SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 11
18. mars 2012 11
Breska söngkonan Jessie J var í essinu sínu á tónleikum í Petaling Jaya, nærri Kúala
Lúmpur í Malasíu á föstudaginn. Jessie J skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta ári
með lögum eins og Do It Like a Dude, Price Tag og Who You Are. Hún þykir hafa mjög
sérstakan og persónulegan stíl og var meðal annars valin rödd ársins 2011 af BBC.
AP
Jessie J á útopnu í Malasíu
Veröld
Skar og skarkali | 28
Þorgrímur Kári Snævarr
Myndin Hugrún er tíundastuttmyndin sem Mbl sjón-varp sýnir í samvinnu viðKvikmyndaskóla Íslands.
Myndin er útskriftarverkefni Ingu Maríu
Eyjólfsdóttur, sem útskrifaðist af leiklist-
arbraut skólans. Inga er jafnframt aðal-
leikari, framleiðandi og
skrifaði handritið auk
Ragnars Snorrasonar
sem leikstýrði mynd-
inni.
Ekki er allt sem sýnist
Myndin fjallar um unga
konu, Hugrúnu, sem
vinnur á sambýli. Hún er
metnaðarfull, ánægð í
starfi og stolt af sjálfri sér. Einn daginn
byrjar nýr starfsmaður og við það um-
turnast heimur Hugrúnar. Hún fer að efast
um sjálfa sig, hver hún er og hvar hún sé.
„Í rauninni er myndin um það að ekkert í
heiminum er eins og það sýnist,“ segir
Inga. Hana langaði að vinna með sam-
býlishugmyndina og þá hugdettu að ef til
vill kæmist maður í gegnum lífið í þeirri
trú að maður væri eins og allir aðrir, en
væri það í raun ekki.
Aðalpersóna myndarinnar heitir Hug-
rún og segir Inga nafnið henta henni vel
enda sé myndin í raun byggð á hugleið-
ingum. Auk Ingu leika þau Kristján Hans
Óskarsson og Gréta Sandra Davidsson í
myndinni. Kvikmyndataka og klipping
var í höndum Sigurðar Kr. Ómarssonar,
Biddi sá um hljóðið og hljómsveitin Vigri
samdi tónlistina í myndinni.
„Undirbúningur við myndina gekk vel
og það leið ekki mikill tími frá því að
handritið var tilbúið þar til farið var í tök-
ur. Við fengum mikla hjálp frá fólki og allt
reddaðist á síðustu stundu. Við fengum til
dæmis ekki hljóðmann fyrr en daginn fyr-
ir tökur,“ segir Inga. Hópurinn fékk leyfi
til að taka myndina að mestu leyti upp á
Stuðlum sem þau eru mjög þakklát fyrir.
Þessa stundina er Inga að leika í annarri
mynd sem ber heitið XL en hún hyggur
jafnvel á frekara leiklistarnám erlendis.
sth221@hi.is
Myndin fjallar um unga konu, Hugrúnu, sem vinnur á sambýli.
Inga María leikur sjálf aðalhlutverkið.
Inga María
Eyjólfsdóttir
Hugleiðingar
Hugrúnar
Kvikmyndir