SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 32
Alíslenskt útiborð Núna er að vora og með hækkandi sól styttist í að hægt verði að borða úti undir berum himni. Það er eitthvað svo skemmtilegt við það, jafnvel þótt það þurfi að vera undir hlýju teppi eða í þykkri peysu. Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi í Garðabæ kynnir samstarfsverkefni safnsins og Erlu Sólveigar Óskarsdóttur húsgagnahönnuðar. Safnið fór þess á leit við Erlu að hún hannaði létt borð fyrir gesti safns- ins sem nota mætti bæði úti og inni. Góa er úr áli og er eina íslenska borðið á markaði sem hentar utandyra. 32 18. mars 2012 Hönnunarvor í lofti Hönnunarmars fer fram í fjórða skiptið dagana 22.-25. mars næstkomandi. Þessi fjögurra daga hönnunarhátíð er full af fjölbreyttum viðburðum sem sýna það besta sem er í gangi í íslenskri hönnun. Hönnunarheimurinn blómstrar á þessari hátíð og það er sannkallað vor í lofti. Hér er bent á nokkra af þeim viðburðum og nýjungum sem eru á hátíðinni en allar nánari upplýsingar er að finna á honnunarmars.is. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hendrikka Waage frumsýnir nýja skartgripalínu sína, sem ber nafnið Vörn gegn illu auga, í Leonard í Lækjargötu og Andrea Boutique í Hafnarfirði. Þetta eru verndargripir og sækir Hend- rikka innblástur í fjölskrúðugar hefðir tyrkneskrar menningar. Línan er samsett úr tréperlum, dýrmætum perlum, gleri og silfri. Ýmsar andstæður mætast í þess- ari línu en Hendrikka blandar saman áhrifum austurs og vesturs, náttúru og framleiðslu, dulúð og veruleika. Verndargripir Hendrikku Scintilla sýnir nýja línu af símynstruðum rúmfötum, sem eru ýmist prentuð eða ofin, í Tryggvagötu 18. Þar kynnir Scintilla enn- fremur nýjar ilmtegundir þróaðar úr vest- firskri náttúru og sýnt er verk sem er hluti af rannsóknarverkefninu Nordic Virtual Worlds. Litríkt og ilmandi Sruli Recht kynnir fylgihluti úr nýjustu línu sinni í húsinu við Bergstaðastræti 4. Gripirnir eru smíð- aðir úr einstöku ís- lensku hráefni og í samstarfi við íslenska handverksmenn. Glerskór, svart silfur, gleraugnaumgjarðir, höfrungaskinn, söð- ull og veiðihnífur eru meðal nýjunga úr vopnabúri hönn- uðarins. Söðull og svart silfur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.