SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 29
18. mars 2012 29 fólk skynjar við þessar aðstæður en fyrstu mánuðina fannst mér hann vera að fylgjast með umhverfinu. Ég fékk mér til dæmis nýja fartölvu á þessu tímabili og fór með hana upp á spítala og var lengi hjá Óla einn laug- ardag að baksa við hana. Mér fannst hann vera að fylgjast með mér því hann var mikill tölvugúrú og þetta var nokkuð sem hann hefði haft mikinn áhuga á. Undir lokin gerði ég mér grein fyrir því að Óli var farinn. Líkaminn var þarna en það var ekkert líf eftir. Þá fór maður að biðja og vona að þessu færi að ljúka sem allra fyrst. Þetta var alls ekki sú staða sem Óli vildi vera í, við höfðum oft rætt það að við vildum ekki skilja hvor við annan í ástandi eins og þessu. Þetta var skelfilegt og það var ekkert hægt að gera. Bara bíða. Þessi hræðilegi atburður varð til þess að Hall- dór kom aftur inn í mitt daglega líf. Við þrír höfðum stofnað saman Ríó-tríóið kornungir en þegar Halldór fór í tannlæknanám hætti hann og Ágúst Atlason tók við. Halldór kom oft upp á spítala til Óla og þar hittumst við reglulega. Svo allt í einu, rúmum tveimur mánuðum eftir að Óli dó, varð Halldór bráðkvaddur, fékk hjartaáfall. Þetta fráfall vina minna, og krabbameinið, minnir mig stöðugt á hversu stutt bilið er milli lífs og dauða.“ Trúirðu á líf eftir dauðann? „Já, ég geri það. Ég trúi að við séum hér á jörðinni á ferðalagi og birtumst eftir dauðann í annars konar formi á öðrum stað. Við sjáum að maðurinn getur skapað ótrú- lega mikið á þeim stutta tíma sem ein mannsævi er. Það getur ekki verið að maðurinn og stórverk mannsandans séu bara einnota. Ég trúi því allavega ekki.“ Fann mig ekki í pólitík Þú starfaðir um tíma í pólitík og varst borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Hvernig kunnirðu við þig í pólitík- inni? „Ég afplánaði átta ár í pólitík. Ég segi afplána af því að ég fann mig ekki í pólitíkinni. Ég er þannig gerður að ég get ekki sagt endalaust já heldur verð að geta sagt nei ef mér finnst rétt að segja nei. Mér líkaði ekki margt af því sem ég sá og heyrði meðan ég var í pólitík. Og ekki hefur pólitíkin skánað. Maður hlýtur að staldra við það að ein- ungis 10 prósent þjóðarinnar treysta Alþingi. Þetta er svo skelfileg staða að maður spyr sig hvort það eigi kannski bara að leggja þessa stofnun niður. Hvað erum við að gera með Alþingi ef svo að segja enginn ber lengur traust til stofnunar sem á að vera hornsteinninn í lýðræðisumræð- unni?“ Er þetta vantraust á Alþingi ekki stjórnmálamönn- unum sjálfum að kenna? „Þetta er engum öðrum að kenna. Ég held að stjórn- málamenn okkar séu vel meinandi en þeir eru fyrir löngu komnir á villugötur í umræðu sem er svo sérkennileg að það er með ólíkindum. Það er ekki hægt að bjóða þjóð- inni upp á það að tími þingmanna fari í fjálglegar yfirlýs- ingar um það hvernig þeim tókst að gera pólitískan and- stæðing kjaftstopp. Þetta er „Sjáið þið hvernig ég tók hann!“-pólitík. Þegar svo er skiptir það ekki miklu máli hvað fólk á Alþingi er að þvarga um. Innihaldið er horfið. Ég vil miklu frekar eyða tíma mínum með konu minni, Birnu Pálsdóttur, börnunum okkar fjórum og þeim átta barnabörnum sem ég á nú þegar en að fylgjast með svona kjaftæði.“ Nú er dóttir þín, Heiða Kristín, framarlega í Besta flokknum. Hvernig finnst þér Besti flokkurinn hafa staðið sig? „Mér finnst Besti flokkurinn hafa staðið sig vel. Þar hefur verið gerð góð tilraun til að haga pólitískri umræðu öðruvísi en gert hefur verið. Besti flokkurinn hefur alla- vega gefið fólki tækifæri til að staldra við og íhuga að kannski sé hægt að gera hlutina öðruvísi. Ég fagna því sem Besti flokkurinn er að gera og trúi því að hann eigi eftir að breyta ýmsu í íslenskri pólitík. Það hefur verið gerð tilraun til að spyrða Heiðu, dóttur mína, og mig saman. Það er eins og ekki sé hægt að hlusta á það sem hún hefur að segja heldur er spurt: Hver er það sem segir henni hvað hún eigi að segja? Það er þessi hugsun sem er að eyðileggja íslensk stjórnmál. Ein- hver stígur fram á sviðið og þá er ekki hægt að hlusta á viðkomandi heldur er spurt hverra manna hann sé. Ég hef ekkert haft um Besta flokkinn og málefni hans að segja og ég hef ekki verið að móta málflutning dóttur minnar. Sama má segja um tónlistarflutning Snorra son- ar míns, um störf Péturs sonar míns sem er natinn stoð- tækjafræðingur og um Bryndísi, þá eldri, sem er flinkur kennari með mörg fjölfötluð börn undir sínum vernd- arvæng.“ Saknarðu þess að starfa sem tónlistarmaður? „Ég sakna þess að því leyti að við í Ríó-tríóinu vorum ekki búnir að gera það sem við ætluðum okkur að gera. Við vorum í miðri tónleikaröð þegar ógæfan skall yfir. Við ætluðum að gera ýmislegt og ég harma það að hafa ekki fengið að ljúka þeim verkefnum með félögum mín- um.“ Morgunblaðið/RAX Heimsþekktar gæðavörur sem allir þekkja Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.