Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  113. tölublað  100. árgangur  ALDREI OF SEINT AÐ BYRJA AÐ LÆRA Á HLJÓÐFÆRI NJÁLA LIFNAR VIÐ Í GÖNGU- FERÐ STRÍÐSHETJA, LEIKSOPPUR OG GEREYÐINGARVOPN Á NJÁLUSLÓÐUM 10 KÓRÍÓLANUS SHAKESPEARES 30MARGRÉT OG SUMMERKEYS 31  „Það var eitthvað bogið við að ís- lenska hagkerfið, sem hafði einkum byggst á sjósókn, skyldi skyndilega þenjast út með leifturhraða. Extra Bladet spurði gagnrýninna spurn- inga. Sagan af íslenska efnahags- undrinu virtist vera of góð til að vera sönn,“ segir Lars Bo Lang- sted, sérfræðingur í fjármálarétti og efnahagsbrotum, um útrás sem hann telur að hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum hjá íslenskum endurskoðunarfyrirtækjum. Íslensku bankarnir bókfærðu hundruð milljarða í óefnislegum verðmætum, líkt og fram kemur í umfjöllun rannsóknarskýrslu Al- þingis um veikt eigið fé. Langsted segir að slíka „lokaða hringekju fjármuna“ hefði átt að tortryggja. Í Danmörku séu endurskoðendur sektaðir fyrir mistök. »15 Áttu að tortryggja hringekju fjármuna í útrásarbönkunum Skúli Hansen skulih@mbl.is Fulltrúar lífeyrissjóðanna funduðu í gær ásamt stjórnvöldum um mögulega aðkomu þeirra að 110% leiðinni. „Lífeyrissjóðirnir eru í heild með svona u.þ.b. 15% af öllum lánum í fasteignum, við erum langminnstir,“ segir Arnar Sigur- mundsson, formaður LS, en hann bendir á að aftur á móti sé tiltölulega mikið um svokölluð lánsveðslán hjá nokkrum lífeyrissjóðum en þau séu oft tryggð með fyrsta veðrétti í lánsveði og oft í góðum skilum. „Það breytir því ekki að sumir sem eru bæði með skuld á eigin húsnæði og hafa fengið láns- veð í öðru húsnæði, hjá skyldmennum, geta lent í erfiðleikum engu að síður. Það er þess vegna sem stjórnvöld eru að reyna að finna einhverja lausn í þessu sambandi því að 110% leiðin var bundin við það að lánin myndu hvíla á viðkom- andi fasteign í eigu skuldarans,“ segir Arnar. Tilbúnir til að selja ríkinu lán Arnar segir lífeyrissjóðina ekki hafa heimild til þess að afskrifa þessi lán og fella niður það sem er innheimtanlegt. Hann segir þá aftur á móti tilbúna til þess að skoða það hvort einhver lending geti náðst um það að ríkið, t.d. Íbúða- lánasjóður, kaupi ákveðinn fjölda af slíkum lán- um, að loknu umsóknarferli og mati, og greiði í staðinn með skuldabréfum sem bera ríkisábyrgð. Hann segist vonast til þess að heyra frá stjórn- völdum í dag um hvort og þá með hvaða hætti framhald verði á þessum viðræðum en hann bæt- ir við að á síðustu mánuðum hafi farið fram mikil vinna við þetta. Auk Arnars voru þau Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LS, Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra, Oddný Harð- ardóttir fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra viðstödd fundinn. Funduðu um lánsveðslán  Lífeyrissjóðirnir segjast tilbúnir til þess að selja Íbúðalánasjóði lán í þeirra eign gegn því að fá ríkisskuldabréf í staðinn Fjórir ráðherrar sátu á fundinum í gær Ljósmynd/Birkir Fanndal Vetur Á bílaverkstæði Karls Viðars í Reykjahlíð biðu allmargir ferða- menn í gær eftir snjódekkjum sem von var á frá Akureyri síðdegis. Fjölmargir erlendir ferðamenn hafa verið á ferð á Norður- og Austurlandi í vorhretinu, sem staðið hefur yfir frá því á sunnudag. Margir þeirra eru á bílaleigubílum sem eru flestir á sum- ardekkjum. „Það er á leiðinni stór sending af vetrarhjólbörðum undir bílaleigubíla, sem voru hér bjargar- litlir,“ sagði Karl Ingólfsson hjá Mý- vatnsstofu í gærdag. „Bílaleigurnar senda dekkin og þjónustuaðili hér í sveitinni sér um að setja þau undir.