SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 39
Þú þarft bara að bregðast við og þú verður að vera mjög eðlilegur. Mér fannst þetta mjög skemmti- legt,“ sagði hún. Hún var líka spurð út í hvenær hún hefði fyrst fengið innblástur við að horfa á kvikmynd. „Mamma er mikill aðdáandi Audrey Hepburn og ég líka. Ein af fyrstu myndunum sem lét mig langa til að verða leikkona var Breakfast at Tiff- any’s. Ég fylgdist með Audrey Hepburn og hvernig hún lýsti upp skjáinn. Hún lætur mann brosa. Þá hugsaði ég, þetta langar mig að gera. Mig langar til að fá fólk til að brosa. Mig langar til að fólk fái þessa tilfinningu, hrífist með og láti sig dreyma.“ Ljóst er að það á eftir að sjást meira til þessarar ungu leikkonu en fyrir helgi var tilkynnt að hún hefði fengið hlutverk í myndinni The Drummer sem segir frá ævi Dennis Wilson úr Beach Boys. Aaron Eckhart er í hlutverki Wilson en Moretz mun leika dóttur hans. Moretz og leikkonan Blake Lively sem þekkt er fyrir leik sinn í Gossip Girl, með fatahönnuðinum Jason Wu. Reuters 18. mars 2012 39 Við skulum hlaða vörðu uppi á fjallsins tindi þarsem við svona heit og rjóð í kinnum eftir upp-gönguna gátum ekki látið á móti okkur að snert-ast, með allan þennan vind í hárinu og ölvuð af vímunni sem fylgir því að sigra stórgrýtt fjall og ferlegt yfir- ferðar. Tindurinn leysti okkur úr álögum og við hættum að vera það sem við vorum áður en við lögðum af stað, lágum mar- flöt og lafmóð á bakinu og tíminn stóð í stað. Ég sem hélt að ég gæti ekki hætt að glápa upp í himininn vissi ekki af fyrr en ég reisti mig upp til að athuga hvort öll þessi ský spegluðust ekki örugglega í augunum þínum. Og steinarnir sungu og mosinn hló. Og flíkurnar fuku. Og holdinu bera var alveg sama um klípandi kulda. Lendanna mýkt mynntist við stein. Fjallið drakk í sig svita og safa. Svalaði þúsund ára þorsta. Með moldarlykt í nösum hlóð- um við vörðu á staðnum okkar og hugsuðum um hvernig fjöll breyta fólki. Allir varnarmúrar falla í víðátt- unnar algleymi. Þegar veturinn er svona nálægt því að sleppa af okkur krumlunni þá er ekki laust við að hugurinn leiti til fjalla sem bíða þess að við sigrum þau á komandi sumri. Þegar birtan ein ærir fólk. Og nývöknuð náttúran kallar með öllum sínum frum- krafti. Mannskepnunni er ekki eiginlegt að húka inni í kofum sínum langtímum saman. Gefum fjallageitinni í okkur lausan taum og látum okkur hlakka til að stökkva upp á hálendið þar sem við getum fleygt okkur flötum eitt eilífðar augnablik á hæsta tindi. Og hlöðum vörður. Hlöðum vörður ’ Með moldar- lykt í nös- um hlóðum við vörðu á staðn- um okkar og hugsuðum um hvernig fjöll breyta fólki. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Hjalti Jónsson sem æ síðan var nefndur Eldeyjar-Hjalti og var kunn- ur maður á sinni tíð. Eftir þetta var farið nánast árlega í eyna til fuglatekju, uns hún var friðuð árið 1940. En svo kom að því að Eldey var aftur klifin; það var árið 1971 sem garpar úr Eyjum fóru þangað undir forystu Árna Johnsen, þá blaða- manns á Morgunblaðinu. Árni gerði raunar út annan leiðangur í eyna árið 1982 en síðan hefur eyin, sem er 77 metrar á hæð, ekki verið klif- in. „Ekki er stingandi strá uppi á eynni, aðeins súla og súluskítur, sem er ærið nóg af og veitti ekki af stígvélum til að ganga í því svaði,“ sagði í grein í Morgunblaðinu 28. júlí 1971 um Eldeyjarleiðangurinn fyrri. Voru eftirmál hans þau að náttúruverndarráð sá ástæðu til þess að grípa til óspilltra málanna og friðaði eyna. Rúmum áratug síðar var svo komið annað hljóð í strokkinn og þá veitti náttúruverndarráð undanþáguleyfi til Eldeyjarfarar. Og svo var Eldeyjarlífinu lýst í myndríku máli í Morgunblaðsgrein Árna Johnsen 29. ágúst 1982. „Byggðin í Eldey er eins þétt og súlubyggð getur verið og má segja að eyjan sé alsetin, enda situr fuglinn svo þétt að brúnin getur verið kögruð af stélum fuglanna allt um kring þegar lítið flug er á drottn- ingu Atlantshafsins í Eldey. Úr lofti séð virðist Eldey svo til slétt að ofan, en kollur eyjarinnar skiptist í fjölmarga reiti og slakka, eins konar gilskorninga, sem hver hefur sinn halla. Súlubyggðin skiptist því í marga reiti þótt um eitt súlubæli og samfellt sé að ræða. Á nibb- um og hryggjum sitja drottningarnar síðan og bugta sig og beygja, sýna listir sínar, skylmast, dansa, blaka vængjum, reigja háls, munda sig til ástaleikja, venja unga sína, og svo framvegis, en súlan hefur einhvern litskrúðugasta persónuleika allra fugla.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Sýna listir sínar, skylmast, dansa, blaka vængjum, reigja háls, munda sig til ástaleikja, venja unga sína. Árni Jonsen Kanínuungi sem búist var við að yrði frægur í dýragarði einum í Þýskalandi því hann fæddist án eyrna hlaut önnur og grimmari örlög. Hann drapst þegar myndatökumaður sem heim- sótti dýragarðinn sérstaklega til að sjá kanínuna steig óvart ofan á hana. „Ég trúi þessu ekki. Kanínan var svo sæt. Þetta er hræðilegt,“ sagði dýragarðsstjórinn Uwe Dempewolf við dagblaðið Bild. Kanínan, sem hafði fengið nafnið Til, hoppaði bak- við myndatökumanninn á meðan hann var að mynda og kramdist til dauða þegar tökumaðurinn steig eitt skref aftur á bak. Kanína kramin Neðansjávarþjófum tókst að ræna skipsbjöllunni úr flaki Costa Concordia þrátt fyrir mikið leysigeisla- viðvörunarkerfi og sólahringsgæslu ítölsku strandgæslunnar. Á bjöll- unni stóð bæði nafn skips- ins og 2006, árið sem skipið var sjósett. Búist er við því að fleiri en ein manneskja hafi tekið þátt í þjófnaðinum. Þetta risastóra skemmtiferðaskip fórst út af ströndum ítölsku eyjarinnar Giglio og létust 25 manns og sjö er enn saknað. 4.200 manns voru um borð. Neðansjávarþjófar Moretz á frumsýningu Hugo í London í nóvember. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.