SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 42
42 18. mars 2012 Fyrir nokkrum árum þurftiblaðamaður nokkur að geragrein fyrir listakonunni Mad-onnu. Af einhverjum ástæðum fannst honum við hæfi að koma því á framfæri að konan sýndi kynlífi mikinn áhuga. Það orðaði blaðamaðurinn svo að hún væri sérlega kynhungruð – sem verður að teljast áberandi kauðskt orð yfir ágætan eiginleika manna og kvenna, enda úr nógu að moða af góðum og gömlum lýsingarorðum, t.d. karlsöm, ásthneigð, ástleitin, gröð, vergjörn, laus- gyrt o.fl. Svo vill til að í Njáls sögu segir frá konu einni sem átti umrætt eðli sammerkt með Madonnu, Gunnhildi, eiginkonu og síðar ekkju Eiríks blóðöxar konungs í Noregi. Í Njáls sögu og raunar fleiri Íslendinga- sögum kemur fram að hún lét fátt koma í veg fyrir að hún nyti kynlífs í ystu æsar, ekki síst með íslenskum hetjum sem á hennar dögum flykktust til Noregs í leit frægðar og frama, voru sem sé í útrás. Gunnhildur, sem stundum var kölluð konungamóðir, var einstaklega fögur kona, ættstór og stolt og auk þess ramm- göldrótt. Ekki hafði hún fyrr litið Hrút Herjólfsson augum en hún kolféll fyrir honum enda var hann myndarmaður. Það varð sem sé ást við fyrstu sýn sem er víst sérlega heit ást. Gunnhildur bauð Hrúti þegar í herbergi sitt og lokaði á eftir þeim og læsti. Sá ljóður var á þessu ráði að Hrútur var harðtrúlofaður ágætri konu og ættgöfugri heima á Íslandi. Þar kom því að hann gerðist hljóður mjög og utanveltu. Gunn- hildi þótti þetta illt og mælir: „Ert þú hugsjúkur, Hrútur?“ mælir hún. „Það er sem mælt er,“ segir Hrútur, „að illt er þeim er á ólandi er alinn.“ Þar með lauk ástarsambandi Gunn- hildar og Hrúts sem nú sneri heim til ólandsins síns og heitkonu. Þetta óland, sem Hrútur talar um, hef- ur verið skýrt á ýmsa vegu. Einar Ólafur Sveinsson bendir á í skýringum sínum við Njáls sögu að óland merki framandi land eða illt land sem þó dregur menn til sín. Sigfús Blöndal gefur upp merkinguna „udyrket, uciviliseret land“ og þannig virðist Jón Þorláksson nota orðið í þýð- ingu sinni á Messíasi eftir Klopstock: „bölvat óland / svo at umskapa, / at þat glíkt gjörist / Guðs veröldum.“ Ljóst er að í þýðingu Jóns er óland ekki eft- irsóknarvert land. Davíð Stefánsson gerir merkingu þessa að sinni í ljóðinu Moldin angar í Svörtum fjöðrum: En þegar svanur svífur yfir dalinn fer sál mín líka hvíta vængi að fá; en ég, sem hér á ólandi er alinn, get aldrei klofið loftin fagurblá / … Hér er þó ekki öll sagan sögð. Á ofan- verðri 18. öld ritaði Eiríkur Laxdal Ólandssögu. Saga hans einkennist af miklum þjóðsagna- og ævintýraminnum og þar virðist óland merkja land sem ekki er til, staðleysa eða sæluríki (útópía). Því geri ég ólandið hér að umtalsefni að undanfarin misseri hef ég heyrt fólk nefna Ísland óland („þetta er nú ljóta helv … ólandið“). Þá er jafnan átt við að landið okkar sé illt land, lítt byggilegt al- mennilegu fólki; landinu hafi verið stýrt með þeim hætti að við blasi rjúkandi rúst sem réttast sé að komast sem lengst frá. Þess vegna verður mér nú starsýnt á vísupartinn hans Jóns Þorlákssonar þar sem lýst er hinu bölvaða ólandi sem þarf að umskapa svo að einn góðan veðurdag líkist það „Guðs veröldum“. En það er víst langt í það. Af ólandi ’ Því geri ég ólandið hér að umtalsefni að undanfarin misseri hef ég heyrt fólk nefna Ís- land óland („þetta er nú ljóta helv … ólandið“). Þá er jafnan átt við að landið okkar sé illt land, lítt byggi- legt almennilegu fólki. Málið El ín Es th er Þetta er nú meira bölvaða ólandið! Meinarðu sjór? Tungutak Þórður Helgason thhelga@hi.is Í sýningarsal Kling & Bang við Hverf-isgötu eru fjórir bleikir skúlptúrar ágljámáluðu gólfinu. Höfuð tveggjakarla hafa stungist niður í gólfið, eða vatnið sem heiti sýningarinnar vísar