SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 14
aðeins einn af 104 nemendum. „Hann hefur fengið að
njóta sín í sýningunum. Þetta er efnilegur og flottur
strákur,“ segir hún en eins og gefur að skilja er sam-
keppni meðal kvendansara jafnan meiri en á milli karld-
ansara.
Hvað fá nemendurnir út úr þessu námi?
„Þeir fá sjálfsagann og læra að skipuleggja sig. Þetta er
mikil þjálfun fyrir hugann rétt eins og líkamann. Dansinn
er mikil samhæfing fyrir líkamann og hefur áhrif á lík-
amsvitundina og síðast en ekki síst hvernig hugur, sál og
líkami vinna saman. Við tökum á því í kennslunni. Þeir
eru líka að læra að túlka og koma fram. Sýningarnar eru
allt að þrjár hjá okkur á ári.“
Nú geta ekki allir sem eru í skólanum orðið atvinnu-
dansarar.
„Þetta er erfiðara þegar komið er í framhaldsdeildina,
þar segjum við að hver einn og einasti eigi að stefna að því
að verða dansari. Þó þau fari ekki í Íslenska dansflokkinn
eða annan dansflokk þá eru þetta svo margar greinar í
dansinum. Þau eru kannski að vinna sjálfstætt sem dans-
höfundar, eða að kenna. Það er svo margt hægt að gera,“
segir hún.
„Fyrir þá sem hafa bara drauma um að komast í Ís-
lenska dansflokkinn er þetta erfitt því samningarnir eru
ekki margir. En auðvitað væri það gaman að rótera aðeins
meir og leyfa þessum yngri að spreyta sig.“
Eldri og yngri fái tækifæri
Það er eitthvað sem hún gæti hugsað sér og bendir á að
innan Nederlands Dans Theater séu í raun þrír flokkar og
þar fái bæði yngri dansarar og eldri og þroskaðri dansarar
tækifæri til að taka þátt.
„Mér finnst aldur svo afstæður í dansinum því loksins
þegar þroskinn er að koma hjá dansaranum þarf hann að
hætta vegna líkamlegrar getu. Þetta fer ekki alltaf saman.
Það er líka hægt að sníða stakk eftir vexti og gera eitthvað
annað fyrir þann sem getur ekki gert öll hoppin og ak-
róbatíkina. Hann getur túlkað eitthvað annað í einfaldari
hreyfingum.“
Lára telur að það sé styrkur hjá henni í starfi sem list-
rænn stjórnandi ÍD að hafa verið í flokknum í yfir tuttugu
ár. „Flokkurinn hefur verið að vinna gott verk og hefur
fengið mjög flotta danshöfunda í lið með sér. Ég er ánægð
með starfið en það verða auðvitað áherslubreytingar. Mig
langar að finna leiðir til að fjölga áhorfendum,“ segir hún
„Það er meiri meðvitund um dansinn í samfélaginu
eins og í gegnum Dans, dans, dans. Allir þessir sjálfstæðu
hópar eru að spretta upp eins og gorkúlur. Það er rosalega
margt í gangi en hlutverk Íslenska dansflokksins er að
vera með eins mikil gæði og hægt er og hafa dansinn í fyr-
irrúmi. Það verður mín áherslubreyting að dansinn verð-
ur í fyrirrúmi, ekki dansleikhúsið sem slíkt,“ segir Lára
sem hefur, fyrir utan að starfa með flokknum í öll þessi ár,
verið mjög virk í grasrótinni í íslenska dansheiminum
síðustu ár.
„Ég hef haft þessa löngun til að dansa áfram þó ég sé að
verða fimmtug,“ segir Lára og blaðamaður hváir við og
hreinlega trúir þessu ekki fyrr en hann flettir henni upp í
Þjóðskrá og, jú, það er staðfest, Lára heldur upp á hálfrar
aldar afmæli í haust.
„Ef líkaminn segir já og getur þetta er ekkert sem segir
að þú eigir ekki að gera það,“ segir Lára sem er lifandi
sönnun orða sinna en hún var tilnefnd til Grímuverðlauna
í fyrra sem dansari ársins fyrir Svanasöng.
Fleiri sýningar úti á landi
„Mér finnst líka mjög mikilvægt að efla íslenska danshöf-
unda þannig að þeir fái góð tækifæri. Mig langar að flokk-
urinn verði sýnilegri og sýni meira hér heima. Íslenski
dansflokkurinn hefur verið vaxandi stærð í alþjóðlegu
samhengi og það þarf svo sannarlega að viðhalda þeim
góða orðstír. En það væri gaman ef land og þjóð fengju að
njóta hans enn frekar og við sýndum meira úti á landi,“
segir Lára, sem vill til dæmis fara í kirkjurnar og félags-
heimilin. „Ef dansarinn er nógu góður þarf ekki mikla
umgjörð. Fyrir mér er hreyfingin, dansinn sjálfur, svo
sönn. Þetta er svo hreint og stórkostlegt form. Ef það er
gert innanfrá og út með ást og virðingu þá er það nóg.“
Lára var í New York á dögunum og segist hafa villst inn
á danssýningu með 75 ára gömlum manni. „Það var
magnað að sjá hann. Það er hægt að ganga lengra með
þetta.“
Vilja fá allt strax upp í hendurnar
Hún hvetur sína nemendur áfram. „Mér finnst mikilvægt
að nemendur finni með þessa listgrein eins og aðrar að
æfingin skapar meistarann. Það þýðir ekki að vera óþol-
inmóður og vilja fá allt strax upp í hendurnar. Það þýðir
heldur ekki að brotna niður ef þú færð ekki tækifærin
heldur halda áfram út frá sjálfri þér að vinna og ekki
hugsa of mikið um utanaðkomandi áhrif. Mér finnst að-
eins votta fyrir því að það vilji allir fá allt strax uppí hend-
urnar, strax verða frægir, strax fá að sýna, strax fá að gera
allt, helst án þess að hafa lært neitt. Við verðum að virða
skólann og námið.“
Að sama skapi finnst henni bestu danshöfundarnir
jafnan vera þeir sem hafa dansað mikið sjálfir. „Danshöf-
undar þurfa að minnsta kosti að hafa orðaforðann í hreyf-
ingum. Þú getur endalaust bætt við þig, það er alltaf hægt
Morgunblaðið/Þorkell
Svanurinn
er verk eftir Láru.
Morgunblaðið/Golli
’
Ef dansarinn er nógu góður
þarf ekki mikla umgjörð.
Fyrir mér er hreyfingin,
dansinn sjálfur, svo sönn. Þetta er
svo hreint og stórkostlegt form.
Ef það er gert innanfrá og út með
ást og virðingu þá er það nóg.
Morgunblaðið/Golli
Lára og Ástrós
í Systrum.
Morgunblaðið/Golli
Með gullfisk í maganum
á sýningu ÍD Through
Nana’s Eyes.
Ingibjörg Björnsdóttir
og Sverrir Guðjónsson
í Von eftir Láru.
14 18. mars 2012