“ Að mestu hefur allt gengið vand- ræðalítið en þótt ekki hafi kyngt niður snjó skefur víða í skafla. „Ætli skafl- inn í heimreiðinni hjá mér hafi ekki verið um 1,40 metra hár,“ segir Karl. Mikið annríki er á upplýsingamið- stöðvum fyrir ferðamenn sem leita sér upplýsinga um veður og færð. Ítalskur ferðamaður sem kom á Upp- lýsingamiðstöðina á Akureyri sagðist hafa gist í tjaldi í eins stigs frosti og kippti sér ekkert upp við það, að sögn starfsmanns. Þónokkuð er af ferðamönnum á Austurlandi. Þeim er bent á að bíða af sér veðrið og ekki leggja af stað í roki og blindbyl samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Austurlands. Ferðamenn í hríð og kulda  Sendu farm af vetrardekkjum  140 cm skafl í heimreiðinni Aðrennslispípurnar í Búðarhálsvirkjun fóru af stað frá Hafnarfirði í gærkvöldi upp á hálendi Suðurlands þar sem þeim verður komið niður við stöðvarhús virkjunarinnar í vikunni. Það er fyrirtækið Teknís sem sauð pípurnar saman og setur þær líka upp í Búðarhálsvirkjun. Hver pípa er um sex metrar í þvermál og veg- ur um 20 tonn. Um 480 tonn af stáli í heildina fóru í gerð þeirra. Aðrennslispípurnar fara úr bænum upp á Búðarháls Morgunblaðið/Ómar  Reykjavíkur- borg hefur stöðv- að til bráða- birgða fram- kvæmdir á toppi Úlfarsfells. Þar er búið að grafa skarð í tindinn og leggja á ljós- leiðara og raf- magn þangað vegna tilraunaútsendinga. Takist þær vel er ráðgert að reisa þar 40 metra hátt mastur. »4 40 metra mastur á tind Úlfarsfells Úlfarsfell Þrjátíu tonna bjarg, sem er heimili þriggja kynslóða álfa, verður flutt af Sandskeiði til Vestmannaeyja í dag. Þar verður álfasteininum komið fyr- ir við Höfðaból, heimili Árna John- sen alþingismanns. Upphaf kynna Árna af steininum var í janúar 2010 þegar Árni lenti í alvarlegri bílveltu á Sandskeiði og endaði við steininn. Hann lét svo bjarga steininum frá því að lenda undir Suðurlandsveginum þegar vegurinn var breikkaður. Álfasérfræðingur hefur annast samskiptin við álfana. Flutningarnir leggjast vel í þá, að sögn. Þeir ósk- uðu eftir því að steininum yrði snúið þannig að þeir nytu útsýnis. »13 Álfar flytja til Eyja Álfasteinn Árni við bústað álfanna.  Þrjár kynslóðir álfa í sama steini Morgunblaðið/Árni Sæberg  Fólki fækkar enn á Vestfjörðum þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórn- arinnar til eflingar byggð og at- vinnusköpun. Fyrir rúmu ári samþykkti ríkis- stjórnin alls 16 verkefni, að and- virði 5,4 milljarðar kr., sem sneru að eflingu byggðar og atvinnu í landshlutanum. Flest þessara verk- efna hafa gengið eftir. Það hefur þó ekki dugað til að koma í veg fyrir áframhaldandi fólksfækkun á Vest- fjörðum. »12 Áframhaldandi fólksfækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.