SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 4
4 18. mars 2012 John Henry Browne, sem tekið hefur að sér að verja manninn, er virtur lögmaður í Bandaríkjunum, líklega frægastur fyrir að hafa varið einn alræmdasta rað- morðingja sögunnar, Ted Bundy. Hann var dæmdur til dauða 1976 og tekinn af lífi þrettán árum síðar. Þá tók Browne að sér mál „berfætta bandítsins“, Coltons Harris-Moore, ungs manns sem vakti mikla athygli fyrir fingralengd og flóttafimi fyrir tveimur ár- um. Var nánast eins og rakt sápustykki í höndum lögreglu í tvö ár. Harris-Moore rændi meðal annars flugvél, bát og tveimur bílum áður en hann flúði til Bahama-eyja, þar sem hann var tekinn höndum. Sá berfætti var dæmdur í sjö ára fangelsi. Einn stærsti sigur Brownes á fjörutíu ára ferli var þegar hann tryggði að Bandaríkjamaður nokkur, sem olli eldsvoða með þeim afleiðingum að fjórir slökkvi- liðsmenn fórust, yrði ekki ákærður fyrir morð á þeim forsendum að landið sem hann flúði til og framseldi hann, Brasilía, býr að annarri morðlöggjöf en Banda- ríkin. Bandaríski hermaðurinn í Afganistan óskaði sér- staklega eftir að Browne tæki mál hans að sér. Varði Ted Bundy og „berfætta bandítinn“ John Henry Browne, lögmaður hermannsins, ræðir við fjölmiðla í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Reuters Bandaríski hermaðurinn sem grunaður erum að hafa myrt níu börn og sjö aðraóbreytta borgara í Afganistan með köldublóði síðastliðinn sunnudag er sagður hafa verið rólegur og þægilegur í umgengni alla tíð. Hann er jafnframt grunaður um að hafa brennt einhver líkanna. Daginn fyrir hina vægð- arlausu árás mun hermaðurinn hafa orðið vitni að því að félagi hans missti annan fótinn í spreng- ingu. Þetta kom fram í máli lögmanns her- mannsins fyrir helgi. Nafn mannsins, sem er 38 ára, hefur enn ekki verið gefið upp til að vernda fjölskyldu hans í Bandaríkjunum. „Við höfum upplýsingar um að annar hermaður hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum daginn áður en hið meinta atvik átti sér stað og að það hafi haft djúpstæð áhrif á alla í þessari litlu herstöð,“ sagði lögmaðurinn sem gat að öðru leyti ekki gefið neinar skýringar á athæfi skjólstæðings síns. Lögmaðurinn, John Henry Browne, hefur rætt við eiginkonu mannsins og nánustu fjölskyldu og segir hana í öngum sínum. Ekkert hafi, að þeirra dómi, bent til þess að maðurinn væri fær um slíkt voðaverk. „Hann hefur aldrei verið til vandræða og aldrei haft styggðaryrði um múslíma,“ sagði Browne. Hann hefur rætt stuttlega við her- manninn sjálfan gegnum síma og segir honum brugðið. Þá hafi hann virkað fjarlægur. Hermað- urinn á tvö börn, þriggja og fjögurra ára. Vildi ekki fara til Afganistans Að sögn Browne mun herdeild hermannsins upp- haflega hafa verið tjáð að hún þyrfti ekki að fara til Afganistans og mun hann hafa verið afar ósáttur við að fara þangað þegar fyrirmæli komu þar um. Þetta mun vera fjórða verkefni mannsins fyrir Bandaríkjaher á erlendri grundu en í hin skiptin þrjú var hann í Írak. Að sögn Brownes varð her- maðurinn í tvígang fyrir líkamstjóni í Írak, fyrst á höfði, eftir að bíll sem hann var í ók á jarð- sprengju, og síðan á fæti í bardaga. Í framhaldinu þurfti að fjarlægja hluta af fætinum. Hermaðurinn fékk heilbrigðisvottorð áður en hann hélt til Afganistans og Browne er ekki kunn- ugt um að hann hafi verið haldinn áfallastreitu- röskun. Hann útilokar þó ekki að fyrri áföll sem hermaðurinn hefur orðið fyrir við skyldustörf geti komið til umræðu við réttarhaldið yfir honum. Að sögn Browns hefur hermaðurinn hlotið fjölda viðurkynninga fyrir hugrekki og meira að segja verið tilnefndur til hinnar eftirsóttu Brons- stjörnu. Browne lagði áherslu á að hann vissi enn sem komið væri lítið um skotárásina en vísaði á bug vangaveltum þess efnis að áfengi, álag og erf- iðleikar heima fyrir hefðu orðið til þess að skjól- stæðingur hans gekk af göflunum. Hann segir engar vísbendingar um ofnotkun áfengis og að hjónaband hermannsins hafi alla tíð verið til fyr- irmyndar. Flogið var með hermanninn til Kúveit síðast- liðið miðvikudagskvöld, þar sem unnið verður að málshöfðun gegn honum. Ekki liggur fyrir hvar eða hvenær réttarhaldið fer fram. Maður nokkur bendir á blóðslettur á vettvangi voðaverksins í Panjwai. AP Hafði aldrei verið til vandræða Bandaríska hermanninum sem gekk berserksgang í Afganist- an lýst sem rólyndismanni Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fullorðin afgönsk kona ásamt líki barnabarns síns sem hún segir hafa fallið í árás hermannsins. AP Stjórnvöld í Afganistan eru að vonum æf yfir verknaðinum en tortryggni í garð Banda- ríkjamanna var nóg fyrir í land- inu. Skemmst er að minnast þess að hermenn í Banda- ríkjaher voru staðnir að því að brenna kóraninn, helgirit múslima. Hamid Karzai for- seti hefur krafist skýringa. Hamid Karzai, forseti Afganistans. AP Stjórnvöld í Afganistan æf – fyrst og fre mst ódýr! 1498kr.kg Lambalæri með trönuberja og epla marineringu DÚNDUR- VERÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.