SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 33
18. mars 2012 33 Reykjavík Letterpress við Lindargötu býður í ár upp á stafasúpu þar sem stefnt er saman lausaletri, blýklisjum, plastklisjum og tréstöfum svo úr verður ein allsherjar súpa. Gestir fá að fylgjast með súpugerðinni við undirleik frú Helgu Heidelberg sem verður í góðum félagsskap landsþekktra djassara. Stafasúpa með djassbragði Hönnunarmarsipanið snýr aftur Hönnunarmarsipanið vakti mikla lukku á Hönnunarmars í fyrra og snýr aftur í ár og er nú selt til styrktar krabbameins- sjúkum. Lakkrískonfektkubbarnir eru hannaðir af Örnu Rut Þorleifsdóttur og Rán Flygenring og framleiddir í samstarfi við sælgætisgerðina Sambó. Tíu prósent af andvirði hvers selds Hönnunarmarsipankubbs renna til styrktar Krabbameins- félaginu. Góðgætið verður að finna víðsvegar um borgina, meðal ann- ars í Kiosk, Minju, Forréttabarnum og 20BÉ. Samsýning Félags vöru- og iðnhönnuða vekur jafnan mikla athygli og trekkir að á Hönn- unarmars. Sverð, ský, geisli, gjöf, kubbur, krukka og íssneið eru að- eins brot af þeirri fjöl- breyttu hönnun sem sjá má á sýningunni. Þrjátíu og tveir hönnuðir frum- sýna verk sín á sýningunni í ár, sem er stærsti og glæsilegasti viðburður fé- lagsins til þessa. Á meðfylgjandi mynd má sjá hönnun Auðar Asp- ar Guðmundsdóttur og Emblu Vigfúsdóttur. Þetta er ískaldur matarglaðn- ingur frá hinni sunnlensku bændaverslun Búbót. Samsuða vöru- og iðn- hönnuða Í tilefni Hönnunarmars leggja Orr gullsmiðir áherslu á hreyfingu og óstýrileika í skartgripahönnun sinni, eins og segir í tilkynningu. Stór- brotnir skartgripir Orr grípa alltaf augað þegar gengið er hjá versluninni við Banka- stræti. Nú verður ennþá meiri ástæða til að staldra við en leitast verður við að kynna gestum og gangandi eiginleika skartgripanna á skemmtilegan hátt. Stórbrotnir skartgripir Hönnun í hávegum höfð Húsgagnaverslunin EPAL í Skeifunni hefur jafnan lagt mikla áherslu á vandaða hönn- un, ekki síst frá Norðurlönd- unum. Íslenskri hönnun er líka gert hátt undir höfði og í tilefni Hönnunarmars sýnir EPAL verk hátt í tuttugu íslenskra hönn- uða, þekktra jafnt sem nýrra og upprennandi. Á sýningunni eru bæði fullmótaðir hlutir sem og hugmyndir á frumstigi, hús- gögn, leikföng, ljós, teppi og nytjahlutir. Á meðfylgjandi mynd má sjá snaga sem eru hönnun Heklu Bjarkar Guðmundsdóttur. Vöruhönnuðirnir Bylgja Rún Svansdóttir og María Kristín Jónsdóttir frumsýna fylgihlutalínu sem hefur fengið nafnið Staka. Þær segja hana vera fyrir hinn íslenska ættbálk þar sem þekking og efniviður frá landnámsöld liggja til grundvallar. Útkoman er staka, sem er skinn, skorið og mótað í hálslín, slifsi og þverhnýti. Línan verður til sýnis í versluninni 38 þrep- um við Laugaveg. Íslenskt ættbálka- skraut

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.