Morgunblaðið - 20.03.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.03.2012, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. M A R S 2 0 1 2 SIGURINN KOM VINTAGE CARA- VAN Á ÓVART HJÓLAR HÆGT OG NÝTUR ÞESS AÐ VERA TIL FRÁBÆR SKEMMTUN OG FRAMMISTAÐA Í LA BOHÉME HJÓLAFERÐIR UM ÍTALÍU 10 FJÖGURRA STJÖRNU DÓMUR 30UNNU GLOBAL BATTLE OF THE BANDS 33 Morgunblaðið/Eyþór Póstur Frá árinu 1998 til 2011 fækkaði starfsmönnum Póstsins úr 1.130 í 830.  Frá árinu 1998 hefur Íslands- póstur þurft að loka 20 pósthúsum á landinu, þar af fjórum á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem eru 11 pósthús. Þá var nýverið tekin sú ákvörðun að loka pósthúsinu í Breiðholti og þar með verður fjöl- mennasta hverfi landsins, með rúm- lega 20 þúsund íbúa, án póst- afgreiðslu. Eftir að lokunin tekur gildi verða sjö póstnúmerahverfi í Reykjavík án pósthúss – 103, 104, 105, 107, 109, 111 og 113. Bréfum hjá Íslandspósti undir 50 grömmum fækkaði um 30% frá 2006 til ársloka 2011 og er talið að frekari 16% fækkun verði til ársins 2015. »16 Sjö póstnúmera- hverfi í Reykjavík verða án pósthúss Morgunblaðið/Árni Sæberg Von er á stærsta skemmtiferðaskipi sem komið hefur til Íslands í sumar. Þá stefnir í að töluvert fleiri slík skip komi til Reykjavíkur í sumar en fyrri ár að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra hjá Faxaflóahöfnum. Alls hafa 76 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Reykjavíkur í sumar og geta þau tekið rétt um hundrað þúsund farþega. Því stefnir í talsverða fjölgun ferðamanna sem koma með skipunum frá því í fyrra en þá komu 63 þúsund farþegar með 67 skipum. Stærsta skipið sem von er á til Reykjavíkur í sumar ber nafnið Ad- venture of the Seas, er 137 þúsund tonn að stærð og getur tekið um 3.500 manns um borð. Áætlað er að það komi hingað fyrst 3. júní og aft- ur 4. september. Skipið er í eigu fyrirtækisins Ro- yal Caribbean Cruise Line, sem er önnur tveggja stærstu skemmtiferðaútgerðanna sem gera út skip til Íslands, ásamt Celebrity Cruises, að sögn Ágústs. Þær útgerðir sigla í meira mæli til Íslands í sumar en áður og bæði fé- lög hyggjast auka enn við sig hér á næsta ári, segir Ágúst. Algengast er að skipin stoppi hér á landi í tíu klukkustundir en Ágúst segir það færast í aukana að þau séu hér yfir nótt. Adventure of the Seas verði t.a.m. yfir nótt í Reykjavík. Stór skip á leið til landsins  Stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa í Reykjavík í sumar Engu er líkara en listmálarar séu við störf í slipp- stöðinni við gömlu höfnina í Reykjavík. Svona verk komið á striga gæti selst fyrir góðar fjárhæðir en þetta er nú bara undirlag á skipsskrokki. Listmálarar að störfum í slippnum? Morgunblaðið/RAX Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR 100%  Nicolas Sar- kozy Frakk- landsforseti gaf í gær skipun um hæsta viðbún- aðarstig í suð- vesturhéruðum landsins vegna árásar á gyð- ingaskóla í Tou- louse þar sem fjórir létu lífið. Sami maður hefði verið að verki þegar skotið var á þrjá hermenn í liðinni viku, tveir féllu. Líklega hefði ástæðan verið gyðingahatur, sagði Sarkozy. „Við vitum að þetta er sami maður, sama vopn sem varð hermönnunum, börnunum og kenn- aranum að bana.“ »15 Mikill viðbúnaður í SV-Frakklandi Nicolas Sarkozy „Í öðru orðinu eigum við að vera að hugsa um umhverfisvernd og þetta dýrmæta og fallega land en svo eigum við að grafa skurði til þess að urða sorp,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, um nýjar breyt- ingar á reglugerð um brennslu úr- gangs sem fela það í sér að sér- ákvæði um starf- andi sorp- brennslustöðvar hafa verið felld úr gildi. „Þessi stefna gengur ekki upp, það verður að taka heildstætt á mál- inu fyrir allt land- ið í heild,“ segir Eygló en að sögn hennar verður sorpbrennslu- stöðinni á Kirkju- bæjarklaustri sennilega lokað 1. desember næstkomandi ef engin stefnubreyting verður af hálfu stjórnvalda í þessu máli. „Það er mjög sorglegt að á tíu árum séu algjör um- skipti. Stöðin er opnuð fyrir tíu árum sem besti kosturinn við förgun á sorpi,“ segir Eygló sem telur þessi umskipti fáránleg og bætir við: „Við erum með heljarinnar fjár- festingar og hvað eigum við að gera við lánin á þessu? Hverfa þau?“ Að sögn Eyglóar kost- ar svona sorpbrennslustöð marga tugi millj- óna og því séu slíkar stöðvar settar upp til framtíðar en ekki sem tilraunaverkefni í örfá ár. „Með einni reglugerðarbreytingu er allt verðlaust,“ segir Eygló. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanna- eyjabæjar, tekur í svipaðan streng en hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir að staldra ekki við og athuga heildaráhrifin. skulih@mbl.is „Allt verð- laust“  Breytingar á sorp- brennslum gagnrýndar Sorpbrennsla » Eygló Kristjáns- dóttir spyr hvað verði um lán á tíu ára gamalli sorp- brennslustöð. » Hún kallar eftir því að tekið sé heildstætt á málinu. » Hún efast um að urðun sé umhverf- isvænni en brennsla. MGagnrýna stjórnvöld »4  Stofnað 1913  67. tölublað  100. árgangur 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.