til, Gengið á vatni, og kona baðar út höndum og hrópar þar sem hún er sokkin upp að mitti. Þá eru tvær hendur það eina sem sést af fjórðu mannverunni, en sú lyftir straubretti upp úr gólfinu. Þetta eru nýj- ustu verk Magnúsar Pálssonar, og að auki eru í innra rými verk á pappír frá árinu 1965. Magnús hefur verið atkvæðamikill í íslensku myndlistarlífi allar götur síðan á sjöunda áratugnum, sem listamaður og kennari, og hér sýnir hann okkur fólk í krísu. Einhverjir hafa túlkað þessi verk sem viðbrögð listamannsins við þjóð- félagsástandi, er þetta krísulist? „Nei, þetta átti að vera hlægilegt,“ segir Magnús og kímir. Hann segir ekkert óeðlilegt við það að fólk lesi aðstæður í samfélaginu inn í listina en hann segist alls ekki stilla þjóðfélagsgagnrýni up í sínum verkum. „Sumir gera það, kannski með góðum árangri, en ég forðast það. Ef ef það er einhver alvara, eitthvað ekta í verkum, þá spegla þau á einhvern hátt viðhorf listamannsins og hann getur bara end- urspeglað sitt eigið umhverfi.“ Magnús hugsar sig um, lítur yfir verkin og bætir svo við: „Mér datt aldrei neitt hrun í hug í tengslum við þessi verk, síður en svo. Þetta átti að vera hlægilegt. Er þetta ekki svolítið grín? Fæturnir svona upp í loft?“ – Þetta eru furðulegar aðstæður. En það er ekki bara hálfsokkið fólkið heldur vekur straubrettið spurningar. „Jú, það brýtur upp og gefur hinu líf. Í staðinn fyrir að koma með annan skúlp- túr þar sem lappir stingast upp úr vatninu, þá kemur þarna uppbrot sem ég var að sækjast eftir.“ Magnús segist hafa átt „tvær hendur aflögu“ og notaði þær á þennan hátt, með straubrettinu. „Allt svona er frekar tilviljanakennt en ef maður er heppinn ná hlutirnir að verða góðir eða skemmtilegir – oftast er maður þó óheppinn og þeir verða hund- leiðinlegir. Það er erfitt fyrir sjálfan mig að tengja verkin mín hvert við annað eða sýna fram á einhvers konar framhald, en aðrir þykj- ast sjá eitthvað slíkt og það finnst mér gott og vel. En maður breytist andskotann ekki neitt. Maður er faktískt alltaf að gera það sama.“ Hálfgerður vandræðagemlingur Við Magnús yfirgefum þessar hálfsokknu mannverur í nauðum og göngum yfir á nálægt öldurhús; þar hrópar enginn á hjálp og glaðlegt fönk hljómar í hátöl- urunum. Talið berst að bakgrunni Magn- úsar í leikhúsinu, en á sjötta áratug lið- innar aldar skapaði hann sviðsmyndir. Hann telur þennan bakgrunn hafa haft mótandi áhrif á listferil sinn. „Mér fannst gaman í leikhúsinu þessi ár sem ég var þar. Það var slítandi en gaman. Stundum var samstarfið ánægjulegt – en ekki alltaf. Oft fór ég fokreiður út af gene- ralprufu!“ Hann skellir upp úr. „Í leikhús- inu verður til skemmtilegt ferli. Fyrst þarf að velta verkinu fyrir sér, hvað á að gera með það, þá verða til teikningar og módel, og gera þarf sviðið í fullri stærð. Svo færist verkið upp á sviðið. Það er gaman þegar leikararnir fara í búninga og heimurinn tekur á sig mynd.“ – Leikhús byggist á hópvinnu en starf myndlistarmannsins er hins vegar iðulega merkt einsemdinni. „Já, en ég hef alltaf unnið mikið með fólki. Í leikhúsinu var ég hálfgerður vand- ræðagemlingur, í raun djöfulsins frekju- dallur. Ég þoldi enga afskiptasemi og leik- stjórum fannst það stundum kalt að fá ekki að skipta sér af því sem ég var að gera. Leikstjórar vilja gjarnan ráða því hvernig umgjörðin er, og mér finnst það eðlilegt, en ég áttti erfitt með að taka af- skiptasemi.“ Magnús brosir og bætir við: „Stundum horfði til slysa.“ „Þessi verk eru mitt hugglundur“ „Þetta átti að vera hlægilegt,“ segir Magnús Pálsson um sýningu sína í Kling & Bang gallerí og segist ekki gera krísulist. Hann ræðir hér um bakgrunn sinn í leikhúsi, list augnabliksins, og segist faktískt alltaf vera að gera það sama. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.