SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 34
Ekki þarf að fjölyrða um afrekin sem tvíundriðLionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur unniðá spænskum sparkgrundum í vetur og und-anfarna vetur. Þeir kumpánar skora mörk eins og þeir eigi lífið sjálft að leysa – hvor í kapp við annan. Ronaldo, sem setti markamet í efstu deild á Spáni í fyrra, þegar hann skoraði hvorki fleiri né færri en 40 mörk, er þegar kominn með 32 mörk á þessari leiktíð og Messi hefur gert 30. Sá síðarnefndi hefur einnig farið mikinn í öðrum mótum en alls eru mörk hans í vetur orðin 50. Þetta er ekki prentvilla! Ronaldo stendur í 42 mörkum. Portúgalinn hefur einn og sér gert fleiri mörk en 11 af hinum liðunum 19 í La Liga. Með sama áframhaldi munu þeir félagar innan örfárra ára gera atlögu að markametinu í efstu deild á Spáni sem er 251 mark. Messi er þegar kominn með 149 mörk en aðeins einn leikmaður, sem enn leikur í deild- inni hefur skorað meira, David Villa, samherji hans hjá Barcelona, 163. Villa er orðinn þrítugur, sex árum eldri en Messi. Mörk þessi hefur Messi gert í aðeins 202 leikjum sem þýðir að hann skorar að jafnaði sjö og hálft mark í hverjum tíu leikjum. Alltaf gaman að hálfum mörkum! 1,1 mark að meðaltali Tölfræði Ronaldos er ennþá ótrúlegri. Hann hefur gert 98 deildarmörk í aðeins 89 leikjum fyrir Real Madrid. Það gera 1,1 mark að meðaltali í leik. Geggjað! Fæstir hafa líklega gert ráð fyrir að sjá tölfræði af þessu tagi í nútímaknattspyrnu. Hafa ber í huga að Ronaldo kom 24 ára gamall inn í spænsku knattspyrnuna, eftir góða skól- un hjá Englandsmeisturum Manchester United, en Messi steig sín fyrstu skref aðeins 17 Reuters Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa skorað mörk í öllum regnbogans litum fyrir Barcelona og Real Madrid undanfarin misseri. Þeir eiga þó ennþá nokkuð í land með að velta mesta markaskorara Spánarsögunnar úr sessi, Telmo nokkrum Zarra. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ára. Markaæðið rann ekki formlega á argentínska undr- ið fyrr en það var orðið 21 árs. En hverjum þurfa Ronaldo og Messi að velta úr sessi? Alfredo Di Stéfano hugsa ugglaust ýmsir, Raúl segja aðrir og enn aðrir eru líklegir til að tilgreina Hugo Sánc- hez. Allt er þetta rangt enda þótt þessir mætu menn raði sér í sæti 2-4 á markalistanum. Markahæsti leikmaður Spánarsögunnar hét því ágæta nafni Telmo Zarraonandia Montoya og gerði garðinn frægan með Athletic Bilbao á árunum 1940 til 1955. Markametið, 251 mark, er sumsé orðið 57 ára gamalt. Fæddist á lestarstöð Zarra, eins og hann var gjarnan kallaður, fæddist árið 1921 á lestarstöð í Asúa á Spáni. Baski. Hann var sjöundi Telmo Zarra í eldlínunni með Athletic Bilbao. Hann lék í fimmtán ár með félaginu. Markahæstir á Spáni Sæti Þjóðerni Nafn Ár Mörk Leikir Mörk/leik 1 Telmo Zarra 1940–1955 251 277 0,91 2 Hugo Sánchez 1981–1994 234 347 0,67 3 Raúl 1994–2010 228 550 0,41 4 Alfredo Di Stéfano 1953–1966 227 329 0,69 5 César Rodríguez 1939–1955 226 353 0,64 6 Quini 1970–1987 219 448 0,49 7 Pahiño 1943–1956 210 278 0,76 8 Edmundo Suárez 1939–1950 195 231 0,81 9 Carlos Santillana 1970–1988 186 461 0,40 10 Juan Arza 1943–1959 182 349 0,52 11 Guillermo Gorostiza 1929–1945 178 256 0,70 12 David Villa 2003– ? 163 287 0,57 13 Samuel Eto’o 1998–2009 162 280 0,58 14 Luis Aragonés 1960–1974 160 360 0,44 15 Ferenc Puskás 1958–1966 156 180 0,87 16 Julio Salinas 1982–2000 152 417 0,36 17 Adrián Escudero 1945–1958 150 287 0,52 18 Lionel Messi 2004– ? 149 202 0,74 19 Daniel Ruiz 1974–1986 147 303 0,49 20 Silvestre Igoa 1941–1956 141 284 0,50 47 Cristiano Ronaldo 2009– ? 98 89 1,10 Mun met Zarra gossa? Lionel Messi fagnar enn einu markinu fyrir Barcelona. í röð tíu systkina og hændist ungur að knattspyrnu þrátt fyrir andúð föður síns á hinni göfugu íþrótt. Gamla manninum þótt víst nóg að tveir eldri bræður Zarras eltust daginn út og inn við bansetta leðurtuðr- una. Annar þeirra féll í borgarastyrjöldinni á ofanverð- um fjórða áratug síðustu aldar. Zarra lét sér ekki segjast og átján ára var hann kominn á samning hjá Erandio Club í annarri deild. Lék þar 20 leiki og skoraði 12 mörk. Hæfileikar hans spurðust út og þegar Athletic Bilbao hóf að byggja upp nýtt lið eftir glundroða borgarastyrj- aldarinnar lá leið Zarras þangað. Hann þreytti frumraun sína með Bilbao í efstu deild haustið 1940 og gerði tvö mörk strax í fyrsta leik. Tónninn var gefinn. Á fimmtán ára ferli hjá Bilbao skoraði Zarra tíu sinn- Markakóngurinn mikli Telmo Zarra. Cristiano Ronaldo hefur farið mikinn með Real Madrid. 34 18. mars 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.