SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 18.03.2012, Blaðsíða 30
30 18. mars 2012 E itt af kjörorðum samtímans er að allt eigi að vera opið og gagnsætt. Að undanförnu hefur tvennt gerzt, sem sýnir hvað sú hugsun sem að baki liggur á erfitt uppdráttar. Annað er ákvörðun Lands- dóms um að heimila ekki beinar útvarps- og sjónvarpssendingar frá réttarhöldum og vitnaleiðslum vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra. Sú ákvörðun sýndi full- komið skilningsleysi dómara á samfélags- háttum nútímans og gerði það að verkum að þjóðin gat ekki fylgzt með þessum réttarhöldum á þann veg, sem hún átti fullan rétt á. Þótt réttarhöldin í Lands- dómi hafi verið opin voru þau ekki opin á þann veg, að almenningur í landinu gæti fylgzt með þeim beint og milliliðalaust. Hinn atburðurinn, sem sýnir hversu erfitt er að fylgja fram hugmyndum um opið og gagnsætt samfélag, er sú for- vitnilega uppákoma, sem varð á Alþingi fyrir nokkrum dögum, þegar Vigdís Hauksdóttir alþingismaður setti ákveðnar upplýsingar inn á fésbókarsíðu sína um sjónarmið, sem fram komu á fundi í þingnefnd, sem hún á sæti í, á meðan á fundinum stóð. Þetta framtak þingmannsins leiddi til harðra skoðana- skipta á Alþingi og formaður nefndar- innar, Valgerður Bjarnadóttir, taldi það hina mestu ósvinnu, að slíkar upplýs- ingar væru gerðar opinberar, áður en við- komandi gestir þingnefndarinnar væru komnir út af fundi. Er það svo? Er eitthvað við það að at- huga? Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðar- innar. Umræður á Alþingi fara fram fyrir opnum tjöldum. Þeim er meira að segja sjónvarpað beint. Þingnefndir eru í aukn- um mæli að opna fundi sína, sem er sjálf- sagt. Það er ákaflega fátt, sem gerist á fundum þingnefnda, sem almenningur á ekki fullan rétt á að fá vitneskju um. Í raun og veru er jafnsjálfsagt að útvarpa og sjónvarpa frá umræðum á fundum þing- nefnda eins og frá þingfundunum sjálf- um. Í algerum undantekningartilvikum getur verið um svo viðkvæm mál að ræða að tilefni sé til að loka slíkum fundum. Það getur í stöku tilviki átt við um utan- ríkisnefnd þingsins svo að dæmi sé tekið. Hinir nýju samskiptamiðlar opna fólki nýja veröld og ný tækifæri. Vigdís Hauks- dóttir sýndi með lítilli færslu á hina svo- nefndu Fésbók að þingmenn geta í störf- um sínum farið inn á alveg nýjar brautir í miðlun upplýsinga til almennings um það sem er að gerast í sameiginlegum mál- efnum þjóðarinnar. Þetta framtak þing- mannsins er til fyrirmyndar. Það er til eftirbreytni fyrir aðra þingmenn. Þeir geta með þessum hætti á skammri stundu komið á framfæri við borgara þessa lands upplýsingum, sem sjálfsagt er að séu að- gengilegar fyrir fólk. Því hefur verið haldið fram, að þing- maðurinn hafi brotið þingskapalög með þessu framferði sínu. Um það eru að vísu skiptar skoðanir en þá er að breyta þing- skapalögunum en ekki banna upplýs- ingamiðlun. Eru það einhver rök ef sérfróðir aðilar eða aðrir koma á fund þingnefndar og veita upplýsingar eða lýsa sjónarmiðum, að það megi ekki miðla þeim til annarra, þótt þeir hinir sömu séu ekki komnir út af fundinum? Hvaða þáttaskil verða, þegar gestir ganga af fundi? Ákvörðun Landsdóms, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, og neikvæð við- brögð sumra þingmanna vegna þeirrar nýjungar, sem Vigdís Hauksdóttir hefur beitt sér fyrir í samskiptum þingmanna við umbjóðendur sína, sýna að þeir sem völdin hafa eru tregir til að breyta til. Það er ekkert nýtt. Elítan í öllum löndum er söm við sig, hvort sem um er að ræða elítu ættarveld- anna (sem eiga sér langa og athyglisverða en umdeilda sögu í samfélagi okkar) eða annars konar elítur. Telur Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar, kannski að hinir nýju samskiptamiðlar ógni rótgrónum ættarveldum hins ís- lenzka samfélags?! Eða er Samfylkingunni eitthvað í nöp við Fésbókina? Það er alveg ástæðulaust fyrir almenn- ing á Íslandi, afkomendur sjómanna, verkamanna og bænda til sjávar og sveita, að láta gamla yfirstétt ættarvelda og sér- hagsmunahópa ráðskast með sín mál öllu lengur. Aðlinum var steypt af stóli í París fyrir rúmum 200 árum. Er ástæða til að framlengja völd hans annars staðar? Það er tímabært að Alþingi stígi næsta skref og að hafnar verði beinar sjónvarps- sendingar frá öllum fundum þingnefnda þannig að störf Alþingis verði „opin og gagnsæ“. Er það ekki við hæfi í ljósi sögu þessa eins elzta þjóðþings veraldar? Það eru smátt og smátt að verða til nokkuð skýrar víglínur í umræðum um hið beina lýðræði. Þær fara ekki eftir flokkum. Þær ganga þvert á flokka. Hug- myndin um beint lýðræði, stjórnskipun, sem byggist á því að fólkið sjálft taki allar grundvallarákvarðanir um eigin mál