson
13.1. - 19.2 2012
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 28. jan. kl. 14
Guðmundur Steingrímsson alþingismaður
ÞÁ OG NÚ
22.9. 2011-19.2. 2012
SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott í hádeginu!
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
Listsýning Eddu Heiðrúnar Backman.
Munnmáluð vatnslitaverk og olíumálverk.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Á BÓNDADAG
– A Farmer´s Day Feast
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
20. janúar– 18. mars
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Nýjar sýningar:
TÍZKA – kjólar og korselett
Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur
Aðrar sýningar:
Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár
Þetta er allt sama tóbakið!
Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu
Spennandi safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
Kyrralíf
Sýning á kyrralífsmyndum
eftir íslenska listamenn
Pleaser
Harpa Björnsdóttir
Sunnudag 29. janúar kl. 15
Listamannsspjall-Harpa Björnsdóttir
Opið 12-17,
fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
14. janúar til 5. febrúar 2012
Anna Líndal
KORTLAGNING
HVERFULLEIKANS/
mapping the impermanence
Opið 13-17, nema mánudaga.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Aðgangur ókeypis.
LISTASAFN ASÍ
HLUTIRNIR OKKAR
(9.6.2011 – 4.3.2012)
Opið alla daga
nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is