SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 12
12 18. mars 2012 Mánudagur Gunnar Hersveinn Það skaust upp úr minni mínu rétt í þessu að einn góðan veðurdag 1983 festi ég kaup á Réttarhöldunum eftir Kafka í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og las hana sleitu- laust á Landsbókasafninu á Hverf- isgötu sama dag. Í sama húsi í sama sal eru nú háð önnur rétt- arhöld í húsinu. Er eitthvert bók- menntalegt samhengi þarna á ferðinni? Anna Margrét Björns- son Orðið „skvís“ er dáldið pirrandi. Þriðjudagur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Með- alfjölskylda á spar- neytnum bíl eyðir 494.000 krónum á ári í bensín miðað við bensínverð fyrir ári. Hvers vegna tekur fólk ekki strætó, í alvöru? Halla Gunnarsdóttir ætlaði að hringja í sjúkraþjálfara en hringdi óvart í vínbúð- ina. Hvað skyldi Freud segja um það? Fésbók vikunnar flett Skjárinn er 5" OLED-snertiskjár með 960x544 díla upplausn og 32 bita lit (16 milljón litir). Grafíkörgjörvinn er fjögurra kjarna, sem gefur mjög góða grafíksvörun, en vélin er öll mjög spræk og skemmtileg, enda er aðal- örgjörvinn líka fjögurra kjarna. Vita leysir af PSP, en er marg- falt betri vél með fjölmörgum nýj- ungum. Snerti- skjárinn á framhlið- inni er fyr- irtaks viðbót, en ekki má gleyma því að á bakinu er líka snertiflötur sem hægt er að nota í sumum leikjum, til að mynda í FIFA 12, og eflaust flestum þeg- ar fram líður. Óvenjuleg hugmynd og bráð- snjöll þegar maður hefur vanist henni. Vélin er óneitanlega dálítill hlunkur, 8,4 senti- metrar á hæð, 18,2 á breidd og tæpir tveir sentimetrar á þykkt. Hún er líka dálítið þung, um 260 grömm með þráðlausu neti en hægt er að fá 3G-tengingu og sú vél aðeins þyngri. Þeg- ar maður tekur hana upp minnir hún óneit- anlega á gömlu PSP-vélina, en hún er ljósárum framar hvað varðar tækni og útfærslu. Í vélinni eru svo hreyfi- og hraðaskynjarar sem gera kleift að stjórna sumum leikjum með því að hreyfa vélina. Þannig er hægt að stýra aksturs- leikjum með því að halla vélinni til hægri og vinstri eftir beygjum eða skotleikjum með því að hreyfa vél- ina til hliðar til að skjóta, en það þarf vitanlega að vera innbyggt í viðkomandi leiki. Mögnuð leikjatölva Sony og Nintendo hafa barist hart á markaði fyrir handleikjatölvur undanfarin ár. Nú má segja að Sony hafi náð forskotinu með magnaðri vél: PlayStation Vita, sem kom á markað í síðasta mánuði. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nintendo DS/DS Lite/DSi er vinsæl- asta lófaleikjatölva heims, enda hafa selst af henni ríflega 270 millj- ónir eintaka frá því hún kom á markað fyrir átta árum. Til sam- anburðar þá hafa selst af Sony PSP um 70 milljón eintök á svipuðum tíma, en rétt að geta þess að PSP er mun dýrari vél og ekki beinlínis sambærileg. Þótt yfirburðir Nintendo hafi þannig verið talsverðir, svo miklir reyndar að segja má að það hafi verið allsráðandi á lófatölvumark- aði, er ekki víst að nýjasta gerð DS, 3DS, sem er með þvívíddarskjá, verði til þess að fyrirtækið haldi for- skotinu, þótt ríflega 15 milljón 3DS- leikjatövur hafi selst á síðasta ári. Leikjasala fyrir slíkar vélar hefur nefnilega ekki verið jafnlífleg og forðum og tap var á rekstri Nin- tendo á síðasta ári – í fyrsta sinn frá 1981. Þótt samkeppnin frá Sony og Microsoft hafi áhrif, enda selur Nintendo meira en lófatölvur, þá er helsti keppinautur Nintendo, og kannski Sony og Microsoft líka, leikir í snjallsíma. Hvað með Nintendo? Eru sviptingar framundan á lófa- tölvumarkaði?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.