í at- kvæðagreiðslum, fær góðan hljómgrunn hjá hinum almenna borgara. En henni er ekki vel tekið hjá ráðandi öflum í öllum flokkum og margvíslegum hagsmuna- samtökum. Enn telja forystumenn verka- lýðs og vinnuveitenda að fámennis- stjórnir eigi að ráða í lífeyrissjóðunum en ekki þeir sem eiga þá. Það er furðuleg forneskja. Og enn telja ættarveldin í íslenzkum stjórnmálum að þau eigi að ráða en ekki fólkið í landinu. Það er ekki minni forn- eskja. Það er komið að vegamótum. Það þurfa að verða þáttaskil. Hættan er hins vegar sú, að gamlir siðir og venjur reynist rót- grónari en við höldum. Það getur enginn höggvið á þann hnút nema þjóðin sjálf. Er hún tilbúin til þess? Elítan, ættarveldin og samskiptamiðlar nútímans Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Það var stór stund í sögu vísindanna þegar mað-ur spókaði sig í fyrsta skipti í geimnum á þess-um degi fyrir 47 árum. Rússneski geimfarinnAlexey Leonov varð þessa heiðurs aðnjótandi, klæddur í þar til gerðan geimgalla. Á meðan beið félagi hans, Pavel Belyayev, átekta inni í geimfarinu, Voskhod 2. Gangan stóð í tólf mínútur og níu sekúndur og á með- an var Leonov tjóðraður við geimfarið til að fyrirbyggja að hann hyrfi inn í tómið. Gangan, sem hófst yfir landamærum Súdan og Egyptalands en lauk yfir austanverðri Síberíu, heppn- aðist í alla staði vel en þegar Leonov ætlaði að smeygja sér aftur inn í sérstakt þrýstijöfnunarhólf á geimfarinu versnaði hins vegar í því, geimbúningur hans hafði nefnilega belgst út meðan á göngunni stóð. Gat geimfar- inn ekki fyrir sitt litla líf troðið sér aftur inn í hólfið. Nú voru góð ráð dýr og Leonov hugkvæmdist að tappa af ventli á búningi sínum. Það dugði til og honum tókst að smokra sér aftur inn, með naumindum þó. Geimfarinn hélt ró sinni meðan á þessum raunum stóð og minntist ekki á vandræðin gegnum talstöðina til að valda fólki á jörðu niðri ekki áhyggjum. Hitinn í geimbúningnum var gríðarlegur og Leonov upplýsti að hann hefði vaðið eigin svita í hné þegar hann loksins komst inn í geimfarið. Löngu síðar viðurkenndi Leonov að hann hefði haft eiturpillu í fórum sínum sem hann átti að taka kæmist hann ekki aftur inn í geimfarið og Belyayev neyðst til að snúa heim án hans. Enda þótt Leonov væri kominn inn í geimfarið aftur voru tvímenningarnir ekki hólpnir, illa gekk að loka hleranum sem opnaður hafði verið þegar Leonov brá sér út í gönguferðina. Það hafðist á endanum. Lentu í miðjum Úralfjöllum Ekki var óförum geimfaranna þar með lokið en bilun í sjálfvirkum lendingarbúnaði á leið heim til jarðar varð til þess að Voskhod 2 lenti 386 kílómetra frá áætluðum lendingarstað – í miðjum Úralfjöllum í Síberíu. Félögun- um varð ekki meint af lendingunni en jafnvel þótt flug- vél kæmi snemma auga á geimfarið var útilokað að sækja þá á þyrlu. Leonov og Belyayev þurftu því að þrauka nóttina í 30 gráða frosti í kompaníi bjarna og úlfa. Til allrar hamingju voru þeir með byssu við höndina (menn hafa greinilega gert ráð fyrir þessum möguleika) en ekki þurfti að hleypa af henni þrátt fyrir að fengitíminn væri í algleymingi. Degi síðar komst björgunarsveit til þeirra á skíðum með vistir og eldivið. Önnur nóttin í óbyggðunum varð fyrir vikið bærilegri. Að morgni næsta dags fóru geim- fararnir á skíðum fáeina kílómetra þangað sem þyrla gat sótt þá og björgunarsveitina. Þeim var borgið. Lendingarhylkið úr Voskhod 2 er nú til sýnis á safni í Korolev, nærri Moskvu. Alexey Leonov var í miklum metum hjá geimferða- málafrömuðum í Sovétríkjunum og átti að verða fyrsti sovéski geimfarinn til að drepa fæti á tunglið. Eftir nokkrar misheppnaðar mannlausar ferðir og þá nið- urlægjandi staðreynd að Bandaríkjamenn urðu á undan til tunglsins, þegar Appolo 11 lenti þar 20. júlí 1969, hættu Sovétmenn á hinn bóginn við þau áform. Árið 1971 átti Leonov að fara fyrir fyrstu mönnuðu geimstöðinni en varð frá að hverfa, þar sem grunur lék á að einn úr áhöfn hans væri með berkla. Þar slapp Leonov með skrekkinn en áhöfnin sem fór í staðinn beið öll bana í leiðangrinum. Leonov er enn í fullu fjöri, 77 ára gamall. Hann hefur tengst geimferðum fram á þennan dag og meðal annars skráð sögu geimkapphlaupsins milli Sovétmanna og Bandaríkjamanna ásamt bandaríska geimfaranum David Scott. Leonov er einnig frambærilegur listmálari og leit- ar oftar en ekki fanga í geimnum. orri@mbl.is Fyrsta geim- gangan Alexey Leonov spókar sig í geimnum, fyrstur manna. ’ Löngu síðar viðurkenndi Leo- nov að hann hefði haft eit- urpillu í fórum sínum sem hann átti að taka kæmist hann ekki aftur inn í geimfarið. Leonov með eigin teikningu sem tengist geimferðum. Á þessum degi 18. mars 1965

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.