Morgunblaðið - 20.03.2012, Page 28

Morgunblaðið - 20.03.2012, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum þá nærðu ekki tökum á neinu. Gerðu ekkert til þess að rugla þetta jafnvægi. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert í rómantískum hugleiðum og ættir að gera þér glaðan dag með ástvini þínum. Mundu að hagsmunir barnsins verða að ganga fyrir öllu öðru. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú átt svo auðvelt með að fara þínu fram, að þú þarft að gæta þess að ganga ekki of nærri öðrum. Velgengni getur þýtt eitthvað allt annað í þínum huga en annarra. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Reyndu að komast hjá því að kaupa hluti í stað þess að búa þá til. Góð tækifæri gefast til að auka færni ykkar og þekkingu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Nauðsynlegar breytingar standa fyrir dyrum og þú þarft að vera sáttur við þær áður en þú hefst handa. Enginn getur unnið hvíldarlaust án þess að tapa áttum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú verður að leggja málin niður fyrir þér í smáatriðum og vera viðbúinn alls kyns uppákomum. Vertu hvergi smeykur; hleyptu heimdraganum og skoðaðu þig um. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Tækifærin eru alltaf að berast og það er bara spurning um að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Treystu á sjálfan þig og varastu áhrif frá öðrum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Óvænta gesti ber að garði og þú verður að gera þér nokkurt ómak þeirra vegna. Leyfðu öðrum að njóta sannmælis þegar til kastanna kemur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert í góðu skapi en skalt muna að það getur valdið vandræðum að hlæja þegar það á ekki við. Einhver ágrein- ingur gæti komið upp varðandi heim- ilisþrifin. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það hefur lítið upp á sig að gera áætlanir ef þeim er svo stungið jafnharðan undir stól. Gerðu þér dagamun, þegar allt er í höfn. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fjölskyldumál krefst athygli þinn- ar og þú mátt ekki bregðast. Hættu að eyða tímanum til einskis og drífðu þig! (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert vel að þér og hefur skarpa hugsun. Á þessu ári muntu ljúka ákveðnum málum og rýma þannig til fyrir einhverju nýju. Helgi Seljan sendi vísu umstormviðrin á dögunum: Í storminum hvein er rauk burt rokkur, þá reiddist Lilja. Samstaða er fríður flokkur er fáir skilja. Gunnar Thorsteinsson hringdi og sagði: „Þetta er mikil gæðarík- isstjórn sem við höfum. Hún skap- ar alltaf yrkisefnið! Ég sé nú ekki annað með því að herða enn á höftunum, þá lamast allt atvinnu- líf. Það á bara að svelta okkur inn í Evrópusambandið. Mér datt í hug ein vísa, sem ég kalla: „Hvað yrði Íslandi fyrir bestu?“ Við höfum upplifað örlögin ein hin verstu allmargir hafa þegar fært mikla fórn hvað yrði annað Íslandi fyrir bestu en að hún félli hin volaða kommastjórn. Og Gunnar orti einnig í tilefni af kosningum um nýtt embætti innan Sjálfstæðisflokksins: Embættið mun vara og vara varanlega allt um það, með Kristján Þór til vara vara en vara fyrir hvað? Ragnar Böðvarsson benti um- sjónarmanni á að vísa eftir sig hefði misritast í Vísnahorni gær- dagsins og leiðréttist það hér með: Það er vandi að yrkja um ís úti vindur gnauðar. Hrynja mér úr höfði lýs ég held þær séu dauðar. Og til áréttingar orti Ragnar: Hin er eins og að ég geti ekki fundið stuðulinn og ljóðstafi ég lítils meti. – Lagaðu þetta Pétur minn! Velunnari Vísnahornsins, eins og hann kýs að kalla sig, miðlaði umsjónarmanni tveim vísum sem ortar eru af hagyrðingum „sem vísast vissi hvorugur af öðrum en kveðskapurinn kallast óneitanlega sterklega á – eins og sagt er“. Sú fyrri er eftir Steinunni Guð- mundsdóttur á Heinabergi: Fann ég eigi orðin þá er ég segja vildi; varð þó fegin eftir á að ég þegja skyldi. Og sú síðari eftir ókunnan höf- und: Get ég þeigi gert að því guðs þótt feginn vildi þó mér smeygist þankann í það sem eigi skyldi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af lúsum, Samstöðu og „volaðri kommastjórn“ Víkverji brosti út í annað er hannlas frétt í Morgunblaðinu í gær um bætta stundvísi flugfélagsins Iceland Express. Hún gat nú varla annað en batnað þegar félagið er bara með eina flugvél í notkun og flýgur á tvo áfangastaði í áætl- unarflugi, skárra væri það nú. At- hyglisverðara var þó að lesa að Ice- landair þjónustar keppinautinn sinn á Keflavíkurflugvelli. Menn eru greinilega nokkuð heiðarlegir og samviskusamir á þeim bæ. Það hlýt- ur að vera freistandi að setja færi- bandatöskurnar á hálfan hraða og taka fleiri kaffipásur þegar vél frá Iceland Express er annars vegar. En svoleiðis gera menn auðvitað ekki við litla bróður. Víkverji bíður spenntur eftir því að sjá stundvísina í sumar þegar vélarnar verða orðnar þrjár og áfangastaðirnir mun fleiri. x x x Víkverji var hins vegar ekkertbrosmildur eftir að hafa farið inn á vefi flugfélaganna og athugað með flugmiða fyrir sumarfríið. Það er ekkert gefið í þeim efnum, í raun sama hvaða flugfélag á í hlut. Greini- lega búið að smyrja vel á gjald- skrána en það sem pirraði Víkverja er uppsetning á verðinu og hvernig reynt er að plata fólk með því að gefa upp eitthvað farmiðaverð. Síð- an á eftir að bæta við það sköttum og „öðrum greiðslum“, eins og það er kallað. Flugvallargjöld eru þar stærsti liðurinn. Hreinlegra væri bara að félögin gæfu upp fullt verð strax í upphafi og þeir sem vildu sjá sundurliðað verð geti valið um það. x x x Nú er mikið kvartað undan háueldsneytisverði og því hve ríkið tekur til sín mikinn hluta. Víkverji sér ekki betur en ríkið og flugvellir, sem hér á landi eru í ríkiseigu, taki litlu minni hlut af flugmiðanum en lítið heyrist kvartað undan þessu. Ekki er hægt að ætlast til þess af FÍB að atast í þessu en hvar eru Neytendasamtökin? Kannski þarf að fara að stofna Félag íslenskra flugfarþega. Með áframhaldandi skattpíningarstefnu stjórnvalda gæti sá hópur verið í útrýming- arhættu og fámennt yrði á stofn- fundi. Víkverji Orð dagsins: Andinn opinberast í sér- hverjum til þess, sem gagnlegt er. (I. Kor. 12, 7) ÞETTA ER BARA PRÓUN ÞETTA ER BARA PRÓUN HVAÐ HEITIR HÖUÐBORG NORÐUR-DAKOTA? ÞAÐ ER VERIÐ AÐ PRÓ MIG! BARA 22 DAGAR Í AMÆLI BEET- HOVEN ÞAÐ ÆTTI EKKI AÐ ÞURA AÐ MINNA ÞIG Á ÞETTA ÁRLEGA HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM! HVERNIG VAR Í VINNUNNI? ÞAÐ VAR ALVEG ÁGÆTT EN ÉG HELD AÐ ÉG ÞURI AÐ KAUPA MÉR BRYNJU ÉG HE ALDREI ÁÐUR ARIÐ Á STENUMÓT MEÐ SPÁKONU ÉG VEIT ÞAÐ AUÐVITAÐ ÞÁ ERU AUGLÝS- INGARNAR BÚNAR OG MYNDIN AÐ BYRJA ÞESSI ÞARNA ER MORÐINGINN OG ÞESSI TVÖ ÞARNA VERÐA ÁSTANGIN ÞARNA SPÖRUÐUM VIÐ OKKUR TVO TÍMA G re tt ir S m áf ól k H ró lf ur hr æ ði le gi Fe rd in an d G æ sa m am m a og G rí m ur Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.