SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 8
8 18. mars 2012 Lindsey Vonn gekk að eiga þjálfara sinn, Thomas Vonn, árið 2007 en hann átti á árum áður sæti í bandaríska skíðalandslið- inu. Seint á síðasta ári tilkynnti parið að það hefði ákveðið að skilja. Vonn hefur ekki látið skiln- aðinn á sig fá í brekkunum í vetur, tvíeflst ef eitthvað er. Í samtali við Reuters þakkar hún félögum sínum í bandaríska landsliðinu ómetanlegan stuðn- ing á þessum erfiðu tímum í einkalífinu. „Liðsandinn hjá okk- ur er einstakur og hjálpaði mér að komast yfir erfiðasta hjall- ann.“ Einn helsti keppinautur Vonn á mótum heimsbikarsins, hin þýska Maria Höfl-Riesch, hefur líka verið betri en enginn en Vonn dvelst reglulega hjá henni í Garmisch-Partenkirchen. Vonn er raunar mjög hrifin af Þýska- landi, ekki síst Bæheimi, og tal- ar reiprennandi þýsku. Þar er líka undarlegasta „verðlauna- gripinn“ sem hún hefur hlotið í sigurlaun á ferlinum að finna, kúna Olympe. Meðal áhugamála Vonn eru hjólreiðar, tennis og lestur góðra bóka. Þá missir hún sjald- an af sjónvarpsþættinum Law & Order. Kom meira að segja fram í lokaþætti seríunnar árið 2010. Vonn hefur einnig reynt fyrir sér sem fyrirsæta, meðal ann- ars á forsíðu sundfataheftis Sports Illustrated fyrir tveimur árum. Beit á jaxlinn eftir skilnaðinn Lindsey Vonn ásamt vinkonu sinni og keppinaut, Mariu Höfl-Riesch. AP Lindsey Vonn frá Bandaríkjunumskíðaði inn í sögubækurnar á dög-unum þegar hún vann heimsbik-arinn í alpagreinum í fjórða skipti á ferlinum. Hún er orðin sigursælasti skíða- maður Bandaríkjanna frá upphafi vega og aðeins ein kona hefur unnið heimsbikarinn oftar, hin austurríska Annemarie Moser- Pröll, sem gerði það sex sinnum á áttunda áratugnum. Vonn vann sitt 53. heimsbik- armót þegar hún varð hlutskörpust í bruni í Schladming í vikunni en aðeins tvær konur hafa gert betur, hin svissneska Vreni Schneider, 55 sinnum, og fyrrnefnd Moser- Pröll, 62 sinnum. Vonn hefur unnið allar tegundir greina og alls staðið 97 sinnum á verðlaunapalli á heimsbikarmótum. Fyrsta titilinn vann hún 2008, síðan 2009, 2010 og 2012. Vonn tapaði naumlega fyrir Mariu Höfl-Reisch í fyrra. Vegni henni vel í tveim- ur síðustu mótum vetrarins um helgina get- ur Vonn orðið fyrsta konan til að rjúfa 2.000-stiga múrinn í alpagreinum. Stöðugleikinn mikilvægur Sigurinn í Schladming var sá tólfti í vetur hjá Vonn sem er persónulegt met hjá henni. Hún var að vonum í skýjunum í samtali við Reuters-fréttastofuna á eftir. „Ég vann fyrsta brunmót vetrarins og nú það síðasta. Stöðugleikinn er mikilvægur, að gefast aldr- ei upp,“ sagði hún. „Þetta var líka kærkom- inn sigur fyrir þær sakir að heimsmeist- aramótið fer fram á sama stað að ári.“ Spurð um hápunkta tímabilsins var Vonn snögg til svars. „Fimmtugasti sigurinn á heimsbikarmóti í Garmisch og fyrsti sig- urinn á mínum eigin heimavelli, Beaver Creek.“ Vonn á einnig tvenn verðlaun frá Ólymp- íuleikum, þar af eitt gull, og fimm verðlaun frá heimsmeistaramótum, þar af tvö gull, í safni sínu. Eigi að síður er hún hvergi nærri hætt. „Ég hef að ýmsu að keppa næstu þrjú árin. Ég ætla að halda áfram að skíða mér til yndisauka en einnig til að setja mark mitt á íþróttina – varanlega.“ Vonn var aðeins tveggja ára þegar hún steig á skíði í fyrsta sinn. Hún sýndi snemma góð tilþrif og hermt er að faðir hennar, Alan Kildow, sem sjálfur var skíðamaður áður en slæm meiðsli bundu enda á ferilinn þegar hann var átján ára, hafi verið óvæginn við hana. Vonn fékk bestu fáanlega þjálfun og strax á unga aldri stóðst hún bestu jafn- öldrum sínum í Evrópu snúning. Það reynd- ist henni auðvelt að komast í bandaríska landsliðið og aðeins sextán ára spreytti sprundið sig fyrst á heimsbikarmóti. Fjórum árum síðar stóð hún fyrst á verðlaunapalli, hlaut brons í bruni í Cortina d’Ampezzo og fáeinum mánuðum síðar kom fyrsta gullið, í bruni í Lake Luise. Óheppin á Ólympíuleikum Vonn hefur keppt á þrennum vetrarólymp- íuleikum, lítið kvað að henni í Salt Lake City árið 2002 og í Tórínó fjórum árum síðar meiddist hún á æfingu og var flutt með þyrlu á spítala. Aðeins var um slæmt mar að ræða en Vonn var eigi að síður bara skugg- inn af sjálfri sér í keppninni. Aftur settu meiðsli strik í reikninginn í Vancouver 2010 en Vonn tókst þrátt fyrir það að tryggja sér gull í einni grein, bruninu. Kunnugir fullyrða að Lindsey Vonn ætli að taka leikana í Sochi eftir tvö ár með áhlaupi. Þegar Vonnin ein er eftir Lindsey Vonn skráir sig á spjöld skíðasögunnar Lindsey Vonn kampakát með heimsbikarinn sem hún vann í fjórða sinn í vetur. AP Vonn þar sem hún kann best við sig, í miðri brekkunni. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Lindsey Caroline Kildow fæddist í St. Paul í Minne- sota-ríki 18. október 1984 og er því 27 ára gömul. Vonn- nafnið tók hún upp þegar hún gekk að eiga þjálfara sinn, Thomas Vonn. Átrúnaðargyðja Vonn og fyrirmynd er landa hennar, skíðakonan Picabo Street, sem gerði garðinn frægan á árum áður. Picabo Street fyrirmyndin

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.